22.4.2008 | 09:38
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra
Hamas-samtökin hafa alltaf verið tilbúin að semja um frið sem byggist á réttlæti og ályktunum S.Þ., en Ísrael og Bandaríkin vildu ekki hlusta á það. Ísrael hefur ekki áhuga á frið og ekki Bush heldur. Útþenslustefna Ísraels og græðgi Bandaríkjanna er takmarkalaus. Ísrael hefur drepið hundruð þúsundir Palestínumanna og araba í nærliggjandi löndum. Bandaríkin og þeirra bandamenn eru duglegir að gera eins í Írak og Afganistan og er notuð allskonar lygi og ómerkilegheit til að plata góða fólkið hér á Vesturlöndum og annaðstaðar til að trúa á réttmæti þeirra aðgerða. Svipað og við vorum látin halda að frumbyggjar Ameríku væru villimenn og réttdræpir eða svart fólk væru óæðri okkur og réttlætanlegt að hneppa það í þrældóm.
Ég er alveg hneykslaður á utanríkisráðherra okkar að samþykkja að láta utanríkisstefnu Íslands vera ákvarðaða í Washington og Tel-Aviv.
Ráðherrann þvertekur fyrir að hafa samband við réttkjörna ríkisstjórn Palestínu og getur ekki hugsa sér að fara til Gaza að sjá þær hörmungar og brot á alþjóðalögum sem þar viðgangast. Samræmist það utanríkisstefnu Íslands að svelta fólk í hel? Samræmist það utanríkisstefnu Íslands að refsa heilli þjóð fyrir að kjósa eins og henni sýnist rétt? Er það hjálparstarf að senda sveit vopnaðra ungmenna til Afganista undir fána NATO og Bandaríkjanna sem sprengdi landið í tætlur? Er Ísland í varnarbandalagi eða í árásarbandalagi?
Athugasemdir
Auðvitað tölum við ekki hamas frekar en muslim brotherhood vegna þess að þau eru hryðjuverkasamtök
Alexander Kristófer Gústafsson, 22.4.2008 kl. 14:42
Bæði Hamas-samtökin og Fatah eru hryðjuverkasamtök en huggulegt fyrir Palestínu .
Jóhann Helgason, 22.4.2008 kl. 23:00
Síðast þegar ég vissi höfðu Hamas tortímingu Ísraelsríkis á stefnuskrá sinni og stofnun íslamsks ríkis, í anda Írans, á því landssvæði sem í dag er Ísrael, Vesturbakkinn og Gaza.
Hjörtur J. Guðmundsson, 22.4.2008 kl. 23:14
Getur einhver hér segja mér hvar eru landamæri Israels, og hver hefur rekið 6 milljón men út ur þeirra land og tók Palestinu af landakortið?
Salmann Tamimi, 23.4.2008 kl. 00:19
Salmann, þú spyrð um landamæri Ísraels. Því er til að svara, að eðlileg landamæri Ísraels eru um ána Jórdan, Súes-skurð og núverandi landamæri við Líbanon og Sýrland. Þessi landamæri falla einnig saman við það svæði sem Þjóðabandalagið (League of Nations) ákvað 1922, en það var forveri Sameinuðu þjóðanna.
Eftir Heimstyrjöldina fyrri, var Ottóman heimsveldinu skipt og voru fyrstu samningar á milli sigurvegaranna Englands og Franklands gerðir leynilega árið 1915. Eitt af þeim landsvæðum sem þá varð til var Umsjónar-svæði Breta í Palestínu (British Mandate of Palestine), sem var samtals 120.000 km2, eða litlu stærra en Ísland. Auk Ísraels, náði það yfir Gaza, Vestur-bakkann og Jórdaníu.
Balfour yfirlýsingin frá 1917 gerði ráð fyrir að Ísrael næði yfir svæðið vestan árinnar Jórdan, sem er núverandi Ísrael, auk Vestur-bakkans og Gaza. Ríki múslima átti hins vegar að vera austan Jórdanar, eða Trans-Jórdanía (handan árinnar Jórdan) eins og það var nefnt, en síðar var stytt í Jórdanía.
Það er því misskilningur að Ísraelar sé landtökumenn. Alþjóðasamfélagið úthlutaði þeim þessu landi, á grundvelli langrar og merkilegrar búsetu á svæðinu. Auðvitað hefur margt annað fólk búið þarna líka, til dæmis Grikkir og Rómverjar. Þarna voru líka Xristin ríki í mörg hundruð ár.
Þeir múslimir sem búa á Vesturlöndum ættu að sýna sérstaka aðgát og forðast að styðja öfgafullar kröfur um eyðingu Ísraels. Hryðjuverk eru einungis til þess fallin, að auka hatur og skapa tortýmingu þeirra sem hryðjuverkin fremja.
Loftur Altice Þorsteinsson, 26.4.2008 kl. 15:50
Þetta er rangt hjá þér Loftur. Strax áður en Ísraelsríki var stofnað hernumdu (rændu) stofnendur þess helming þess lands, sem Palestínumönnum var ætlað samkvæmt samþykkt SÞ og hröktu milli 700 þúsund og milljón araba á brott frá heimkynum sínum í einum af verstu þjóðernishreinsunum eftirstríðsáranna. Í framhaldi af því hafa Ísraelar lagt milli 300 og 450 palestínsk þorp í eyði.
Ísraelar héldu svo áfram ólöglegu hernámi sínu árið 1967 og eru enn að þrengja að Palestínumönnum með ólöglegum landtökubyggðum sínum. Þær eru ekki bara ólöglegar heldur siðlausar með öllu.
Þar að auki hefur engin aðili rétt til að gefa þriðja aðila land, sem hann hefur hernemið. Samþykkt SÞ frá 1947 var því siðlaus með öllu. Þar var 55% þessa lands rænt af Palestínumönnum með fulltingi alþjóðasamfélagsins.
Alexander. Ef við eigum ekki að tala við Hamas vegna þess að þau eru hryðjuverkasamtök hvers vegna eigum við þá að tala við það ríki, sem rekur grimmustu og miskunarlausustu hryðjuverkasamtök Miðausturlanda, ísraelska herinn? Hvers vegna eigum við þá að ræða við ráðamenn hryðjuverksrikisins Ísrael?
Gleymum því ekki að það eru Ísraelar, sem eru hernámsríkið. Það eru Palestínumenn, sem eru að berjast fyrir frelsi sínu, endurheimt lands síns og rétti flóttamanna til að snúa aftur heim. Það eru því Ísraelsmenn, sem eru árásaraðilinn í þessari deilu en ekki öfugt. Þeir hafa plantað sér inn á land annarra og hafa síðan smám saman verið að ræna meira landi af þeim og hafa komið fram við íbúa hernámssvæða sinna af villimannslegri grimmd. Menn sem haga sér með slíkum hætti geta ekki búist við því að lifa í friði við nágranna sína enda eru það þeir, sem eru aðal friðarspillirinn.
Sigurður M Grétarsson, 27.4.2008 kl. 09:27
Þú ert ramm-villtur Sigurður. Ísraels-ríki nútímans var stofnað 14.maí 1948 þannig að í nærsta mánuði getum við fagnað 60 ára afmæli þessa merkasta þjóðríkis Jarðar. Eins og ég benti á, var langur aðdragandi að stofnuninni, eða rúm 30 ár frá yfirlýsingum Bandamanna í Heimstyrjöldinni fyrri.
Þú gleymir, að milljónir Gyðinga og Xristinna manna hafa verið drepnar eða hraktar úr heimkynnum sínum, á svæðum sem múslimar nú ráða. Líklega hafa 99% þeirra svæða sem múslimar nú ráða verin tekin hernámi, í 1400 ára sögu Jihads.
Þú þykist vera siðferðispostuli og segir:
Hvað skeði í Kosovó, þar sem NATO gaf múslimum land sem þeir tóku með valdi ? Arfleifð Hund-Tyrkjans er enn að verki á Balkan-skaganum. Hvar er siðferði þitt og löghlýðni, þegar kemur að yfirgangi og landtöku múslima á þessu svæði ?
Loftur Altice Þorsteinsson, 27.4.2008 kl. 16:56
M Loftur
Balfour yfirlýsingin sem var leyni plögg segir orðrétt:
Foreign Office,
November 2nd, 1917.
Dear Lord Rothschild,
I have much pleasure in conveying to you, on behalf of His Majesty's Government, the following declaration of sympathy with Jewish Zionist aspirations which has been submitted to, and approved by, the Cabinet:
"His Majesty's Government view with favour the establishment in Palestine of a national home for the Jewish people, and will use their best endeavours to facilitate the achievement of this object, it being clearly understood that nothing shall be done which may prejudice the civil and religious rights of existing non-Jewish communities in Palestine, or the rights and political status enjoyed by Jews in any other country".
I should be grateful if you would bring this declaration to the knowledge of the Zionist Federation.
Yours sincerely
Arthur James Balfour.
Það kemur skýrt fram það á ekki að flæma fólkið sem bjuggu í landinu í burtu, ekki drepa þau og ekki eyða 500 þorp. S.Þ úthlutaði 53% af Palestínu til Gyðingana en aröbum 47%, þannig að þú, einsog allir aðrir, vita ekki hvar landamæri Ísrael eru því það virðist vera teygjanlegt hugtak. Farðu lestu og hættu að brengla staðreyndum.
Þessi yfirlýsingu var gefið út áður en bretar hérnámu Palestínu .Þessi herrar eru enn að skipta heimin einsog þeim sýnist.
Kannski S.Þ ætli að gefa Pólverjum landið hér og senda Íslendinga til Grímsey... Hver veit
Kosovo búar eru 99% Múslimar sem voru undir serbneskri stjórn og fengu sjálfstæði eftir blóðuga sjálfstæðisbaráttu. 15 þúsund manns voru drepnir yfir stutt tímabil. Ekki heldur gleyma Srebreniska, sem er rétt hjá í Bosníu, og hvað Serbar gerður þar á einni helgi.
Salmann Tamimi, 28.4.2008 kl. 21:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.