Af hverju Palestínu ríki ?

Á næstu dögum mun Alþingi Íslendinga greiða atkvæði um viðurkenningu Palestínuríkis. Ég er mjög glaður yfir þessu frumvarpi sem kemur til með að leiðrétta óréttlætið sem Palestínumenn hafa þurft að þola í meira en 60 ár. Ísland greiddi atkvæði árið 1947 um stofnun tveggja ríkja í Palestínu, eitt fyrir réttmæta eigendur og annað fyrir aðfluttra gyðinga frá Evrópu. Þessi örlagaríka ákvörðun Íslands tók ekki tillit til fólksins sem bjó í Palestínu í þúsundir ára .
Zionista-ríkið sem var stofnað á kostnað Palestínumanna tók ekkert tillit til ályktana Sameinuðu Þjóðanna og var fyrsta verk þeirra að framkvæma stærstu þjóðarhreinsun í sögunni. 575 þorp voru jöfnuð við jörðu og fólkið drepið eða hrakið í burt í flóttamannbúðir. Nafnið Palestína var þurrkað út. Eftir eitt ár hvarf allt sem hét Palestína og palestínska þjóðin. Menningin og sagan voru afmáð af bókum og var litið á Palestínumenn sem einhverja flóttamenn sem standa i biðröðum til að fá mat og tjöld.
Við vorum orðin ALVEG EINSOG HOLDSVEIKT FÓLK SEM MENN VILDU LOSNA VIÐ .
Sá hluti af Palestínu sem ekki var hernuminn af gyðingum og zionistum var undir stjórn Jordaníu og Egyptalands. Árið 1967 hertók zionistaríkið alla Palestínu, meðal annars Jerúsalem þar sem ég fæddist og var alinn upp. Ég átti frábæra æsku, foreldrar mínir voru venjulegt fólk sem umkringdi okkur með gífurlegri ást og umhyggju. Ég hafði ekki upplifað mismunun milli mín og annarra, ég var að alast upp í heimalandinu mínu. Ég var persóna. Ég var manneskja. Ég hafði mína drauma og vildi læra læknisfræði.
En á mánudegi 5. júní kl. 11 réðust ísraelskir hermenn á Jerúsalem og var hernumdu borgina án teljandi mótspyrnu vegna þess að enginn hafði búist við neinu stríði. Meðal annars var hópur Íslendinga í heimsókn í Landinu helga.
Eftir 6 daga frá byrjun stríðsins þegar útgöngubanni var aflétt til að kaupa mat þá fann ég, 12 ára gamall, að eitthvað var að breytast. Ég var hræddur við að sjá alla þessa hermenn og þessi hertól í okkar friðsælu borg. Ég heyrði ný tungumál sem ég skildi ekki, hermenn að skipa mér að stoppa, öskruðu á mig eitthvað sem ég skildi ekki og ef einhver af þeim talaði arabísku þá var það undantekning og á bjagaðan hátt.
Skólinn minn byrjaði aftur í september 1967. Þar var ég stoppaður í mörg skipti af hermönnum sem kröfðust skilríkja. Þeir tæmdu skólatöskuna mína og leituðu á mér og þessu fylgdi oft að sparkað væri í mig eða notuð ljót orð. Oft komum við seint í skólann vegna þess að við vorum látin bíða við vegatálma þar sem hermenn hleyptu okkur ekki í gegn. Ég veit ekki enn eftir á af hverju við vorum látin bíða. Ég var orðin þreyttur á að fara í skólann en kláraði samt menntaskólann árið 1971.
Á þessum árum fannst mér ég ekki búa í landinu mínu. Mér fannst ég ekki vera velkominn í þetta land sem ég fæddist og ólst upp í. Ferðin til Hebron þar sem við eyddum sumrunum okkar á vínberja- ökrunum var orðin hættuleg. Landtökufólkið byrjaði að streyma að og tóku lönd fólksins. Heilu hverfin í gömlu Jerúsalem voru jöfnuð við jörðu. Grænu akrarnir voru eyðilagðir til að byggja fyrir landtökufólkið. Fólki var hent út úr húsunum sínum og af sínum landareignum. Systir mín, sem var 19 ára, var handtekin og dæmd í 5 ára fangelsi fyrir það að vera á móti hernáminu. Systursonur minn, Adel Abu Rumeila, var skotinn til bana af hermönnum. Sömuleiðis voru nágrannar mínir, Nabel Alkharoof og Mufeed Barakat, drepnir. Sharief al Fitjani, sem var blindur á öðru auga, var líka dæmdur í fangelsi. Allir hefur á einn eða annan hátt þurft að líða fyrir hernámið.
Líf okkar allra hafði breyst, við vorum orðin fimmta flokks fólk í okkar eigin landi.
Það var enginn háskóli starfandi og eina vonin fyrir mig til að læra var að reyna að komast til Bandaríkjanna þar sem hægt var að vinna og læra. Ég ákvað að koma við hér á Íslandi til að vinna og halda áfram eftir 3 mánuði. Bróðir minn, sem kom til Íslands í nóvember 1966, var hér og fékk ekki að snúa til baka eftir hernámið. Ísrael bannaði honum að snúa heim til fæðingarlandsins síns og töldu að hann hefði engan rétt til að fara aftur til Jerúsalem.
Í sumar var ég búin að vera hér á landi í 40 ár, eignast fjölskyldu og hef það mjög gott. Íslendingar hafa reynst mér mjög vel. Ég hef hitt mikið af indælu fólki. Réttlætiskennd Íslendinga er aðdáunarverð. Umbreytingin í afstöðu fólksins hér til málefna Palestínu og palestínsku þjóðarinnar er gífurleg en þegar ég kom til Íslands fyrst var litið á Palestínumenn sem hryðjuverkamenn og Ísraelsmenn voru saklaust fólk. Þetta var stærsta lygin sem zionistar höfðu fest í hugum fólksins á Vesturlöndum. Þegar tíminn leið og fjölmiðlabyltingin hófst gátu Ísraelar ekki lengur falið sannleikann. Ekki þegar Íslendingar sjá fjöldamorð sem Ísraelsmenn fremja daglega á saklausum og óbreyttum Palestínumönnum. Þegar myndavélar fóru að sýna myndir frá vegatálmunum sem Ísraelsmenn settu upp þvers og kruss í Palestínu. Þegar Íslendingar sjá aðskilnaðarmúrinn rísa á landi Palestínumanna sem skiptir bæjum og jafnvel götum í tvennt. Þegar Íslendingar sjá að bændum er meinaður aðgangur að ökrum sinum og verkamenn fá ekki að fara til sinna vinnustaða. Þegar Íslendingar sjá börn niður í 12 ára aldur dæmd í fangelsi fyrir mótspyrnu gegn hernáminu. Þegar börn fæddust og dóu meðan beðið var við vegatálmana og ísraelskir hermenn horfðu á. Þegar Íslendingar voru vitni að því þegar Ísraelsmenn sprengdu hús Palestínumanna til að byggja fyrir landtökumenn sem eru fluttir frá Austur- Evrópu og Bandaríkjunum. Þegar Íslendingar voru vitni að grimmdarverkum og hatri Ísraelsmanna og afneitun þeirra á tilverurétt réttmætra eigenda þessa lands, þá kom breytingin. 80% Íslendinga styðja frumvarpið um viðurkenningu á Palestínuríki með landmærunum sem voru í júní 1967 áður en Ísrael hernumdu allt landið.
Við Palestínumenn viljum sjálfstætt ríki til að geta ákveðið okkar framtíð sjálfir. Til að anda að okkur frelsi sem allar þjóðir heims hafa, nema við. Til að tryggja okkur og börnum okkar öryggi sem er okkar réttur. Til að fæðast á fæðingardeildum en ekki á vegatálmum. Til að geta heimsótt nágranna minn eða frænda minn án þess að þurfa að sækja um leyfi hjá herstjórninni. Til að hætta að búa við ömurlegar aðstæður í flóttamannabúðum. Til að hætta að bíða í biðröðum eftir matargjöfum frá alþjóðastofnunum. Við Palestínumenn höfum burði til að halda uppi friðsömu ríki við hliðina á Ísrael. Við höfum hæsta menntunarstig Miðausturlanda. Arabaríki við Persaflóann og Sádi-Arabía voru að stórum hluta byggð upp af Palestínumönnum og þrátt fyrir allar hörmungarnar sem við þurfum að búa við þá er blómstrandi menning í tónlist og ljóðum. Þess vegna viljum við sjálfstætt ríki.
Ég vona að frumvarpið um viðurkenningu á Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki verði samþykkt samhljóma á Alþingi Íslendinga og óréttlæti í garð Palestínumanna verði leiðrétt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hér er sett fram afar einhliða áróðursfull lýsing á tilurð Ísraelsríkis.

Ég alhæfi þó ekkert um atburði, fullyrði ekki, að Salmann Tamini fari hér rangt með hvert atriði, en strax í byrjun virðist frásögn hans alhæfingar- og áróðurskennd fram úr hófi.

Jón Valur Jensson, 16.11.2011 kl. 10:09

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hvar hafa menn fengið þá flugu í höfuðið að Ísland hafi samþykkt tvö ríki árið 1947?

Mér sýnist þú Salman fara dálítið lauslega með sannleikann sem þú túlkar greinilega eftir fáfræði Íslendinga, sem þú veist að er mikil.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 16.11.2011 kl. 10:25

3 identicon

Palestínumenn sem þjóð er nýlegt fyrirbæri í sögulegu samhengi. Það er rétt að Palestínu Arabar bjuggu á umræddu landsvæði, en hvað sem því líður voru þeir aldrei réttmætir eigendur umrædds lands. Staðreyndin er sú að einungis þrisvar í sögu landsvæðisins hefur fullvalda ríki verið stýrt þar og þá af Gyðingum undir heitinu Ísrael. Gyðingar hafa alla tíð búið á þessu landsvæði, jafnvel áður en Múhameð fæddist. Að halda því fram að Gyðingar hafi komið frá Evrópu til að hertaka landið er rangt. Þegar Gyðingar komu frá Evrópu settust þeir að á landsvæði sem var undir stjórn Breta, en ekki Palestínumanna.

Ósk Palestínumanna um sjálfstætt ríki er skiljanleg en það er að mínu mati mikilvægt að halda sig við staðreyndir.

Guy Gutraiman (IP-tala skráð) 17.11.2011 kl. 09:53

4 Smámynd: Salmann Tamimi

Af hverju sumir vill endilega halda fast við sjálfsblekkingu?

http://en.wikipedia.org/wiki/British_Mandate_for_Palestine#The_Jewish_Yishuv

During the Mandate, the Yishuv or Jewish community in Palestine, grew from one-sixth to almost one-third of the population. According to official records, 367,845 Jews and 33,304 non-Jews immigrated legally between 1920 and 1945.[83] It was estimated that another 50–60,000 Jews and a small number of non-Jews immigrated illegally during this period.[84] Immigration accounted for most of the increase of Jewish population, while the non-Jewish population increase was largely natural.[85]

Initially, Jewish immigration to Palestine met little opposition from the Palestinian Arabs. However, as anti-Semitism grew in Europe during the late 19th and early 20th centuries, Jewish immigration (mostly from Europe) to Palestine began to increase markedly, creating much Arab resentment. The British government placed limitations on Jewish immigration to Palestine. These quotas were controversial, particularly in the latter years of British rule, and both Arabs and Jews disliked the policy, each for its own reasons. In response to numerous Arab attacks on Jewish communities, the Haganah, a Jewish paramilitary organisation, was formed on 15 June 1920 to defend Jewish residents. Tensions led to widespread violent disturbances on several occasions, notably in 1921 (see Jaffa riots), 1929 (primarily violent attacks by Arabs on Jews—see 1929 Hebron massacre) and 1936–1939. Beginning in 1936, Jewish groups such as Etzel (Irgun) and Lehi (Stern Gang) conducted campaigns of violence against British military and Arab targets.

Þetta land hét einu sinni CANAAN LAND ÞAÐ VAR ÁÐUR EN Abraham KOM. Við Palestinumenn eru afkomendur Canaan.

Salmann Tamimi, 17.11.2011 kl. 20:47

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þið eruð sem sagt hinir fornu Kanaanítar?

Þvílík sjálfsblekking. Og illa fór fyrir eignarhaldi hinna heiðnu íbúa Kanaans á landinu, enda höfðu þeir "vanhelgað landið" með "blóði sona sinna og dætra sem þeir fórnuðu goðum Kanaans" (Sálmarnir 106:38).

Fyrsta Mósebók 17:8: "Landið þar sem þú [Abraham] nú býrð landlaus, allt Kanaansland, gef ég þér og niðjum þínum eftir þig til ævinlegrar eignar. Og ég vil vera þeirra Guð.“

Önnur Mósebók 6:4: "Ég gerði einnig við þá [Abraham, Ísak og Jakob] þann sáttmála að gefa þeim Kanaansland, landið sem þeir dvöldust í sem aðkomumenn."

Þriðja Mósebók 25:38: "Ég er Drottinn, Guð ykkar sem leiddi ykkur út úr Egyptalandi til að gefa ykkur Kanaansland og vera Guð ykkar."

Fjórða Mósebók 13:2: „Sendu menn til að kanna Kanaansland sem ég er í þann veginn að gefa Ísraelsmönnum. Þið skuluð senda einn mann frá hverjum ættbálki og skal hver þeirra vera höfðingi meðal Ísraelsmanna.“ 34:2Þ „Gefðu Ísraelsmönnum fyrirmæli og segðu við þá: Þegar þið komið inn í landið er það landið sem verður erfðaland ykkar, Kanaansland, þetta eru mörk þess: ..."

Fimmta Mósebók 32:49: „Farðu upp á Abarímfjall, fjallið Nebó í Móabslandi, gegnt Jeríkó, og horfðu yfir Kanaansland sem ég fæ Ísraelsmönnum til eignar."

Fyrri Kroníkubók 16:18: Hann sagði: „Yður [Abraham, Ísak og Jakob] fæ ég Kanaansland, það skal verða erfðahlutur yðar,“

Sálmarnir 105:11: Hann sagði: „Þér [Jakob, Ísrael] fæ ég Kanaansland, það skal vera erfðahlutur yðar ...“

Sefanía 2:5: "Orð Drottins beinist gegn þér, Kanaan, land Filistea. Þig mun ég gera að mannlausri auðn."

Postulasagan 13:19: "Hann stökkti burt sjö þjóðum úr Kanaanslandi og gaf þeim [Ísraelsmönnum] land þeirra til eignar."

.

Jón Valur Jensson, 19.11.2011 kl. 04:02

6 Smámynd: Salmann Tamimi

Þú ábyggilega veit hver skrífaði þetta seem þú vittnar í. Þvílik rúgl.

Afhverju Abraham p.b.u.h borgaði með peningum til að kaupa helli í Hebron?

Salmann Tamimi, 19.11.2011 kl. 17:12

7 Smámynd: Salmann Tamimi

Jón Valur , aðal ma´lið að Gyðingar í Palestinu vöruu innan við 3% af Palestinkaþjoðini 1900 en vöru orðin fleira 1948 þegar þessi ræningar rændu landið af rétmættir eigendur þess með aðstóð Bretum. Þetta er sannleikann sem þú veit en reyna að fela. Það mun aldrei takast og eitt enn Guð gerir engan mún á milli hans skopun Hann segir "Þér manna börn,Vér höfum skapað yður karl og kona og skipað yður í þjóðir og ættkvíslar, svo að þér þekkið hvert annað. Sá er yður göfgastur í augum Allah, sem ottast Hann mest. Allah er alvitur og Hann þekkir allt. (49:13

Salmann Tamimi, 19.11.2011 kl. 17:31

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ekki var ég að búast við því, að þú virtir Biblíuna í alvöru, Salmann.

Jón Valur Jensson, 19.11.2011 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband