27.2.2008 | 23:10
Er þetta ekki bara bisness?
Hef aldrei heyrt það að bankarnir taka tillit til neins trúabragða. Er þetta ekki eðlileg viðbrögð við viðskiptavini bankans? Er ekki verið að laða Múslima til að hafa viðskipti við bankann? Hvernig með merkið með eimskipafélagið (Þórshamar) á Emskipafélagshúsinu , sem er falið núna, var það líka gert að kröfum Múslima eða gyðinga eða var það hag Hótelsins sem er starfrækt þar að gera það? 10% araba eru kristin, og þeir rækta svín og borða svínakjöt. Þótt svínakjöt er bannað að borða í Íslam og í Gamla testamentinu þá er það ekki með sagt að Múslimi vilji banna öðrum að borða það samanber fjöldi kristina manna (ca 30 Miljónir) í Íslamiskum löndum sem borða það. Sumir vilja að samfélagið hætti að þróast og vilja halda í einhvern hlut sem skiptir ekki máli, af þeirra viðbrögðum þá má áætla að svínið er heilagt.
Sótt að gríslingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér finnst það ömurlegt að Morgunblaðið skuli nota fréttir úr Jótlandspóstinum, blaði sem er lengst til hægri í pólitík í Danmörku, svo oft sem raun ber vitni. Segir manni lítið um múslima og íslam, meira um Morgunblaðið.
Greta Björg Úlfsdóttir, 27.2.2008 kl. 23:20
Salmann, munt þú berjast fyrir því að Bónusverslanirnar hætti að nota BÓNUSGRÍSINN í auglýsingum sínum? ...
Greta Björg Úlfsdóttir, 28.2.2008 kl. 02:45
Segðu mér, Salmann, að heittrúarmúslimir virði þær matarvenjur sumra kristinna manna í löndum sínum að borða svínakjöt! Ætli nokkrir kristnir þori að láta slíkt um sig spyrjast þar?
Jón Valur Jensson, 28.2.2008 kl. 09:26
Jón Valur
Ég get fullvissa þíg að kristinr fá svinakjöt í þessum lödum sem þeim búa í svosem Palestina, Sýrland ,Lebanon og Egyptaland en það eru margir kristir þar sem halda í GT og borða það ekki. Ég er alveg viss að mun ekki nota þessi merki ef það skaðar þeirra hagsmunir. Það er tilgangslaus að reyna að selja það í Sádi Arabia þar sem eru engin Sádi er kristin. Það þyðir ekki fyrir Bonus að reyna að selja Hrútspungar í Paris.
Salmann Tamimi, 28.2.2008 kl. 10:36
Að koma slíkri vitleysu til varnar er væntanlega ein versta leið til að berjast gegn fordómum Salmann minn.
Bestu kveðjur þó
Jakob (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 11:27
Jakob, spáðu aðeins í það hvernig fréttin í Jótlandspóstinum er sett saman, áður en þú trúir henni eins og nýju neti, eins og flestir hér á blogginu virðast gera og gleypa boðskap fréttarinnar hráan. Nánari útlistun á því sem býr að baki því sagt er um Bangsimon getur þú til dæmis fengið ef þú lest þessa færslu mína.
Það er nefnilega alls ekki alltaf allt sem sýnist, eða er látið líta út fyrir að vera, og sér í lagi ekki í fjölmiðlaheiminum. Maður má ekki leyfa sér þá vitleysu að taka allt upp eftir þeim umhugsunarlaust, heldur verður maður að nota dómgreind sína til að vega fréttir og meta, og sér í lagi að spá í hver er tilgangurinn með því að skrifa og prenta þær og hverjum þær gagnast. Því að stígur hlutlausrar blaðamennsku er þröngur og vandratur, því miður, og ekki öllum gefið að rata hann.
Greta Björg Úlfsdóttir, 29.2.2008 kl. 16:57
Fréttin í Jótlandspóstinum, það er að segja fréttin sem fréttamaður Morgunblaðsins sem skrifaði þessa "frétt" vísar í og þýðir gagnrýnislaust frá orði til orðs, liggur mér við að halda við lestur hennar. Það þykir mér ekki blaðamennska sem er til fyrirmyndar, því miður er of mikið um slíka í íslenskum fjölmiðlum.
Greta Björg Úlfsdóttir, 29.2.2008 kl. 17:00
Haukur, ég sé á því sem þú segir að þú hefur ekki nennt að lesa færsluna mína sem ég línkaði á.
Þess vegna nenni ég heldur ekki að ústkýra eitt eða neitt fyrir þér.
Greta Björg Úlfsdóttir, 5.3.2008 kl. 14:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.