Sorglegt

Það er sorglegt að sjá að sumir halda að  besta leiðinn út úr kreppunni er að vera með skrílslæti og hermdarverk. Ég held að enginn er gera neitt gott með því að æsa fólk upp og hvetja þá til ólölega aðgerða. Við eigum að beina okkar kröftum í að finna lausn á vandamálinu og svo draga þá sem drógu okkur í greiðsluþrot til ábyrgðar.

 


mbl.is Eggjum kastað í Alþingishúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: U4ea

Þegar að ríkið vill ekki fara að vilja meirihluta þjóðarinnar, þá er það réttur þjóðarinnar að grípa til þeirra aðgerða sem hún þarf, þar með talið að beita hörku, í því formi sem þarf til að knýja fram breytingar.

Það er ekki afsakanlegt af ráðamönnum að leyna þjóðina upplýsingum og neita að taka ábyrgð á gjörðum sínum og reyna svo að kenna öðrum um.

Það er búið að sýna framá það að meirihluti þjóðarinnar treystir ekki lengur ráðamönnum og þeir ættu því að sjá sóma sinn í að víkja og efna til kosninga, enda getur ástandið ekki vernað við það, en það gæti á hinn bóginn borið klæði á vopnin.

Varla getur verið að menn séu að mótmæla smávægilegri skynsemi eins og því að róa fólk með því að leyfa því að segja sitt um hlutina í kjörklefanum?

U4ea, 9.11.2008 kl. 02:48

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Salman, eins og þú hefur kannski komist að raun um síðan þessi frétt birtist var þarna ekki öll sagan sögð. Það var lítill minnihluti sem kastaði eggjum, langflestir mótmæltu á friðsamlegan hátt, ég var þar á meðal.

Svo má velta undarlegu mati fréttamann á því hvað telst fréttnæmast fyrir sér. Enda reyndu þeir að klóra yfir fyrri fréttir í næsta fréttatíma, bæði á RÚV og Stöð 2, þegar þeir gerðu sér ljóst að þarna var of margt mann til að ekki sæist í gegnum þennan fréttaflutning.

Ég væri alveg til í að mótmæla lélegum fjölmiðlum næst...

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.11.2008 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband