Er búið að dæma þá ?

Er búið að dæma þesssa menn eða er hægt að ásaka fólk um glæpi og reka þá úr landi? Er Damörk ekki réttarríki? Hvernig er með þann sem  er danskur ríkisborari gengur hann laus? Er þetta ekki bara áróður gegn múslimum? Eru menn ekki saklausri þar til að sekt þeirra er sönnuð? Eða er það öðruvísi í Danmörk? Ég vil að allir glæpamenn verði dæmdir og taka út sína refsingu. Það á að dæma glæpamenn óháð lit trú eða þjóðerni. Það á að vera ein lög fyrir alla.

 

 


mbl.is Mótmæla brottvísun Túnismanna frá Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sammála þér þar. Vissulega eiga þessir menn að fá að koma fyrri dómstól fyrir brottvísun. Ekki að ég trúi því að það muni breyta neinu. En sömu málsferð verða allir að fá. En þetta stingur aðeins í augun á mér: 

"Það á að vera ein lög fyrir alla."

Sjaría lög þá?

Býður hugmyndafræði þín ekki aðeins þá úrlausn að það sé eitt sett af lögum fyrir rétttrúaða og annað fyrir bókaþjóðirnar?

Jakob (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 17:55

2 Smámynd: Salmann Tamimi

Sæll Jakob

Mig langar að vita hvað veist þú um sharia lög?

Salmann Tamimi, 13.2.2008 kl. 18:11

3 identicon

Ekki mikið meira en

http://en.wikipedia.org/wiki/Sharia

The Complete idiots guide to the Quran

Mis vel gerðar heimildamyndir á netinu 

auk almennri umræðu í samfélaginu og í trúarbragðanámi.

Ekki veit ég þó hvað það hefur með spurningu mína að gera? Því það yrði mér væntanlega hinn mesti fróðleikur um sjaría lög ef þú gefðir mér greinagott svar við henni. 

Jakob (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 18:20

4 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Ég er sammála Salmann.  Það eru virkilegar herferðir nú gegn Múslimum.  Auðvita eru ekki allir múslimar eins og USA vilja að við höldum  að þeir séu.  Sú mynd sem fjölmiðlar mata okkur af er einsleit og  bara önnur hliðin.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 13.2.2008 kl. 18:29

5 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

In accordance with the Qur'an and several hadith, theft is punished by imprisonment or amputation of hands or feet, depending on the number of times it was committed and depending on the item of theft. However, before the punishment is executed two eyewitnesses under oath must say that they saw the person stealing. If these witnesses cannot be produced then the punishment cannot be executed. Witnesses must be either two men, or, if only one man can be found, one man and two women. Several requirements are in place for the amputation of hands, so the actual instances of this are relatively few[citation needed]; they are:

  • The thief must be adult and sane.
  • There must have been criminal intent to take private (not common) property.
  • The theft must not have been the product of hunger, necessity, or duress.
  • The goods stolen must: be over a minimum value, not haraam, and not owned by the thief's family.
  • Goods must have been taken from custody (i.e. not in a public place).
  • There must be reliable witnesses (mentioned above).
  • The punishment is not imposed if the thief repents.

All of these must be met under the scrutiny of judicial authority. [Qur'an 5:38][32]

In accordance with hadith, stoning to death is the penalty for married men and women who commit adultery. In addition, there are several conditions related to the person who commits it that must be met. One of the difficult ones is that the punishment cannot be enforced unless there is a confession of the person, or four male eyewitnesses who each saw the act being committed. All of these must be met under the scrutiny of judicial authority[33] For unmarried men and women, the punishment prescribed in the Qur'an and hadith is 100 lashes.[34]

Rétt eins og Í Kristni þá er kúgun og mannhatur hornstein Islams

Alexander Kristófer Gústafsson, 13.2.2008 kl. 20:57

6 Smámynd: Salmann Tamimi

Sæll Laissez-faire,

Ég hef alls ekki áhyggjur af glæpamönnum og hryðjuverkamönnum. Ég vill að þeim verði refsað. En ég hef áhyggjur af lýðræði og réttlæti. Ég vill alls ekki að Evrópa breytist og verði með sama stjórnarfar og Araba lönd eða þriðjaheimsríki, þar sem mannréttindi er fótum troðið. Ég hef áhyggjur af uppgangi rasisma og mannréttindabrota sem eru að aukast. Ég tel að grundvöllur fyrir lýðræði og mannrétindindum sé réttlæti, án þess erum við nákvæmlega eins og allir glæpa-og hryðjuverkamenn. Með lögum skal land byggja en ekki með lögleysi. Þú og vinir þínir burt séð frá því hvaða trú þeir hafa mega ekki blindast af æsingi og hræðsluáróðri, því að hræðsla er aðferð hryðjuverkamanna.

Salmann Tamimi, 13.2.2008 kl. 23:08

7 identicon

Vel orðað Salmann.

Þó kemur það óneitanlega út þannig að barátta þín fyrir réttlæti einskorðast við nit-picking málaferla hryðjuverka og ógæfumanna sem eiga það eitt sameiginlegt að vera múslimar.

Vissulega ber að varast að í vörn lýðræðis að við setjum ekki á national security lög sem að lama það lýðræði sem við erum að reyna að vernda, eins og í BNA.

En munum þó orð Jesú (friður sé með honum) þar sem hann talar um bjálkan í augum náungans. 

Ráðast að rasismi í garð hryðjuverkamannsins, en sleppa fordæmingu á hryðjuverkum mannsins sem verður fyrir rasisma?

En rasisma berstu augljóslega ekki gegn með því að vera Múslimi sem ver múslimska hryðjuverka og ofstækismenn gegn fordómum og/eða rasisma. Ef það er tilgangur þinn, þá berstu best gegn fordómum með því að vera opinber múslimi sem að er fyrstur til að fordæma hatrammar gjörðir ofstækismanna sem að gefa sverta nafn allah. 

Það myndi láta fólk sjá hina friðsömu lýðræðiselskandi hlið Íslams. Ég bedi á svar 7 á þessari færslu sem ég beini til Lindu.

http://bokstafstru.blog.is/blog/bokstafstru/entry/443319/#comments

Ef þú ert ekki sannfærðir um þessa aðferðafræði mína og réttmæti hennar bendi ég á 1 Súru, 1 síðu Kóransins. Kemur ágætlega inn á þetta.

Friðarkveðjur. Jakob 

Jakob (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 23:46

8 identicon

Þessi færls snýst mjög klárlega ekki um þessa meintu hryðjuverkamenn heldur um þá hugmynd að farið sé öðruvísi með opinber mál gegn Múslimum en öðrum.

 Síðustu þrjár setningarnar súmmera þetta upp:

"Ég vil að allir glæpamenn verði dæmdir og taka út sína refsingu. Það á að dæma glæpamenn óháð lit trú eða þjóðerni. Það á að vera ein lög fyrir alla."

Og svo er fólk að setja út á þetta af því að það telur sig geta fundið einhvern pro-muslim bias í því að formaður félags múslima á Íslandi láti sig málefni múslima varða. Do you realize how crazy that sounds?

Auðvitað er hann að blogga um málefni múslima en ekki málefni mormóna eða hindúa sem hann hefur enga tengingu við eða sérstakan áhuga á svo ég viti.

Það er ákaflega einkennilegt að ætlast til þess að fólk einblíni ekki á áhuga- og hagsmunamál sín í persónulegum blog skrifum. Persónulega les ég þetta blog til að fylgjast aðeins betur með því sem er að gerast í heimi Múslima á Íslandi - ekki til að fá einhverja heilsteypta mynd af samburðartrúarfræði eða álíka viðfangsefnum.

Mah as salaama

--- Gunnar Hrafn 

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 04:03

9 identicon

Má ég annars bera upp dæmi, mynduð þið sem Íslendingar ekki hafa áhuga á því að vita hvort verið væri að fara öðruvísi með mál Íslendinga sem handteknir eru erlendis en annarra erlendra ríkisborgara?

Væri þetta ekki aðal málið í öllum fréttum: "Íslendingar fá ekki sömu meðferð og aðrir!"?

Segjum svo að hópur Norðmanna, Íslendinga og Svía myndi vera ásakaður um glæpi í Sádí Arabía og meint væri að Íslendingarnir hefðu fengið allt aðra málsmeðferð en hinir vegna þjóðernis síns. Væri það ekki eitthvað til að blogga um?

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 04:06

10 Smámynd: Sigurður Árnason

Gunnar trúarbrögð og þjóðerni er ekki það sama. Svo er líka hægt að benda á það að 95% hryðjuverkamanna í heiminum eru múslimar.

Sigurður Árnason, 15.2.2008 kl. 02:37

11 identicon

Ef þú heldur það, Sigurður, þá ert þú að skilgreina hryðjuverk á mjög svo einfaldan og einkennilegan hátt. Annars máttu alveg skipta út kristni fyrir íslenskt ríkisfang í dæminu fyrir ofan - punkturinn stendur.

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 02:57

12 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það er oft ótrúlegt að lesa hvernig menn sem telja sig lýðræðissinnaða koma oft upp um fáfræði sína og fordóma í skrifum sem þessum. Held ég hætti að lesa slík skrif, þar sem það hækkar blóðþrýsinginn hjá mér, á sama tíma og að lækka álit mitt á rökrænni hugsun samlanda minna.

Til dæmis, (endurtek til dæmis) þetta.

"Salmann, ef sannanirnar gegn þessum mönnum hafa verið það miklar að forsenda hafi verið fyrir að senda þá úr landi að þá finnst mér það eðlilegt"

Getur það kallast  eðlilegt að senda menn úr landi aðeins í krafti ásakana, án þess að fram hafi farið réttarhöld, í landi sem vill kalla sig lýðræðisríki? 

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.2.2008 kl. 14:56

13 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ef dönsk stjórnvöld álíta slíkt eðlilegt, er þá ekki konungs(drottningar!)veldið Danmörk farið að líkjast ískyggilega BNA á tímum McCarthys? Þó að vísu hafi verið ástunduð málmyndaréttarhöld þar á þeim tíma, að mig minnir.

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.2.2008 kl. 15:13

14 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

...og þarf þó víst ekki, því miður að líta svo langt aftur í tíma í BNA, það er nóg að horfa á þá þróun sem hefur orðið þar í samtímanum til að skelfast.

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.2.2008 kl. 15:14

15 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þessa dagana er skora ýmsir í Danmörku á Friðrik krónprins að mæta ekki á Ólympíuleikana í Kina. Eftir þessa brottvísun held ég að þeir Danir sem það gera ættu að líta sér nær hvað mannréttindabrot varðar.

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.2.2008 kl. 15:24

16 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Hvaða mannréttindabrot spyr ég Greta?

Alexander Kristófer Gústafsson, 16.2.2008 kl. 17:17

17 Smámynd: Sema Erla Serdar

En bíddu, Einar, hvar er röksemdafærslan þín?

Sema Erla Serdar, 17.2.2008 kl. 01:24

18 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Selma, Einar er greinilega bara að reyna að sýna okkur í verki merkingu íslenska máltækisins "það bylur hæst í tómri tunnu", með innantómu rausi sínu út af því að ég skuli dirfast að hafa aðrar skoðanir en hann.

Í samræmi við það sem hans líkar halda fram hefði ég þó haldið, það er að segja ef ég tryði öllu sem þeir láta út úr sér, að hinir hræðilegu múslimar væru einir um að álíta konur of heimskar og fáfróðar til að eiga rétt á að tjá sig á opinberum vettvangi? 

Eða hvað? 

Greta Björg Úlfsdóttir, 17.2.2008 kl. 05:56

19 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

"Hvaða mannréttindabrot spyr ég Greta?"

Alexander, ég spyr þig á móti: Veist þú hvað orðið lýðræði merkir? 

Greta Björg Úlfsdóttir, 17.2.2008 kl. 06:08

20 identicon

Ég var spauglaust að búast við svari en ekki spurningu á móti...

Jakob (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 12:02

21 Smámynd: Björn Heiðdal

Ísland er fyrir Íslendinga og ferðamenn.  Ekki fyrir fólkið sem vill fjölmenningarsamfélag þar sem allir fá sérmeðferð í takt við sína siði of hefðir.  Svoleiðis rugl gengur bara ekki upp.  Ef múslimar koma til Íslands geta þeir vel gerst íslenskir þegnar en þegar menn heimta moskvur og bænaturna sem vekja allt hverfið klukkan fimm á morgnana með bænakalli þá er þetta komið of langt.

Múslimar og hommar þurfa ekkert að vera inn í skápum en þeir verða að kunna sig og aðlagast samfélaginu.  Samfélagið á ekki að þurfa að aðlagast hommum og múslimum heldur öfugt.  Ef kallar vilja kyssast á almannafæri fara þeir bara til Sanfransiskó og ef múslimar vilja hálshögva þjófa eða banna svínakjöt geta þeir flogið til Mekka. 

Björn Heiðdal, 17.2.2008 kl. 16:03

22 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ha, ha, Björn, að spyrða saman múslima og homma í eina kippu finnst mér til dæmis lýsa ótrúlegri fáfræði, - svona vegna þess að ég var að kvarta undan henni hér áður.

Jakob, það getur vel verið að ég geri tilraun til að svara honum Alexander seinna, ef það er það sem þú ert að meina. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 17.2.2008 kl. 18:22

23 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Jakob, annars hélt ég að það ætti ekki að þurfa að útskýra fyrir manni sem stundar nám í guðfræði hvaða mannréttindabrot felst í því að vísa fólki úr landi án réttarhalda eða dóms. Kannski hef ég of mikið álit á guðfræði og þeim sem stunda nám í henni. Kannski kemur kristin trú mannréttindum hreint ekkert við, þó ég hafi hingað til álitið það. Ekki frekar en öfga-íslam kemur mannréttindum við. Ég hef þó viljað álíta í lengstu lög að þeir múslimar sem búa hér á landi teldust til þeirra sem stunda trú sína af hósemi (það er að segja ekki af fanatík).

Greta Björg Úlfsdóttir, 17.2.2008 kl. 18:30

24 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Varðandi það sem kemur fram hér í upphafi hjá Salmann, þá eru í gildi lög í Danmörku, sem sett voru dagana eftir 11. september, 2001, í "paníkkinni" sem þá skapaðist. Mörgum Dönum finnst nú reyndar tímabært að afnema þessi lög, þar sem þau séu/eru brot á mannréttindum, eins og við horfum á þau í lýðræðisríki, eins og Salmann segir réttilega hér í innganginum.

Greta Björg Úlfsdóttir, 17.2.2008 kl. 18:33

25 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Þú hefur engan skilning á lýðræði og mannnréttindum Gréta miðað við álit þitt á tjáningarfrelsi.

Alexander Kristófer Gústafsson, 17.2.2008 kl. 18:58

26 Smámynd: Björn Heiðdal

Gréta mín, hommar og múslimar eru fólk eins og ég og þú.  En þessar hópar verða að sætta sig að vera minnihlutahópar á Íslandi.  Ég hef enga sérstaka fordóma gagnvart mökum tveggja karlmanna með sítt alskegg og ekki heldur þeirri virðingu sem múslimar bera til svína.  Þetta er allt saman í fínu lagi mín vegna en ég vil alls ekki undir nokkrum kringumstæðum þurfa að horfa upp á þetta undir berum himni niðri í bæ.  Hvorki við hliðina á Bæjarinsbestu eða Dómkirkjunni.  Pulsur og prestar en ekki tyllar og turnar. 

Björn Heiðdal, 17.2.2008 kl. 19:40

27 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Bjössi minn, mér er kunnugt um að múslimar og hommar eru fólk eins og ég, af þeirri tegund sem kölluð hefur verið homo sapiens, og að öll eintök af þeirri tegund eiga viss grundvallaratriði sameiginleg í megindráttum, þó oft mætti ætla annað af málflutningi þjóðernisfasista og rasista.

Þeir sem tilheyra þessum umræddu hópum teljast þó tilheyra minnihlutahópi þegar litið er á þjóðina okkar í heild, og ég á alveg eins von á því að hommar og múslimar eigi alltaf eftir að verða minnihlutahópar hér á landi, þykir annað heldur ólíklegt. Þannig að líklegast verða þeir sem tilheyra þessum minnihlutahópum að sætta sig áfram við að vera einmitt í þeirri stöðu áfram, í framtíðinni.

Ég skal fúslega taka billegt grín mitt um fráfræði þína aftur, í ljósi þessa, þó mér fyndist dálítið fyndið að stilla þessum tveimur hópum saman, í ljósi þeirra skoðana sem múslimar hafa á homosexualisma.

Hins vegar langar mig til að nefna það að nú fyrir jólin var hópur manna sem kallar sig trúleysingja iðinn við að benda Moggabloggurum og öðrum Íslendingum á það að þó að fólk  tilheyri minnihlutahópi á það að njóta nákvæmlega sömu mannréttinda og allir aðrir borgarar landins. Út frá þessu spunnust oft heitar umræður, eins og út frá teikningamálinu núna

Mér þykja orð þín um tippi og turna undarleg.

Í fyrsta lagi hef ég aldrei heyrt þess getið að samkynhneigðir geri tilkall til frelsis til að eiga kynferðismök á almannafæri, ekki frekar en að ég hafi heyrt gagnkynhneigða gera tilkall til þess. Helst að þeir sem hallir eru undir klámiðnaðinn hafi burðast við að halda fram einhverjum réttindum til frelsisí þá áttina.

Í öðru lagi minnir mig að þær lóðir sem múslimar á Íslandi hafa lagt inn beiðnir fyrir hér á landi undir moskur hafi allar verið spölkorn úr alfararleið, einmitt með tilliti til þess að þær spilltu ekki friðsæld nágrannanna með hinum hefðbundnu köllum (eða hvað það er nú kallað) sem fram fara þar á ákveðnum tímum sólarhrings. Þannig að ótti þinn um að moska muni í framtíðinni rísa við hlið Dómkirkjunnar tel ég ekki á rökum reistan og tel reynar mjög nærtækt að flokka það sem anga af islamophobiu.

Greta Björg Úlfsdóttir, 17.2.2008 kl. 22:48

28 Smámynd: Björn Heiðdal

Það getur vel verið að pulsur og hrútspungar séu líka partur af þessari phobiu en ég vil halda í gamalt og gott.  En hér er smá próf handa þér.  Hvort mundir þú vilja búa ein í svertingjahverfi í Höfðaborg eða hafa einn svertingja í hverfinu þínu?

Björn Heiðdal, 18.2.2008 kl. 20:12

29 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Björn, mér væri nákvæmlega sama hvort væri. Svo framarlega sem það er gott fólk í hverfinu sem ég bý í, þá er mér nákvæmlega sama hvort það hverfi er byggt fólki sem er dökkt eða ljóst á hörund. Hvað mig varðar skiptir innrætið meira máli en útlitið.

Greta Björg Úlfsdóttir, 18.2.2008 kl. 23:36

30 Smámynd: Halla Rut

Kæri samlandi. Þetta er í fyrsta skipti sem ég les þína síðu og á ég eftir að fara betur í gegn um hana.

Ótengt þessu sem þú fjallar um í dag þá verð ég að segja að kynningatexti kemur vægast sagt undarlega fyrir mínar sjónir. En þú segir: skipað yður í þjóðir og ættkvíslar, svo að þér þekkið hvert annað. Ef þú trúir þessu hvað ertu þá að gera hér? Ekki það að ég sé á móti veru þinnar hér heldur er þetta nokk undarlegt að setja fram þegar þú ert í raun búin að yfirgefa þjóð þína og ættkvísl.

Með vinsemd og virðingu.

Halla Rut 

Halla Rut , 19.2.2008 kl. 22:20

31 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ef ég má gerast svo djörf að reyna að svara spurningunni þinni, Halla Rut, þó henni sé beint til Salmanns, þá skil ég þessa málsgrein þannig að okkur sé skipað í þjóðir og ættkvíslir til þess að við lærum að búa saman í sátt og samlyndi, en ekki aðskilin. Til þess að það sé mögulegt verður mannfólkið að temja sér hóværð, umburðarlyndi og miskunnsemi, það er að segja, að auðsýna meðbræðrum sínum kærleika. Þess vegna virðist mér það alveg rökrétt að Salmann setji þetta hér fram sem sitt mottó, þar sem hann hefur yfirgefið sína þjóð og ættkvísl til að búa hér með okkur.

Ég vona að þetta sé rétt skilið hjá mér, annars bið ég Salmann að leiðrétta mig. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 20.2.2008 kl. 06:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband