16.11.2007 | 01:16
Þetta var morð?
Afhverju var lögreglumaðurinn ekki með byssuna í hulstrinu? Hann á að vita það að sveifla ekki vopni og leika "cowboy". Hann má ekki sleppa án refsingar. Það er engin afsökun fyrir því að taka saklausan mann af lífi. Ég vona að lögreglan hér á landi verði áfram vopnalaus.
Ítalskur lögreglumaður verður ákærður fyrir morð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, að sjálfsögðu er þetta bara morð...og mér finnst þetta líka vera morð...og þetta ekki síður.
Vona að við sjáum slíkt aldrei gerast á Íslandi...en ég hef miklar áhyggjur af vaxandi firringu margra landa minna og sinnuleysi gagnvart mannslífinu og ég vona að auknir fasista tilburðir lögreglu víða um heim verði ekki innleiddir hér á landi.
Og það eru margar blikur á lofti og raunalegt að horfa uppá það hvernig hergagnaiðnaður og stríðrekstur þjóða hefur reynst hin ótæmandi gullnáma fyrir marga af ríkustu og voldugustu mönnum heimsins síðustu 200 árin og lengur.
Eins og þú sérð ef þú skoðar bloggsíðuna mína þá fer ég ekki í neinar grafgötur með það að hryðjuverkaárásirnar á New York 2001 hafi verið innanbúðarverk, lengi vel vildi ég ekki horfast í augu við það, þó að ég vissi það í raun strax þegar ég horfði á þá skelfingu gerast í beinni útsendingu, ekki síst vegna þess að ég las bókina sem ég er með hlekk á hérna fyrir ofan þegar hún kom út 1979 og hef fylgst með þessum gaurum síðan með öðru auganu og séð veldi þeirra styrkjast og dafna sem aldrei fyrr.
Hefði svoldið gaman að heyra álit þitt á innihaldi bókarinnar og hvernig þetta stemmir í þínum augum, fáir landa minna hafa lesið bókina og eru flestir frekar sofandi og áhugalausir um þessi öfl.
Ég hef séð þig í viðtölum í sjónvarpi sem talsmann múslima á Íslandi og einnig lesið greinar eftir þig og álít þig afar hófsaman og skynsaman mann sem hefur látið margt gott af þér leiða, það er of lítið af slíku fólki ferðinni þessa dagana...einn og einn þó
Georg P Sveinbjörnsson, 16.11.2007 kl. 04:05
Allir lögreglumennirnir voru með byssurnar uppi því það voru svo mikil læti í gangi þannig að ég býst við að þeir hafi verið með þær til að hóta mönnum.
Kristinn Rúnar Kristinsson, 16.11.2007 kl. 04:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.