Er þetta ekki stríðsglæpur?

Ef þetta er ekki stríðsglæpur, þá veit ég ekki hvað þetta er. Það er verið að refsa tveim miljónum manna. Þessi aðgerðir bitnar fyrst og fremst  á sjúkrahúsum , skólum  og flóttamönnum. Það er vetur í Gasa og það er ansi kalt þar. Það er búin að svelta íbúum Gasa í marga mánuði og nú á að frysa þau í hel . Eigum við að setja aðgerðalaus á meðan? Ætlar ríkisstjórn Íslands ekki að mótmæla þessum stríðsglæpum og reyna að stoppa það.
mbl.is Rafmagn skammtað á Gaza
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Salmann.

Ég er ekki GYÐINGUR, ÉG ER EKKI MÚSLIMI,ÉG ER  KRISTINNAR TRÚAR(tel mig vera það).Margt af því sem þú skrifar UM gengur ekki upp hjá mér.Ég yrði að fara út í svo langar rökræður ,að það gengur ekki upp tímans vegna hjá mér.

þÚ VEIST ÞAÐ AÐ GUÐ GAF ÍSRAELSMÖNNUM ÞAÐ LAND TIL EILÍFLEGRAR EIGNAR EINMITT ÞAR SEM ÞEIR ERU Í DAG.

OG HVER ER ÞAРSEM ÆTLAR AÐ HRÓFLA VIÐ ÞVÍ.

 SVO SANNARLEGA ER ÉG EKKI SAMMÁLA ÖLLU ÞVÍ SEM ÍSRAELSMENN SEGJA OG GERA OG SÖMULEIÐIS EKKI SEM ÞIÐ MÚSLIMAR SEGJIÐ OG GERIÐ.

OG HVAÐ GET ÉG GERT SEM EIN LÍTIL SÁL Í SKARKALA HEIMSINS.ÞAÐ ER AÐ BIÐJA FYRIR YKKUR BÁÐUM.SEM SAGT ÉG ÆTLA AÐ BIÐJA FYRIR ÍSRAELSÞJÓÐ OG MÚSLIMUM.

ÞVÍ AÐ FRIÐUR OG KÆRLEIKURINN VERÐUR ÞAÐ SEM EFTIR STENDUR ÞEGAR ÖLLU FERLINU ER LOKIÐ.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 15:38

2 Smámynd: Salmann Tamimi

Sæll Þórarinn

Ég vil þakka þér fyrir innlitið og er sammála þér í því að kærleikurinn er það sem eftir stendur þegar öllu ferlinu er lokið.

Guð gaf Abraham (Pbuh) og niðjar hans sem trúa á Hann og gera gott fyrir þetta land. Arabar eru afkomendur Abrahams líka. Abraham (pbuh)var hvorki Gyðingur né Kristinn. Hann trúði á eitt Almáttugan Guð. Guð sem ég trúi á gerir engan greinar mun á milli fólks. Guð sem ég trúi á er ekki rasisti að taka Araba eða Íslendinga eða Israelsmenn unmfram aðra þjóðir. Við erum öll sköpunarverk Hans. Guð sem ég trúi á vill ekki að fólk eru drepnir eða sendir í flóttamannbúðir. Jesus (pbuh) var ekki Gyðingur, hann gerði uppreisn á móti þeim sem kallaði sig Gyðingar en voru að gera þvert á móti Guðs vilja. Sá er yður göfgastur í augum Allah, sem óttast Hann mest og gera gott verk fyrir mannkynið en ekki sá sem fer með ofbeldi og dráp.

Salmann Tamimi, 6.1.2008 kl. 18:32

3 Smámynd: Björn Heiðdal

Auðvitað er þetta stríðsglæpur.  En hvernig getur ÞÞG fullyrt að "Guð" hafi gefið einhverjum gyðingum þetta landsvæði?  Var hann vitni af því eða þekkir hann einhvern sem sá það.  Var gerður skriflegur lögbindandi samningur um það og hvar er sá samningur.  Nei auðvitað er svarið nei við þessu öllu og þess vegna er sú staðhæfing að Guð hafi gefið einhverjum þetta land bara góð þjóðsaga.

Björn Heiðdal, 6.1.2008 kl. 20:15

4 Smámynd: Björn Heiðdal

Hvernig getur einhver manneskja vitað hvort Guð er til og hvað hann sé?  Ef Guð skrifaði Kóraninn og Biblíunna getur þá verið að hann hafi skrifað fleira?  Kannski þessi orð.

Björn Heiðdal, 6.1.2008 kl. 22:33

5 Smámynd: Jens Guð

  Það er skelfilegt hvernig Ísraelsmenn eru að fara með Palestínumenn og alþjóðasamfélagið situr aðgerðarlaust hjá.  Og Bandaríkin bakka Ísrael upp og verja fyrir því að eitthvað sé gert. 

Jens Guð, 7.1.2008 kl. 01:45

6 Smámynd: Björn Heiðdal

Skamm, skamm, Óskar svona talar maður ekki í beinni og ekki heldur heima hjá sér.  Auðvitað má Erlingur trúa á álfa og geimverur ef hann vill.  Þessi fyrirbæri geta síðan bara vel verið til þrátt fyrir allt.  Svona svipað eins og Guð og Grýla.

En hvernig honum dettur í hug að halda að það séu til einhver manngerð trúarbrögð og síðan önnur sem "Guð" bjó til er nú ekki alveg rökrétt.  Annað hvort bjó Guð allt til eða ekki neitt. 

Síðan er önnur dellan að allt sem Guð vill að við gerum eða gerum ekki sé að finna í Biblíunni.  Heldur einhver því fram að öll viska Guðs sé til í prentuðu máli og rúmist í bók upp í hillu.  Nei, varla og fyrst svo er þá er alveg útilokað að lesa og túlka hana sem slíkt rit.

Biblían er bara rit eins og Símaskráin eða Harry Potter.  Þú getur skilið hana eins og þú vilt eða látið aðra segja þér hvað hún þýðir.  Hún er að vísu með sögulegu ívafi og margt sem í henni stendur gerðist fyrir löngu en bara lítið brot og sennilega vel kryddað af góðum sögumönnum.

Varðandi þessa kjánalegu fullyrðingu að Guð hafi gefið einhverjum ákveðið landssvæði er bara hægt að segja eitt.  Sýndu mér samninginn og það dugar ekki að benda á einhvert rit sem löngu dauður frændi þinn skrifaði.  Biblían er t.d. ekki nothæft sönnunargagn í íslenskum rétti.

Dómari ég drap þennan mann af því að það er í lagi samkvæmt Gamla testamenntinu.  Beint í steininn og þú færð engar 2000 krónur þó þú farir yfir byrjunarreit. 

Björn Heiðdal, 7.1.2008 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband