10.1.2008 | 10:55
Stríð við Irana
Hann Bush er staðráðinn að fara í stríð við Irana. Þetta minnir mig á alla ásaknir og lygi í garð Iraka og Afgana áður en hann réðst í þeirra lönd. Það verður að stoppa þennan manni.
Íranar birta eigið myndband | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er spurning hvort honum takist að ráðast inn í landið áður en nýr (og vonandi demókratískur) forseti tekur við völdum...
Sigurjón, 10.1.2008 kl. 15:46
Ég ætlaði að leggja inn athugasemd neðar við fréttina varðandi atvinnuöryggið, en tímamörkin eru liðin. Ég set hana bara inn hér:
Það er skelfilegt að hægt er að segja upp fólki án gildrar ástæðu, sérstaklega hjá ríkinu. Sjálfur hætti ég í vor.
Þú hlýtur að fara í skaðabótamál, sérstaklega í ljósi þess að niðurstaðan var sú að ólöglega var staðið að uppsögninni. Ekki rétt?
Sigurjón, 10.1.2008 kl. 15:52
Sæll Sigurjón
Ég er mjög þakklátur þér fyrir að vilja vera blogg vinur minn og líka vinur minn. Auðvitað er það skelfilegt að segja upp fólki án gildrar ástæðna og sorglegasta við það er að þótt æðsta dómsvaldið dæmi það ólöglegt, þá halda þessir menn áfram eins og ekkert sé. Þeir treysta á það að skattborgarinn borgi brúsann. Valdníðsla og hroki eru í hámarki. Ég er reiður vegna þess að þótt það væri augljóst að minn uppruni og mín trú spilaði mikið í ákvörðun um að segja mér upp, þá er maðurinn enn í ábyrgðarstöðu spítalanum.
Ég fer í skaðabótamál við spítalann og vona að það verði dæmt rétt. Ég mun fara með það mál alla leið til mannréttinda dómstóls Evrópu ef þarf.
Kveðja, Salmann
Salmann Tamimi, 10.1.2008 kl. 19:12
Þó að Bush sé kjáni þá er hann ekki vangefinn. Bandaríski herinn er í vandræðum í Afganistan og Írak. Virðist vera fastur í einskonar kviksyndi á báðum stöðum. Bandaríski herinn hefur ekkert svigrúm undir þeim kringumstæðum til að ráðast inn í Íran.
Þar fyrir utan er Bush dottinn af lista yfir 100 valdamestu menn heims. Republikanaflokkur hans tapaði í þingkosningunum og er núna í minnihluta. Þessu til viðbótar ættu bandarískir hernaðarsérfræðingar að hafa lært af reynslunni að íranski herinn er ekkert lamb að leika sér við.
Eftir að klerkarnir hröktu (fremur léttilega) hinn gjörspillta lepp Bandaríkjanna, Reza Palavi, frá völdum þá reyndi bandarískur herflokkur að ráðast að nóttu til inn í fangelsi í Íran sem hélt einhverja Bandaríkjamenn. Það varð hin sneypulegasta för.
Bandaríkin studdu Saddam Hussein til innrásar í Íran. Hlóðu á hann njósnamyndum úr gervihnöttum, vopnum og hverju sem var. En ekkert gekk né rak. Íranski herinn varðist í áratug.
Þess má geta að Íranir hafa aldrei gert innrás í annað land. Það er þess vegna erfitt - þó margreynt sé - að draga upp þá mynd af Írönum að heimsbyggð stafi hætta af þeim. Enda margur stjórnmálamaðurinn brenndur eftir að hafa lagt trúnað á lygar og falsanir Bush stjórnarinnar um gereyðingavopn Íraka.
Jens Guð, 10.1.2008 kl. 23:17
Allt sem Bush og Dick segja er satt og rétt. Þú verður bara að snúa merkingu orða við. Já þýðir nei, svart er hvítt o.s.fr.
Þetta er regla sem er næstum 100% örugg þegar Búsh talar um stríðið gegn hryðjuverkum.
Björn Heiðdal, 11.1.2008 kl. 20:36
Það versta sem gæti gerst fyrir heiminn væri að kommuniskt hippaógeð úr demokrata flokkinum mundu vinna í kosningum í Bna.
Alexander Kristófer Gústafsson, 13.1.2008 kl. 07:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.