30.12.2007 | 15:45
Palestínumenn sendir í flóttamannbúðir
Enn einu sinni eru Palestinumönnum hent í flóttamannabúðir. Ætlar Ísrael að endurtaka fjöldamorðin í Sabra og Shatila og á fleirum stöðum. Þetta voru pílagrimar sem fengu leyfi hernámsliðsins til að fara út til Sádi en fá ekki leyfi til að fara heim til sín. Ég vil minna á Kufur Kassem fjöldamorðið, þar sem Palestinskir bændur voru leyfðir að fara að vinna í sínum ökrum en voru skotnir til bana þegar þeir snúðu til baka heim til sín á kvöldin. Peres harmaði þennann atburð um daginn. Ég hvet Íslensk yfirvöld að hjálpa fólki að fara heim til sín og tryggja að svona frekja og yfirgangur endurtaki sig ekki.
Palestínumenn sendir í flóttamannabúðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Af hverju geta þeir bara ekki farið um Ísraelsku landamærastöðina víst að þetta er svo saklaust og gott fólk,Þau hafa örugglega eitthvað að fela.Vandamálið væri leyst ef þau færu í gegnum landamærastöðina.
Palestínumenn eru ekki allt saklaust fólk,margt af því er líka morðingjar sem sprengja upp saklaust fólk.Þetta fólk á bara að samþykkja ísraelsmenn og því þeir eru ekkert að fara og eiga þetta land alveg eins mikið og palestínumenn.
Sigurður Árnason, 30.12.2007 kl. 21:19
Sæll Sigurður,
Einfaldlega vegna þess að þeir vilja það ekki. Þér er frjálst að koma til Íslands, sem Íslendingur, án þess að þurf að fara í gegn um Guantinamo og vera þar þangað til þú sannar sakleysi þitt. Ég held að það er viðurkennt að maður er saklaus þangað til annað er sannað.
Ísrael hefur engan rétt á að stjórna hver kemur eða fer til og frá Palestinu. Zionistar hafa hrakið Palestinumenn í flóttamannbúðir frá sínum heimkynnum og drepið þá í þúsunda tali. Telur þú það vera réttlætanlegt að gera það?
Salmann Tamimi, 30.12.2007 kl. 23:31
Það verður bara einfaldlega að líta á sögunni í þessu samhengi,þeir eru varna því að það komist ekki hryðjuverkamenn þarna inn svo það náist langþráður friður,Því það mun engum gera gott ef þeir koma þarna inn.Ísraelsmenn hafa verið undir stöðugum árásum síðan þeir komu þangað og þeir hafa drepið marga palestínumenn en með það að markmiði að drepa herskáa palestínumenn,Sem vilja ísraelsmenn í burtu og hika ekki við að drepa börn og konur þeirra og sprengja upp almenningssvæði með það að valda hræðslu.Gyðingar eru fólk sem er búið að ofsækja í gegnum og þeir fengu land þarna til að geta lifað í friði og öryggi en þá þurftu arabalöndin að endurtaka söguna með það að markmiði að útrýma þeim,Finnst þér það vera réttlætanlegt eða það Finnst þér ábyggilega þar sem þetta eru múslimar og þið múslimar virðist standa með múslimum í hvaða verki sem þeir gera.
Sigurður Árnason, 1.1.2008 kl. 02:53
Maður eins og Sigurður Árnason sem vega vanþekkingar dæmir saklaust fólk til vistar í Gettóum eins og Nasistar gerðu við gyðinga í Pólandi á sínum tíma er ekki svara verður. Palestínumenn voru hraktir í flóttamannabúðir af Zionistum, og þekkja allt of margir ekkert annað, og sjá engja framtíð, vegna viðhorfa eins og þinna, Sigurður.
Þú spyrð"Finnst þér ábyggilega þar sem þetta eru múslímar og þið múslímar virðist standa með múslimum í hvaða verki sem þeir gera."
Múslímar eru fjölbreytilegur hópur og hafa barist innbyrðis. Samanber Iran Íraq stríðið þar sem vesturveldin dældu vopnum í Íraq.
Þar sem þú ert kristinn maður, vill ég benda á nokkra glæpi sem kristnir hafa staðið fyrir.
Ég hef ekki geð í mér að telja upp fleira. Salmann Tamimi er góður og gegn Íslendingur og er þetta ritað svo hann þurfi ekki að svara þessum fordómum Sigurðar, um leið og ég óska Salmann góðs árs og friðar.
Rúnar Sveinbjörnsson, 1.1.2008 kl. 20:29
Sæll Rúnar
Mér sýnist nú frekar að vanþekkinginn sé að hrjá þig.
Múslímar eru fjölbreytilegur hópur og hafa barist innbyrðis. Samanber Iran Íraq stríðið þar sem vesturveldin dældu vopnum í Íraq.
Já það kemur fyrir að Múslimalönd berjist eins og kristnar þjóðir hafa gert í gegnum tíðina líka en þá tengist það einhverju eins og t.d þarna um yfirráð persaflóa og það er ekki það sama og ef kristinn þjóð eða hvaða trúar sem er lendir í stríð við múslimaþjóð þá virðast múslimarnir alltaf halda með sinni þjóð en ekki alltaf kristnir..Eins og T.d afganistan sem var kúguð þjóð sem er verið að gera betri.
Þar sem þú ert kristinn maður, vill ég benda á nokkra glæpi sem kristnir hafa staðið fyrir.
Ég er ekki kristinn trúaður og þessi Stríð þarna sem þú talar um hafa ekkert með kristna trú að gera heldur hagsmuni þjóða enn ekki í nafni trúar.Afganistan er ég mjög sáttur með að það hafi verið ráðist þar inn þar sem þar þurfti að stoppa talibanastjórnina sem kúgaði fólk og var uppbyggð af öfgamönnum.Guantanamo er fangelsi fyrir hryðjuverkamenn sem hika ekki við að sprengja saklaust fólk,börn og konur en ég viðurkenni að það séu Sumir sem eru ábyggilega saklausir þar sem þyrfti að fara betur yfir en án efa margir harðsvíraðir sömuleiðis.
Ég hef ekki geð í mér að telja upp fleira. Salmann Tamimi er góður og gegn Íslendingur og er þetta ritað svo hann þurfi ekki að svara þessum fordómum Sigurðar, um leið og ég óska Salmann góðs árs og friðar.
Ég er ekki frá því að Salmann sé góður og gegn Íslendingur.Þú talar eins og sé með fordóma en það er ég svo sannarlega ekki og hef átt marga múslimavini og ég hef ekkert á móti múslimum.Ég óska honum góðs árs og friðar en segðu mér ef ég hef aðra skoðun en hann þarf ég þá að vera fordóma það er bara vitleysa.Þeir í arabalöndunum vilja ekki hafa ísrael vegna þess þeir hafa aðra trú.
Sigurður Árnason, 2.1.2008 kl. 00:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.