Það er mannréttindi

Það er grundvallar mannréttindi að klæðast eins og maður vill. Það fer engin að velja fyrir mig í hvaða klæðnað ég ætla að vera í. Þessar konur voru einfaldlega að horfa á börnin sín að leika sér í sundlauginni, þær voru sjálfar ekki að synda. Mér finnst rétt hjá Svíum að dæma sundlaugaverðina fyrir mannréttindabrot . Aldrei hef ég heyrt um að fólk þurfi að vera í sundfatnaði þegar þeim er boðið að horfa á barnið sitt að synda. Allt annað tal lýsir bara hroka og vanvirðingu. Sumt fólk klæðist G-streng, eigum við öll að gera það til að aðlagast?
mbl.is Fundnir sekir um mismunun í sænskri sundlaug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Það er grundvallar mannréttindi að klæðast eins og maður vill."

Nú skaustu þig rækilega í fótinn. Segðu trúbræðrum þínum þetta í Sádí Arabíu.

Frænka mín var flugfreyja þar og ekki fékk hún að klæðast því sem hún vildi. Hún þyrfti að ganga um eins og labbandi hauspoki eins og allt annað kúgað kvenfólk í Íslam. 

"Það fer engin að velja fyrir mig í hvaða klæðnað ég ætla að vera í. "

Er ekki valið fyrir þær hverju þær klæðast?

Eða er það ein stór tilviljun að undirokaðar konur í Íslamskri Sádí Arabíu og norður afríku gangi búrkum frá toppi til táar eins og gangandi tjöld. Það hefur væntanlega ekkert með menningargróna sjúklega afbrýðisemi manna þeirra?

Hræsnin er svo þykk að það nær engri átt!

Jakob (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 19:30

2 Smámynd: Salmann Tamimi

Sæll Jakob

Ég var ekki að tala um Sádi Arabíu. Mannréttindi eru fyrir alla. Ef í Sádi Arabíu viðgengst kúgun á kvenfólki, þá þýðir það ekki að við þurfum að vera eins hér á Íslandi. Ég er alveg til í að aðstoða þig í baráttu við allskonar kúgun sem viðgengst í heiminum. Ég veit lítið um stöðu kvenna í Sádi Arabíu en ég veit fyrir víst að í Norður Afríku, sem eru mörg lönd,  velji konur sinn klæðnað sjálfar og enginn kona er skipuð í ákveðinn klæðnað. Ef kúgun tíðkast einhversstaðar eigum við að gera eins hérna á Íslandi? Í Sádi Arabíu búa tæplega 15 milljónir, en fjöldi múslima í heiminum eru um 2 milljarðar. Þannig að alhæfa út frá Sádi Arabíu er ekki réttlætanlegt og alls ekki raunhæft. Nákvæmlega eins og að kenna öllum Kristnum mönnum um aðgerðir George Bush og hans klíku.

Salmann Tamimi, 29.1.2008 kl. 23:36

3 Smámynd: Þórarinn Guðmundsson

Þrátt fyrir að ég er sammála þér Salmann, þá held ég að í okkar samfélagi að ef ég sem venjulegur faðir barnana minna, vil horfa á drengina mína vera í sundi. Samt standa á sundlaugarbakkannum frakkaklæddur með húfu og tiltölulega engan vegin tilbúinn til sunds (tek fram að ég þurfi að vera svona klæddur af einhverjum ástæðum "bara dæmi sem enginn þarf að rengja eða rekja"). Þá mundi ég telja að einhverjir mundu kvarta og vilja hafa eitthvað að segja um þetta.

Vil ekki meina að einhver grundvallarmannréttindi eru brotin, því fólk sem vill fara í sund verða að hlýða reglum sundstaðana.

Við þekkjum þetta vel á íslandi þar sem við höfum okkar "sturtu lögregluþjóna" venjulega kallaðir "baðverðir" sem láta þá sem ekki vilja sápa sig á viðkvæmum stöðum áður en þeir fara í laugina alveg heyra það.

Just my two cents.

Þórarinn Guðmundsson, 30.1.2008 kl. 12:40

4 identicon

Þakka fyrir málefnalegt svar Salmann og að gera mér grein fyrir ókurteisi minni með kurteisu mótsvari.

En eins og kemur fram í fréttinni:

". Báðar voru þær með slæður, í síðerma blússum og síðbuxum þar sem trú þeirra bannar þeim að sýna þessa líkamshluta á almannafæri.

Þetta er ekki spurning um fatasmekk. Þetta er kúgun á hæðsta stigi. Ef að ég, eða hvaða annar vestræni maður myndum banna konum og kærustum okkar að fara úr húsi í stuttermabol eða með bert á milli, þá yrði það flokkað sem heimilisofbeldi. Þetter ekki réttur þeirra, heldur skylda. Eða hverjar yrðu afleiðingarnar ef þær skildu ákveða að nátúrulega aðlaga sig að sínu nýja heimalandi eins og flestir innflytjendur ættu gera (amk. upp að því marki að lifa árekstralaust í samfélaginu).

Þær eru í raun að neita framfylgja einum lögum (lögum sundlaugarinnar) til að framfylgja lögum eiginmannsins, því afleiðingarnar eru væntanlega verri gagnvart því broti ef marka má fáranlega tíðni heiðursmorða í skandinavíu.

Er þetta í raun spurning um mannréttindi? 

Jakob (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 15:08

5 identicon

Lögum eiginmannsins, Jakob, hvaða lög eru það? Eru þær giftar Guði almáttugum eða hvað?

Ágæt vinkona mín er múslimi í USA og hún gengur ekki með hijab en frænkur hennar gera það flestar og það af trúrækni. Það er einfaldlega val hvers og eins og þannig á það að vera.  

Ertu bara að gefa þér það að konur geti ekki verið trúaðar heldur þurfi karlmenn alltaf til að berja þær til hlíðni? 

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 14:01

6 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Jæja Gunnar Meðlimur Ísland-palestínu mætur á svæðið , það er í mörgum islösmkum ríkjum að það séu lög að konur noti Slæður og er mannréttinda ástandið Í saudi arabíu eitt það versta í heiminum, (ísrael er svíþjóð í samanburði)

Alexander Kristófer Gústafsson, 31.1.2008 kl. 15:04

7 Smámynd: Yousef Ingi Tamimi

Sæll Alexander. Það væri reyndar fróðlegt að vita hvaða "mörgu" ríki þú ert að tala um þar sem það er staðfest í lögum að konur skuli vera með slæðu? Ég veit um þrjú ríki sem krefjast þess, veistu um fleiri? Ég skil heldur ekki afhverju þú ert að blanda Sádi Arabíu inní þetta, einsog búið var að benda á þá er Sádi Arabía frekar aftarlega í kvennréttindabaráttu, en eigum við þá að vera alveg eins? Eigum við að hefna okkur á múslimskum þegnum vestrænna ríkja útaf því að Sádi Arabar brjóta mannréttindi? Útskýrðu fyrir mig hvað er rökrétt við það?

Og Einar, hefði þú lesið greinina aðeins betur þá þurfa þær ekki að ganga í "þeirra" klæðum. Í greininni stendur að stelpurnar mega vera í stuttbuxum og bol. Aftur á mót þegnar Írans verða að virða lögin sem eru til staðar í landinu, þannig er þetta í greininni. Þú hefðir væntanlega ekki sýnt fáfræði þína svona svaðalega hefðir þú haft það í þér að lesa greinina.

Yousef Ingi Tamimi, 31.1.2008 kl. 20:19

8 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

AF hverju geta múslimar ekki virt okkar lög fyrst við verðum að virða þeirra lög tildæmis í Íran?

Alexander Kristófer Gústafsson, 31.1.2008 kl. 20:39

9 Smámynd: Sigurður Árnason

Það þarf ekki að standa í lögum að konurnar gangi með slæður, heldur er það frekar menningarlegur þrýstingur sem lætur konurnar ganga með slæður í þeim múslimalöndum þar sem það er ekki í lögum ríkisins, en lög fólksins koma úr kóraninum, þar er regla um að konurnar eigi að ganga með slæður. Konurnar láta undan þrýstingnum því þrýstingur er mikill og þær þora ekki öðru, þú getur ekki borið vinkonu þína í bandaríkjunum saman við. Þar sem það er frjálst samfélag og þar er engin félagslegur þrýstingur um svona lagað.

Sigurður Árnason, 31.1.2008 kl. 23:19

10 Smámynd: Sigurður Árnason

En margt af þessum innflytjendum í evrópu, halda ennþá í hefðir heimalanda sinna og vilja ekki aðlagast og þar getur oft verið mikil félagslegur þrýstingur á kvenfólkið að ganga í svona klæðum, þótt þær vilji annað, en þora ekki öðru út af hótunum fjölskyldumeðlimanna sem vilja alls ekki að kvenfólkið lagist að vestrænum gildum, en það eru þó líka konur sem eru ansi trúræknar og velja að klæðast svona. En þótt maður sé trúrækinn þá á maður að hlýða reglum staðar ef maður ætlar að stunda hann, þótt það sé óskrifuð regla og er til staðar vegna öryggisráðstafanna.

Sigurður Árnason, 31.1.2008 kl. 23:28

11 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Furðuleg röksemdafærsla...áttu mæðurnar sem sagt að stökkva út í, ef hætta var á að börnin væru að drukkna...ekki sundlaugarverðirnir...til hvers voru þeir þá? Til að passa upp á klæðnað fólks, kannki?

Augljóst dæmi um fordóma og forpokun. Ætli þeir hefðu bannað einhverjum að vera í sænskum þjóðbúiningi á sundlaugarbakkanum?

Greta Björg Úlfsdóttir, 1.2.2008 kl. 13:35

12 Smámynd: Yousef Ingi Tamimi

Einar

http://www.mbl.is/bladidnet/2008-01/2008-01-30.pdf bls 38

Góðar stundir.

p.s í Íran er í lögum að konur hylji hárið sitt.

Yousef Ingi Tamimi, 1.2.2008 kl. 13:38

14 Smámynd: Sigurður Árnason

Greta, það eru nú fleiri börn sem þarf að fylgjast með en bara börn múslimakvennana. Svo gerist það frekar hratt, ef barn væri að drukkna og þá væri best að mamma barnsins gæti stokkið ofan í strax og bjargað barninu. Get ekki í myndað mér að það sé gott að synda í þessum klæðnaði kvennana. Þetta eru ekki fordómar, þótt það sé sagt eitthvað við múslima þá þarf það ekki alltaf að vera fordómar. Einfaldlega bara öryggisráðstafanir. Ef sænski þjóðbúningurinn mundi ekki standast öryggiskröfur þeirra , þá mundi hann ekki vera leyfður.

Sigurður Árnason, 1.2.2008 kl. 14:17

15 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Sigurður, ég hef séð hindúakonur baða sig í sínum fötum, á baðströnd, þær skemmtu sér mjög vel, ég skil ekki í öðru en að múslimakonur myndu klára sig á sundtökunum ef börnin þeirra væru að drukkna, þrátt fyrir klæðnaðinn (það er að segja ef þær kunna að synda).

Greta Björg Úlfsdóttir, 1.2.2008 kl. 18:21

16 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ekki striplast sjómenn uppi á dekki, þó þeir eigi á hættu að detta í sjóinn...

Greta Björg Úlfsdóttir, 1.2.2008 kl. 18:22

17 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Svo held ég að það sé nú enga stund verið að fleygja af sér þessum flíkum af sér, ef eitthvað alvarlegt kæmi upp á, þar sem þetta eru lausar yfirhafnir. Bara fyrirtekt og fordómar í liði sem getur ekki horft upp á að einhverjir hafi aðra siði en þeir eiga að venjast. Enda dæmdi rétturinn konunum í vil.

Greta Björg Úlfsdóttir, 1.2.2008 kl. 18:24

18 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Að vísu var ég að lesa fréttina aftur og sá að ekki var um að ræða búrka (heitir það það ekki), heldur síðbuxur, síðerma boli og slæður - ég sé nú ekkert á móti því að manneskja geti synt í slíkum klæðum, ef nauðsyn rekur til.

Ef ekki á að líða að neinn sé öðruvísi en annar, á þá ekki að banna rastafönum að safna hári, rokkurum að klæðast leðri, indverjum að klæðast sínum þjóðlega fatnaði, t.d. sari, japanskur kímonó væri líkast til einnig bannaður, o.s.frv. Fáránlegt að halda því fram að það eigi að banna fatnað, bara af því að hann tilheyrir því að vera múslimi. Það eru fordómar, ekki réttmæt krafa um aðlögun.

En nú er ég komin með fjórar athugasemdir í röð, og segi þetta gott!

Greta Björg Úlfsdóttir, 1.2.2008 kl. 18:32

19 Smámynd: Sigurður Árnason

Ef það eru reglur verðanna að maður eigi að vera í einhverjum sérstökum klæðnaði í lauginni, afhverju eiga þær ekki að hlýða, en allir aðrir.

Sigurður Árnason, 2.2.2008 kl. 00:09

20 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Sigurður Árnason. Það er rétt hjá þér að það þarf að fylgjast með fleiri börnum en börnum múslimakvennanna. Það kom hvergi fram í því, sem Gréta sagði að sundlaugaverðirnir ættu að fylgjast með börnum þeirra. Hún var að tala um að þeir væru til að grípa inn í ef neyðarástand skapaðist. Það virkar einfaldlega þannig að konurnar fylgjast sjálfar með börnunum og ef þær sjá að hætta sér farin að skapast þá kalla þær til sundlaugaverði. Það er því ekki þörf á að þær geti sjálfar bjargað börnunum heldur að þær geti fylgst með þeim og kallað til sundlaugaverði ef þörf verður á.

Reyndar hef ég séð annars staðar að þessar konur eru ósyndar. Hvaða máli skiptir klæðnaðurinn þá. Lausnin felst í því að kalla til sundlaugaverði eða aðra synda einstaklinga ef á þarf að halda.

Það hefur einnig komið fram að þessar reglur um klæðnað í lauginni séu aðeins látnar gilda um þá, sem fara ofan í laugina. Það hafi hingað til verið látið óátalið þó foreldrar eða aðrir gæslumenn barna í lauginni séu fullklæddir á sundlaugabakkanum. Það var þess vegna, sem það var talin mismunun að banna þessa tegund af klæðnaði en ekki aðra.

Sigurður M Grétarsson, 3.2.2008 kl. 04:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband