Talibanar voru búnir að hreinsa til.

Talibanar voru búnir að gera Afganistan laus við þetta eitur. Nato löndin á að láta Afganar sjá um sín mál og draga sitt herlið frá Afganistan. Ég skil ekki hvað Nato er að gera þar amk, veit ég, ekki neitt gott.
mbl.is Útflutningsvirði ópíums og heróíns frá Afganistan 4 milljarðar dala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loopman

Talibanar voru ekki búnir að hreinsa til. Þeir hótuðu nokkrum og drápu nokkra, en flestir störfðu áfram. Það eru of miklir peningar í þessu til að stoppa þetta. Talibanar vissu það alveg. Það er ekki hægt að controla þetta vel, þar sem Afghanistan er í raun No mans land eins og staðan er, og hefur verið í nokkuð mörg ár.

Loopman, 16.11.2007 kl. 18:43

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Talibanar voru hræðilegir..sérstaklega konum sem ekki máttu sýna likamsparta og varla vinna úti...ég og fleiri konur vorum alltaf að fá áköll frá amnesty á meðan þessir sjúku karlmenn voru við völd þar.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 16.11.2007 kl. 19:04

3 Smámynd: Salmann Tamimi

Ég er alveg sammála þér að Talibanastjórn var hræðileg og ekki það besta sem afganska þjóðin á skilið, en nuverandi valdhafar þar eru ekki betri og Nato og Bandarikin eru bunir að myrða fleiri en Talibanar myrtu.

Salmann Tamimi, 16.11.2007 kl. 19:43

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Nei nei NATO á ekkert að vera þarna...mikið satt!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 16.11.2007 kl. 20:17

5 Smámynd: Björn Heiðdal

Ísland er partur af NATO og ég vil alveg endilega þykjast vera betri en einhverjir skeggjaðir Talibanar. 

Björn Heiðdal, 16.11.2007 kl. 21:23

6 Smámynd: Loopman

Eg vil bend á stutta grein sem ég skrifaðu um Afghanistan hér: http://loopman.blog.is/blog/loopman/entry/365433/

Skoðið hana og segið hvað ykkur finnst

Loopman

Loopman, 16.11.2007 kl. 21:45

7 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ég er viss um að við hér a Íslandi með okkar málfrelsi, jafnrétti (næstum) og LÝÐRÆÐI erum miklu, miklu betri en Talibanar!  En það sem máli skiptir er ...hvað finnst Afgönum sjálfum?...og þá auðvitað einnig konum, enda örugglega helmingur þjóðarinnar.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 16.11.2007 kl. 23:32

8 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Það hljómar eins og þú ert að styðja talibanana salmann, nato stjórnin er mun betri en viðbjóðurin sem var þarna áður

Alexander Kristófer Gústafsson, 17.11.2007 kl. 04:28

9 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Taka nato burt mundi gefa öfgapakkinu sem var þarna áður aftur völdinn

Alexander Kristófer Gústafsson, 17.11.2007 kl. 04:32

10 identicon

Þeir sem hæla svokallaðri "Nato stjórn" vita greinilega ekkert hverjir eru í þeirri meintu stjórn eða hver stjórnar landinu í raun.

Það eru vígamenn og "warlords" sem stjórna landinu og þar af hefur nokkrum tekist að láta útnefna sig hitt og þetta af hersetuliðinu eða í gegnum afar vafasamt kosningaferli. Þetta eru menn sem eru að keppast við að hygla eigin ættbálkum og fylla eigin vasa af því litla sem er að fá í Afganistan.

Þeir sem stjórna landinu eru misleitur hópur en eiga það sameiginlegt að vera siðblindir morðingjar og eiturluryfjasalar upp til hópa og þar með engu skárri en Talibanar. Talibanar voru nota bene búnir að minnka ópíumframleiðslu landsins í sögulegt lámark árið 2000, áður en þeim var steypt af stóli. Í dag er framleiðslan margföld og lítið lát virðist á aukningu í framtíðinni. Þessar tölur liggja fyrir og það er enginn að rengja þær.,   

Ástæðan fyrir því að svo er komið er einfaldlega sú að Bandaríkin geta ekki án þessara "warlorda" eða herhöfðingja verið. Þeir stjórna öllu þarna og eru þeir einu sem eiga möguleika á að elta uppi það sem eftir er af Al Qaeda og Talibönum.

Að lokum, Alexander, þá eru stjórnlausir og blóðþyrstir anarkistar með peningamerki í augunum engu skárri en stjórnlausir og blóðþyrstir öfgamenn með hatur í augunum. Að minsta kosti ekki í praxís. 

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 09:52

11 Smámynd: Loopman

Það er alveg augljóst að ef Pakistan fer í hundana þá eru Bandaríkjamenn í vanda þegar kemur stöðu þeirra á svæðinu. Vandamál Pakistan í dag verða líklega ekki leyst nema með hjálp og vegna þrýstings Bandaríkjamanna. Einfaldlega vegna þess að þeirra hagsmunir eru of miklir til að missa velvild Pakistans.

Jón Magnússon þingmaður segir á sinni bloggsíðu að "Af hverju eru Bandaríkjamenn og NATO með herlið í Afghanistan? Hvaða skilgreindu markmiðum á að ná með því að hafa her í Afghanistan. Hvers virði eru þau innlendu stjórnvöld sem hafa ekki getað komið á laggirnar her- og lögregluliði heimamanna  til að halda uppi lögum og alsherjarreglu í landinu. Hætt er við að erlenda herliðið verði stöðugt óvinnsælla og muni á endanum hrökklast brott sér í lagi hafi stjórnendur ekki skýra mynd af því hvenær eðlilegt sé að kalla erlenda herliðið frá landinu. "

Skoðum þetta aðeins nánar. Af hverju eru USA og NATO með her í Afghanistan. Svarið er ekki flókið. Bin Laden ræðst á NYC, sem er ekki bara árás á Bandaríkin, heldur á hinn vestræna heim. Öryggisráð UN sendir her inn undir stjórn NATO sem aftur felur USA stjórn því ekkert annað ríki getur tekið að sér svona verkefni og stýrt þvi vel. Það er bara staðreynd. USA hefur samskiptamöguleikana, mannafla og tækjabúnað. Þetta er NATO dæmi, undir stjórn USA.

Hvaða skilgreindu markmiðum á að ná.... Það var lagt up með að uppræta Al Qaeda og þá ríkisstjórn sem þá studdu, sem voru Talíbanar. Því markmiði var náð. Það er mikið fjölþjóðalið í Afghanistan, ekki bara Bandaríkjamenn.

Hvers virði eru þau innlendu stjórnvöld sem.....SVarið við þessu er flóknara, en í stuttu máli þetta; Það er engin stjórn í landnu. Kabúl er nokkuð vel á valdi fjölþjóðaliðsins, en úthverfin og all fyrir utan þau eru einskismannsland. Í Afghanistan er enginni infrastrúktúr, lítið vatn, rafmang, heilbrigðisþjónusta og svo framvegis. NATO er það til að reyna það sem hefur verið kallað Nation Building eða Nation Re-Building, sem eru sá prósess sem fer í gang eftir stríðsátök, þar sem þjóðin er byggð upp á nýtt með því að gera vegi, skaffa vatn, rafmagn og svo framvegis.  Það sem er hinsvegar að gerast í Afghanistan er nýtt hugtak sem kallast Nation Making. Þar hefur aldrei verið friður og ekki heldur virk stjórn. Það er engin þjóð þar. Það verður að byggja Afghanistan frá grunni. Það bendir allt til þess að það verði erlendur her þar næstu áratugina.

Herlið verður óvinnsælt... What can you about it.? Ekkert, það er bara alger nauðsin að herliðið sé þar, því ef það fer verður þetta mun verra en það í raun er í dag, og það er slæmt í dag.  Heroin framleiðsla hefur aldrei verið meiri, Talibanar komnir með 15.000 manna herlið og aðrir stríðsherrar að berjast innbyrðis og við Talibana.

Loopman, 17.11.2007 kl. 12:22

12 identicon

Loopman: Þú þekkir staðreyndirnar nokkuð vel en ég er ekki alveg sammála niðurstöðunni. Hersetin þjóð er ekki líkleg til að verða heilbrigðari nema að vel sé staðið að uppbyggingu hennar og það eru ekki margar vísbendingar um það í dag.

Annars langar mig til að nota tækifærið til að minna alla á að Palestínumenn halda áfram að þjást daglega og hvet fólk til að skrá sig í Ísland-Palestínu og gera allt sem hægt er til að aðstoða þessa bágstöddu þjóð.

Til að kveikja aðeins í fólki setti ég myndband á bloggið mitt, sem er hægt að nálgast á blogginu mínu (t.d. með því að smella á undirskriftina hér fyrir neðan).

Mah as salaama 

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 13:31

13 Smámynd: Loopman

Niðurstaðan er ekki einföld, en ég skal útskýra hana aðeins nánar.

Það er rétt hjá þérað hersetin þjóð er ekki líkleg til neins. En staðreyndin er sú að Afghanistan er ekki þjóð. Það hefur nær aldrei verið starfhæf ríkisstjorn, það er búið að vera stríð þar síðan 1980 þegar allir ættbálkarnir sem börðust innbyrðis fengu sameiginlegan óvin, Rússa. Bandaríkjamenn og Nato eru ekki að hersetja þjóðina, þeir eru þar til þess að reyna viðhalda einhverju sem kallast mætti friður.

Þetta er svipað og í Palestínu þar sem þar sem menn berjast innbyrðis um leið og þeir hafa ekki sameiginlegt markmið. Alþjóðasamfélagið hefur þrýst mikið á þá að nota þessa undarlegu ríkisstjórn sína, sem því miður, rétt eins og í Afghanistan, er óstarfhæf.

Ástæða þessa ástands í Arabalöndunum er sú að landamæri voru búin til í herbergi í London fyrir mööörgum árum. Það var ekki tekið tillit til þjóðflokka og aðstæðna. Þessvegna eru þjóðir ekki til, heldur mikið af ættbálkum og smá kóngum sem allir telja sig leiðtoga. Dæmi um þetta er nafnið á einni þjóðinni. Sameinuðu Arabísku Furtadæmin. Það segir ansi mikið.

Loopman

Loopman, 17.11.2007 kl. 16:52

14 Smámynd: Björn Heiðdal

Það væri gaman ef einhver sem kann arabísku gætu frætt mig um hvort Bin Laden hefur nokkurn tíma viðurkennt opinberlega að hafa sprengt turnana 11. september.

Björn Heiðdal, 18.11.2007 kl. 14:04

15 Smámynd: Loopman

Bin Laden sprengdi ekki World Trade Center. Hann gaf blessun sína yfir að það yrði gert og fjármagnaði verkefnið að hluta til. Hann kom annars ekkert nálægt því. Það var Sádí Arabískur maður sem átti hugmyndina og sá um alla framkvæmd.

ef einhver vill frekari upplýsingar sendið mér mail á loopman AT gmail.com

Loopman

Loopman, 18.11.2007 kl. 14:51

16 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Vá samsæris lýðurinn er mættur á svæðið

Alexander Kristófer Gústafsson, 18.11.2007 kl. 21:28

17 identicon

Hvað áttu við Alexander? Lastu setninguna til enda eða sástu bara "bin Laden sprengdi ekki World Trade Center" og ákvaðst að hér væri geðsjúklingur á ferð?

Ég held að það sé flestum ljóst að maður sprengir ekki hluti í New York á meðan maður situr í Kandahar, hann átti aðild að verkinu en þetta var ekkert hans einka plot. 

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 10:07

18 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Alexander á í miklum vandræðum með sig...sér djöful í hverju horni...eða þannig!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.11.2007 kl. 12:29

19 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Nei ég er komið með upp í kokið af fíblum sem halda að world trade center hafi verið sprengt upp af bandaríkastjórn með dýnamíti

Alexander Kristófer Gústafsson, 19.11.2007 kl. 17:48

20 Smámynd: Loopman

Ertu að gefa í skyn að ég séð að halda því fram að þetta hafi verið eitthvað samsæri? Ef þú ætlar að vera með komment á eitthvað, plís segðu við hvað þú átt.

Það vill svo til að ég hef talsvert meira vit á þessum málum en margir, þar sem ég hef stundað akademískar rannsóknir á alþjóðahryðjuverkum.

Ekki henda fram einhverjum pirringi og rugli nema þú getir sagt við hvað þú átt.

Loopman

Loopman, 19.11.2007 kl. 19:26

21 Smámynd: Sema Erla Serdar

Loopman þú mátt senda mér póst, ég er endilega til í að fræðast betur um þetta, enda skoðanir mínar á þessu máli kannski ekki beint fræðilegar, maður heyrir bara svo ótrúlega margar sögur um þetta mál......

Sammála því að talibanar eru hræðilegir, en því miður er nato ekki að gera neitt rosalega betri hluti... við sjáum og lesum um það á hverjum degi. 

Sema Erla Serdar, 20.11.2007 kl. 15:42

22 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

relegion is the root of all evil

Alexander Kristófer Gústafsson, 20.11.2007 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband