20.4.2008 | 22:50
Svör við spurningum
Assalam alaikum
Ég var að koma frá yndislegri ferð til Munaðarnes, þar sem ég eyddi helgina með fjölskyldunni mina og þrem vinkonum dóttur minnar. Ég þakka Guð fyrir þessa fallegu nattúru og meistaraverki að skapa þessa fallegu jörð. Einnig þakka ég honum fyrir fjölskylduna mina.
Ég sé að síðasta færslan mín fékk mikil viðbrögð. Ég vill leiðrétta margar rangar staðhæfingar sem þar komur fram. Ég ætla þó ekki að svara þeim skítköstum sem ég og fleiri fengum, heldur ætla ég aðeins að svara þeim spurningum sem teljast "efnislegar". Ég tel að ekki sé til nein vitlaust spurning en aðeins vitlaust svar og ég óska hinum almáttuga að leiðbeina mér svo að ég afvegaleiði ekki mig né aðra.
1: Ég bað aldrei mbl.is að loka síðunni hans Skúla. þó svo vissulega ég fagna því að síðu hans er lokað, jafnt mikið og ég myndi fagna því að aðrar síður sem dreifa út hatur, barnaklám og þ.h.h. Ég tel þessar aðgerðir styrkja okkur að halda uppi málefnalegar umræður sem byggjast á virðingur, en ekki einhverju skítkasti.
2: Múslimar eru ekki hafin yfir gagnrýni og það má gagnrýna allt sem er í fari múslima. En að niðurlægja trú mína er ekki leyfilegt samkvæmt lögum og flokkst ekki undir almenna kurteisi.
3: Mér finnst spurningar Théodórs Norðkvist góðar og ég mun svara þeim. Allar þýðingar úr kóraninum er þýðing á kóraninum eftir Helga Háldfánarson.
a)Er hvatt til ofbeldis og manndrápa í Kóraninum?
Svarið er nei. Dyrmætasta í Íslam er mannslíf. Í Íslam er allskonar ofbeldi bannað og ekki er Allah að skapi.
"Berjizt fyrir málstað Allah gegn þeim sem á yður herja. En hefjið eigi fjandskap, því ekki eru árásarmenn Allah að skapi" ´Quran 2:190´
"Ó , þér trúaðir menn, bannið ekki hið góða sem Allah hefur heimilað yðar, og brjótið eigi af yður, því ekki ber Allah hlýjan hug til brotamanna." ´Quran 5:87´
Mörg fleiri vers eru í Kóraninum sem banna okkar að vera með ofbeldi og yfirgang.
b)Eru það aðeins öfgafullir múslimar, að þínu mati, sem túlka Kóraninn þannig að það megi og jafnvel eigi að sprengja upp borgaraleg mannvirki og drepa óbreytta borgara til að þóknast boði Allah um að stúta hinum vantrúuðu?
Svar: Öfgamenn eru í öllum þjóðflokkum og í öllum trúbrögðum. Öfgamenn eru glæpamenn. Það skiptir engu ef glæpamaðurin segir að hann sé Múslimi, Kristin eða Gyðingur, hann er einfaldlega glæpamaður sem á ekki að geta falið sinn glæp bak við trúna, þjóðerni eða húðlit. Boðskap Guðs er miskunarsemi, virðing og kærleikur. Ef við fylgjum þessu ekki, þá erum við ekki trúaðir.
4) Leyfir Kóraninn, þ.e. trú múslima, fjölkvæni?
Já, hann gerir það en það eru sett skilyrði fyrir það og það þarf samþykkji aðilana og einnig réttlæti. Annað kynlíf er bannað svo sem framhjáhald og ólögleg hjánabönd
"Ef þér óttizt um það að geta breytt vel við munaðarleysinga, þá gangið að eiga konur þær sem yðar falla í geð, tvær, eða þrjár, eða fjórar. Og ef þér óttizt um að geta gert þeim jafn-hátt undir höfði, þa bindizt aðeins einni, eða ambáttum sem hægri hönd yður á"
Ég vona að ég hef náð að svara þínum spurningum, en það er til annað fólk sem er að gera í því að brengla staðreyndinar, svo sem Vilhjalmur Örn
Hérna er dæmi:
Vilhjálmur segir að samkvæmt boðskap Guð þá er hann apí og svin.
Í Quranin stendur, og hér er Guð að segja okkur hvað hann gerði við þá aðila sem að vanhelguðu hvildardaginn:
"Og þér vitið þá meðal yðar sem vanhelgað hafa hvíldardaginn. Við þá sögðum Vér: Verið apar, smáðar og fyrirlitnir" Quran 2:65´
"Þú skalt segja: Á ég að greina yður frá þyngri refsingu Allah? ´Þeir sem Allah hefur formælt af reiði sinni og umbreytt nokkrum þeirra í apa og svín, þeir sem dyrkja skurgoð, þeir eru verr komnir, því þeir hafa villzt lengra af rétti braut" Quran 5:60
Hann kallar Muhammad( s.A.w.s) barnaníðing vegna þess a Muhammad giftist 9 ára stúlku .
Vilhjálmur, vissir þú ekki að enn í dag í Georgia rikinu í bna eru lögi sem leyfa giftingar án tillit til aldurs ef hún er ófrísk. http://www.cbsnews.com/stories/2005/11/16/national/main1050731.shtml
Í Evrópu tíðkaðist að giftast ungt, og alveg niðrí 5 ára, en það var ekki kynlíf sem fólk sóttist eftir, heldur völd og eignir.
http://www.elfinspell.com/AndrewsChildren.html
Muhammed giftist Aisha sem var dóttir besta vin hans, vegna þess að hann vildi kenna henni allt um Íslam og það virkaði. Hún var öruggasta heimild um líf hans. Muhammed giftist bara gamlar konur, hans fyrsta eiginkona var Khadija sem var 40 ára og hann 25 ára. Þannig að Muhammed var ekkert að leita eftir kynlífi hjá Aisha.
Í kóraninum stendur ekki hvað er besti giftingar aldurinn, en við teljum að þegar fólk eru tilbúnir til þess, þá má gifta sig. Hvert ríki ákveður hvaða aldur er hentugast. Í Egyptland er það 18 ára en sum lönd eru með það yngra. Múslimar hafa aldrei farið í stríð við Gyðinga né kristin menn vegna trú þeirra. Hvrernig ætlaru annars að útskýra það að það eru yfir 30 miljón kristinna manna í Íslamiska löndum, og Gyðingar höfðu aldrei haft griðarstað nema hjá múslimum, þangað til Zionista stálu lönd arabana og stofnaði Ísraelsriki.
Til Hrafnkels
Hvaða siði sem Múslimar vilja halda við sem stangast við vestræna siði? Og hvaða Múslima hefur farið fram á það? Hvaða siði hafa Íslendingar sem taka hafa Islam, sem stangast á við siði kristinna foreldra þeirra.
Bryndís:
Við erum öll Guðs börn og guð gerir engin greinarmun milli okkar. Íslam er eina trúin sem staðfesta það í bókin. Það kemur ekki annað til greina vegna þess að við erum öll þegnar Guða. Hann skapaði mig og þig til ólika verka en sama markmið. Við eigum að breiða kærleik hans á milli okkar.Íslam litur á Gyðinga og Kristnir sem bræður í trú og þótt einhver hefur villist , þá eigum við að hjálapa honum að koma aftur. Hann segir í Quranin 2:62
"Þeir sem trúa, og þeir sem eru gyðingr, kristnir menn og sabíar, hverjir þeir sem trúa á Allah (Guð) og Efsta Dag og breyta rétt, mun hljóta laun úr hendi Drottins og engin ótti mun ýfir þá koma, né heldur mun að þeim harmur kveðinn."
Íslam leyfir okkur að giftast kristnum maka, eða gyðing, og hún þarf ekki að breyta um trú.
Salam Alaikum
Athugasemdir
Takk salmann fyrir að þyggja mig sem bloggvin!
Ég er með slæma reynslu af kristni sem hefur mótað mitt líf mikið. Ég afneitaði öllum trúarbrögðum hvaðanafni sem þau nefnast vegna æskureynslu minnar ag kristnu fólki. Ég gæti sagt þér hroðalegar sögur um fólk sem fær leyfi til að predika Gos orð í kirkjum í Reykjavík, og út á landi þegar ég var krakki. Það eru virkilega ljótar sögur.
Ég skifaði færslu til þín í síðasta bloggi og spurði um prent- og ritfrelsi. Ég sagði líka mitt álit á presti þar sem ég hef enga trú á.
Ég hataði kristna presta í mörg ár vegna þess hvað þeir gerðu. Fer ekkert nánar út í það hér. Það varð samt til þess að ég fór til þerapista sem er Breskur og hann hreinlega kenndi mér að hata. Besti vinur minn er múslimi. Við tölum mikið saman. Hann er hræddur við aðra múslima. Hann er hræddur við þig. Hann segir mér að ef það spyrist út að hann væri ekki trúaður lengur á Kóranin myndi það geta bitnað á ættingjum hans í hans eigin heimalandi.
Ég er með sömu reynslu frá Svíþjóð. Þar er stór kristinn hópur manna með mann á fararbroddi sem heitir Ulf Ekmann. Þeir sem yfirgefa söfnuð hans þurfa vern fyrir meðlimum þess. Öll þessi reynsla hefur látið mig vera eins langt frá öllum trúarbrögðum og hægt er. Ég er búin að vinna mest með ógæfufólk, fanga utan og innan fangelsa, ósakhæfa á geðsjúkrahúsum og í fégasmálum almennt.
ég er andvígur allri ritskoðun í nafni frelsis sem ég held að sé af hinu góða. Sumt fólk fær útrás fyrir sorgir sínar og mótlæti í lífinu og þess vegna gæti ég tekið Biblíunna í gegn og kristindóm og þau voðaverk sem er enn verið að fremja í Guðs nafni, og orðið enn svæsnari enn Skúli sem var lokað á, enn ég myndi aldrei ljúga upp á neinn!
Ég vann við hættuleg verkefni í Svíþjóð og þurfti lífvörð fyrir börn mín og konu. hann var múslimi líka. Við töluðum reyndar aldrei um trúmál. Hann er fyrrverandi hermaður úr Kúrdiska hernum. Góður maður.
Mitt álit er eða skoðun að hefðir á Íslandi eru svo sterkar að hrófla við prent- eða ritfrelsi er skaðlegt.
Mjög skaðlegt fyrir alla. Ef þetta hefði verið akkúrat öfugt, og múslimi hefði verið að krítisera Bush, eða kristni á Íslandi, eða Bush sem stærsta hryðjuverkamann í heimi í dag, sem hann er í mínum augum, hvernig hefur viðbrögðin orðið heldur þú? Hann gerir öll sín hryðjuverk í Guðs nafni.
Er engin máttur til, eða maður svo öflugur að hann geti ekki látið öll trúarbrögð lifa saman í sátt og samlyndi? Meira að segja Páfin í Róm, nýbúin að vera í heimsókn hjá Bush þessum heimsins mesta hræsnara, segir að engin geti sáluhjálp sé til staðar, ekki einu sinni fyrir krista sem trú pínulítið öðruvísi enn hann gerir.
Þessi skelfilegu stríð, átök og vandamál hlýtur að vera hægt að leysa öðruvísi en að menn séu að reyna að skjóta hinn eina rétta sannleika í höfuðið á fólki með fallbyssum og sprengjum. þetta alltsaman verður að taka enda. Hvernig, veit ég ekki.
Hver veit hinn eina rétta sannleika? Er það nokkur maður raunverulega? Gætu Allah og Jesú Kristur ekki alveg eins verið bræður og mannfólkið ekki búið að skilja það enn? Og raunir þær sem fólk er í út um allan heim, er til þess ætlaður að fólk þroskist og skilji hvað er raunverulega heilagt.
þetta eru aðeins mína vangaveltur en það vill svo til að hingað til, þangað til alveg nýlega, hafa það verið múslimar í Svíþjóð sem hafa reynst mér best, ekki kristnir. Þetta geta allir í minn fjölskyldu staðfest ásamt börnum mínum, 6 talsins.
Enn eins og ég sagði í færslunni á undan þessum góða pistli, (og velkomin úr ferðalaginu), þá er ég sjálfur að fara í ferðalag, en myndi vilja hitta þig einhverja næstu mánuði, því ég er ekki með neina dagsetningu enn, hvenær ég kem heim aftur.
Öll þessi heiftarlega umræða varð þó til þess að ég fékk áhuga á að lesa báðar bækurnar, og tel ég mig geta það algjörlega hlutlaust.
Takk fyrir góðan pistil.
Óskar Arnórsson, 21.4.2008 kl. 02:23
Takk Salmann. Vel svarað
Íris , 21.4.2008 kl. 11:10
Góð svör Salman virkilega ánægður með þetta. Án efa á þessi færsla eftir að verða álíka vinsæl og sú fyrri. Sömu mennirnig eiga eftir að koma með sömu rökin. En velkomin heim úr ferðalaginu.
Aron Björn Kristinsson, 21.4.2008 kl. 11:15
Ég er búin að lesa heilmikið úr skýringum úr síðunni þinni salmann, og þú rökstyður þitt mál betur en nokkur annar sem ég hef útskýra þessa bók, Kóranin sem ég hef því miður aldrei lesið. það er bloggari sem heitir Svavar og er vígður prestur, og er eini maðurinn sem talar um Biblíuna af viti.
Þið tveir gætuð sameinað kristni og múslima svo þeir lifi í sátt og samlyndi á þessu landi.
Ég tek mér það leyfi að byðja alla heiðarlega múslima á Íslandi afsökunar á að kristinn maður hafi orðið til þess að valda misskilningi á múslimum og þeirra trú. Vinur minn sem ég sagði frá því að mig langaði til að hitta þig, trúir því ekki að ég ætli að leggja mig í lífshættu með því að tala við þig.
Það eru greinilega bæði múslimar og kristnir að miskilja sín eigin trúarbrögð. Ef börnin hansverða fyrir einelti fer ég sjálfur með honum í skólan til að tala við kennara þar. Hann treystir sér ekki til þess sjálfur.
Mér líst vel á síðuna þína þó ég sé ekki trúaður á neitt nema kærleik og að hjálpa þeim sem eiga bágt og hafa orðið undir í þessu lífi, af hvaða ástæðu sem er. Það kemst kannski einhver balans í þessar umræður allar og hef ekkert nema gott um múslima að segja.
Því miður get ég ekki sagt það sama um s.k kristið fólk nema ofangreindan prest og japönsk samtök sem hafa það á stefnuskrá sinni að koma á friði á milli allra trúarbragða heims.
Verið í þeim samtökum síðan 1988 og heita þau MAHIKARI. Þau björguðu alla vega mínu andlega lífi.
Og að sjálfsögðu umdeild eins og öll samtök, en allir eru velkomnir í þessi samtök hvaða trúar sem viðkomandi er hlyntur. Takk fyrir mjög fræðandi pistla þá sem ég hef komist yfir að lesa.
Og þér persónulega fyrir að útskýra þetta svo það skil þetta með meira viti en áður. Skapofsi minn er mitt eigið vandamál og hef ég barist gegn honum alla æfi og er ekki lengra komin enn þetta. Vinnu- og áfallaskaðaður segja mér læknar líka.
Ég trúi þeim lækni sem sannfærði mig um það. Slekk á tölvuni vegna ferðalags, er að fara að heimsækja börnin mín.
Óskar Arnórsson, 21.4.2008 kl. 13:27
Flott færsla, takk fyrir þetta
Sema Erla Serdar, 21.4.2008 kl. 14:35
Hæst glymur í tómri tunnu sagði einhver.. Hvar eru allir þeir sem voru að missa sig á hinu blogginu?
Aron Björn Kristinsson, 22.4.2008 kl. 00:37
Jón Frimann
Það er gaman að rökræða við fólk sem vill hlusta og eru ekki með einhver bull, þú skrifar
"Giftingaraldur í Evrópu er 18 ára uppí 20 ár eftir ríkjum"
En hið rétta er hérna
http://en.wikipedia.org/wiki/Marriageable_age#Europe
Flest lönd eru með hjónabands aldurinn alveg niðri 14 ára eins og Russlandi.
Það þyðir ekki að í nútima samfélag er ég sammál gifting á ungri aldrei en ég visi bara til staðreyndir og ekkert annað.
Svó var ég að benda á það að lögin í Georgiu í B.N.A giftingar aldur byggist á því ef stulkan er ólétt eða ekki.
Salmann Tamimi, 22.4.2008 kl. 10:25
Segðu mér nú hverning er komið fram við samkynhneigða.....
Bara Steini, 22.4.2008 kl. 11:55
Salmann, ég trúi ekki á neinn "Guð" og geyspa mikið undir orðaræðum trúarsannfærðra. En ég tek mark á góðu fólki með sterka siðferðiskennd- og sannfæringu. Þú ert með góð svör og ert mun siðaðri og greindari en margir viðmælendur þínir. Það er það sem máli skiptir. Glæsilegt blogg hjá þér sem skapar þarfa umræðu, sammála eða ekki.
Sá í fyrra skemmtilega sjónvarps-heimildarmynd sem heitir ISLAM og fjallaði um Múhammeð spámann og Islamskúltúrinn. Múhammeð sem ef ég man rétt var uppi á 7. öld (?). Það telst víst 7-800 árum á undan þessum lága giftingaraldri í Evrópu. Já það var margt skrýtið fyrr á öldum, forfeður okkar íslendinga drekktu konum á Þingvöllum fyrir lítilræði og margt óréttlætið í gangi. Hægt er að segja að öfgamennska hafið ráðið ferðinni eins og hún gerir í svo mörgum löndum enn til dagsins í dag. Og hún fyrirfinnst líka á Íslandi. Skoðum bloggið. Það versta er nefnilega þegar menn tala áður en þeir hafa kynnt sér málin.
Bestu kveðjur.
Ólafur Þórðarson, 22.4.2008 kl. 23:42
Þakka þér fyrir þín góðu svör. Það er gott að vita að þín trú, eins og mín, grundvallast á friði og kærleika til allra manna. Því miður eru til öfgamenn í þessum heimi sem gefa ranga mynd af þeim sem trúa.
Guð Abrahams blessi okkur öll og gefi okkur frið, umburðarlyndi og kærleika og vit til að greina hvað er rétt túlkun á ritningum okkar, þannig að sneiða megi hjá öllum öfgum og ofstæki.
Við getum þá verið sammála um að lögmálið til allra manna grundvallist í reynd á þessum orðum Jesú:
,,Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum mætti þínum og öllum huga þínum, og náunga þinn eins og sjálfan þig.`` (Lúk. 10:27)
Ég er samt ekki með þessu að segja að öll trú sé fyrir mér sama trúin og allar leiðir séu vegurinn til hins sama Guðs. Ég trú auðvitað minni sannfæringu um það hver Kristur sagðist vera samkvæmt Biblíunni. Aðeins Guð einn veit hverjir eru verðugir frammi fyrir honum. Ég finn samt að núna get ég borið virðingu fyrir þinni trú, fryst hún grundvallast einnig á þessu kærleiksboði.
Ég á síðan eftir að lesa Kóraninn. Hef í hyggju að gera það bráðlega þannig að ég geti treyst á eigin heimildir og mótað mér sjálfstæða skoðun úr þeim. Mun skoða það sem þar er ritað með tilliti til þess sögulega tíma og samfélags sem hún verður til í, eins og ég skoða Gamla testamentið í Biblíunni.
Kær kveðja,
Bryndís Böðvarsdóttir, 25.4.2008 kl. 16:07
Það sem ég meinti í reynd með ofangreindu er að ég veit að Guð dæmir alla menn eftir hjarta þeirra. Þannig getum við ekki sest í dómarasæti og sagt að þessi komist ekki upp til himna o.s.frv. Það breytir samt ekki minni sannfæringu varðandi mína trú á Guð Biblíunnar. Guð Abrahams vill safna saman öllum sínum tvístruðu hjörðum. Eins og Jesú boðaði, að það myndi verða einn hirðir og ein hjörð. Við erum öll börnin hans og sumir eru týndir sauðir í hjörð Drottins. Hann þráir að kalla okkur öll heim.
Bryndís Böðvarsdóttir, 25.4.2008 kl. 16:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.