25.10.2010 | 10:53
Banna mínipils í borginni
Afhverju er alltaf að ráðast á konum og segja þeim í hvaða föt við viljum hafa þær í ? Er ekki kominn timi til þess að karlmenn að hætta að skipta sér af því sem koma þeim ekkert við? Þetta er sami mannréttindabrot og bann við burku eða eitthvað annað klæðnað.
Banna mínipils í borginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég ætla að gerast ósammála þér og segja að bann við burkum sé ekki það sama og bann við mínipilsum.
Ég ætla ekki að fara út í rök hvort sé óþægilegra/þægilegra, það er væntanlega persónubundið.
Burkurnar eru samt tákn um frelsissviptingu kvenna.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 25.10.2010 kl. 11:13
Einmeitt , það er persónubundið. Mannréttindi er fyrir alla, ekki fyrir suma. Við eigum ekki að meta hvað fötin táknar eða gagnrýna það , við eigum að meta persónan, og hans rétt
Salmann Tamimi, 25.10.2010 kl. 11:52
Kannski er þetta orðið ósæmilegt þarna úti það eru til minipils og svo líka miniminipils. Kannski ofbýður manninum klæðnaðurinn .Ef samfélag er orðið sóðalegt ,konurnar orðnar eins og stripparar eða hórur í klæðnaði þá finnst mér alt í lagi að stoppa það .
En aftur á móti finnst mér að það eigi ekki að banna að klæða sig meira en aðrir eins og að klæðast burku.
En þetta fer allt eftir því hvernig fólk sér það .
Ingibjörg, 25.10.2010 kl. 14:42
Ég hefði haldið að hr. Tamimi vissi best að fæstar konur klæddust búrkum sjálfviljugar, heldur eru þær beygðar undir islamskt feðra- og karlaveldi til að klæðast þessum ósköpum. Kvennakúgun er viðbjóðsleg - sama í hvaða mynd hún birtist...
Svartinaggur, 25.10.2010 kl. 15:51
Það er afskaplega hughreystandi að sjá múslima segja svona lagað. Kaldhæðnislegt að sumir múslimar séu frjálslyndari en fjölmargir Íslendingar þegar það kemur að klæðaburði. ;)
Fólk á að mega klæðast því sem því sýnist. Fólk sem á bágt vegna þess getur bara horft í aðra átt. Hann er óþolandi, þessi pempíuskapur, og tilhneyging fólks til að skilgreina fyrir aðra hvað kallist "ósiðsamlegt". Ef það er ekki hættulegt neinum, þá á það ekki að vera bannað og fólk getur bara gjörið svo vel að lifa með því að annað fólk líti öðrum augum á annan klæðaburð. Ef kona er neydd til að ganga í einhverju, eða neydd til að ganga ekki í einhverju, þá er það augljóslega ekki hennar val. Valið á að vera hennar. Ef hún vill ganga í búrku, þá á hún að mega það. Ef hún vill ganga um nakin, þá á hún að mega það. Annað er eintómur pempíuskapur, sem er léleg ástæða til að banna.
Að því sögðu vil ég benda háttvirtum greinarhöfundi á nokkra alvarlega siðferðislega galla við Islam, í þeirri von að hann endurskoði trúhneygð sína, sérstaklega í ljósi skoðana sinna á rétti kvenna til að ganga í mínípilsum.
2:282, tvær konur skulu gilda sem einn karlmaður í vitnisburði um fjármál,
5:38, höggva skal hendur af þjófum,
4:34, karlmenn mega berja (وَاضْرِبُوهُنّ) konur sínar ef það virkar hvorki að tala við þær né að hætta að sænga hjá þeim.
Þetta bendi ég á með fullri virðingu fyrir höfundi, því ég veit að margir múslimar hreinlega vita ekki um margt af því ljóta í Kóraninum, og aðrir múslimar hafa fundið út alls kyns ástæður til þess að hunsa boð Kóransins... sem er eins gott, því ýmislegt er algerlega út í hött.
Kannski geturðu útskýrt fyrir mér og öðrum lesendum lesendum hvar misskilningur minn liggi. :)
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 17:35
Það er ekkert sem heitir feðra og karlaveldi í Íslam. Ég þekki Íslam og veit hvað ég er að tala um.Guð hefur skapað okkur öll jöfn, bæði konur og karlar.Ég þekki enga konu sem gengur með burku. Þess vegna get ég ekki dæmt um það að konan sem er með burku er neydd í það eða ekki. En ég virði hennar rétt til að ganga í burku ef hún kýs að gera það. Annað er glæpur.
Salmann Tamimi, 25.10.2010 kl. 17:45
Stóra spurningin og ástæðan er hvort hún kjósi það? Það virðist vera oftar en ekki raunin að konur eru neiddar til að klæðast á þennan hátt.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 25.10.2010 kl. 20:29
Takk fyrir innlitið Helgi.
Islam er þetta
2:177 (Asad) True piety does not consist in turning your faces towards the east or the west [143] - but truly pious is he who believes in God, and the Last Day; and the angels, and revelation, [144] and the prophets; and spends his substance - however much he himself may cherish - it - upon his near of kin, and the orphans, and the needy, and the wayfarer, [145] and the beggars, and for the freeing of human beings from bondage; [146] and is constant in prayer, and renders the purifying dues; and [truly pious are] they who keep their promises whenever they promise, and are patient in misfortune and hardship and in time of peril: it is they that have proved themselves true, and it is they, they who are conscious of God.
og
2:256 (Asad) TheRE SHALL BE no coercion in matters of faith. [249] Distinct has now become the right way from [the way of] error: hence, he who rejects the powers of evil [250] and believes in God has indeed taken hold of a support most unfailing, which shall never give way: for God is all-hearing, all-knowing.
og
- 10:108 (Asad) SAY [O Prophet]: "O mankind! The truth from your Sustainer has now come unto you. Whoever, therefore, chooses to follow the right path, follows it but for his own good; and whoever chooses to go astray, goes but astray to his own hurt. And I am not responsible for your conduct." -
-
Islam gengur ut frá þessu sem er að ofanÉg skal svara þínum góða punkti .
Guð segir í Hans heilögu bók verse 2:282
2:282 (Asad) O YOU who have attained to faith! Whenever you give or take credit [269] for a stated term, set it down in writing. And let a scribe write it down equitably between you; and no scribe shall refuse to write as God has taught him: [270] thus shall he write. And let him who contracts the debt dictate; and let him be conscious of God, his Sustainer, and not weaken anything of his undertaking. [271] And if he who contracts the debt is weak of mind or body, or, is not able to dictate himself, [272] then let him who watches over his interests dictate equitably. And call upon two of your men to act as witnesses; and if two men are not available, then a man and two women from among such as are acceptable to you as witnesses, so that if one of them should make a mistake, the other could remind her. [273] And the witnesses must not refuse [to give evidence] whenever they are called upon. And be not loath to write down every contractual provision, [274] be it small or great, together with the time at which it falls due; this is more equitable in the sight of God, more reliable as evidence, and more likely to prevent you from having doubts [later]. If, however, [the transaction] concerns ready merchandise which you transfer directly unto one another, you will incur no sin if you do not write it down. And have witnesses whenever you trade with one another, but neither scribe nor witness must suffer harm; [275] for if you do [them harm], behold, it will be sinful conduct on your part. And remain conscious of God, since it is God who teaches you [herewith] - and God has full knowledge of everything.
Einsog kemur að ofan , Þá er þetta er í einu tilviku þ.e.a.s þegar um kredit eða lán viðskipti að ræða.og lika í refsimálum þar sem möguleiki á dauðarefsingin.þá er markmiðið að hlífa konunar frá því að vera með svona byrði og til að trygga að réttlætið náist. Það er 99,9% af koum heims hafa ekki fullan ákvörðunarrétt vegna þess að karlmenn hafa gleymt því að Guð hefur skapað okkur jöfn og vill ekki muna það. Það er minni líkur að karlmaður komist ekki til að vitna þegar það þarf en konur. Eiginmaður getur og gerir það að banna konunni að fara hvert sem hún vill og það eru mörg dæmi um það meðal annars hér á landi þar sem konum eru bannað að fara frá heimilinu. Það er ekki vegna þess að vægi konunar er minni . Það er ekki samþykkt vitnisburður karlmenna í öllum hlutum sem snýst að konur og börn svosem ef barn fǽðist andvana eða ekki eða frá hverjum hefur barnið sjugað brjóst . Þetta þarf bara ein kona að staðfesta það. Vitnið eins og stendur að ofan á ekki að bera skaða fyrir hans vitnisburð.
2:.
5:38 (Asad) NOW AS FOR the man who steals and the woman who steals, cut off the hand of either of them in requital for what they have wrought, as a deterrent ordained by God: [48] for God is almighty, wise.
Það þarf að fullnægja mörg skilyrði til þess. Fyrst er það að jafnræði og réttlæti er í samfélaginu, sem sagt engin fátækt og ekkert atvinnuleysi, Ómar eftirmaður Muhammad(saw) stoppaði þessa refsingu þegar það var hungursneið í landinu. þetta eru refsilög.
Þetta er ekki framkvæmt í neinu Islamisku ríki néma í Sádi sem ég veit um.
3: Grundvallar atriði í Íslam er fjólskyldan og það þarf að ala því á ást og umhyggja. Guð segir
30:21 (Asad) And among His wonders is this: He creates for you mates out of your own kind. [15] so that you might incline towards them, and He engenders love and tenderness between you: in this, behold, there are messages indeed for people who think! -
Hvað er þetta annað en ást og hvatning til að hafa heilbrigða fjölskyldu, en ef maður kýs að haga sér í andstöðu við anda Islams , þá er hann ekki með réttan skilning á îslam.
Ég þakka aftur fyrir mig og þú ert velkomin að spyrja um hvað sem er sem tengist Islam.
Salmann Tamimi, 25.10.2010 kl. 22:37
Ég hygg að þetta sé allt rétt sem hr. Tamimi segir í síðasta innleggi. Ég myndi því vilja umorða það sem ég vildi segja. Þótt islamstrúin per se boði kannski ekki feðra- og karlaveldi, þá ku vera mjög algengt að flestallar konur í mörgum múslimaríkjum, t.d. í Íran og Saudi Arabíu búi við slíkt. Kona má helst ekki fara út úr húsi nema í fylgd karlmanns innan fjölskyldunnar. Sjáist hárlokkur undan slæðu konunnar má eiga von á aðvífandi trúarlögreglu, sem lætur höggin dynja á henni með til þess gerðum prikum. Og eftir því sem ég kemst næst að þá er búrkum undantekningalítið þröngvað upp á þær konur sem þeim klæðast.
Svartinaggur, 25.10.2010 kl. 22:40
Ég vil taka það fram að ég veit að í Islam eins og öðrum trúarbrögðum má mistúlka og nota sem valdbeitingu og þrátt fyrir að maður hefur heyrt ýmislegt um næstum öll trúarbrögð þá trúi ég að flesti vakna á morgnanna og vilja bæta heiminn með sínum trúarbrögðum.
En burkan er eitt af því sem ég get ekki stutt, það er augljóst að hún er ekki fatnaður frelsis.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 25.10.2010 kl. 22:44
Salmann, þú svaraðir ekki athugasemd Helga um versið sem segir að karlmenn megi berja konur sínar.
Í hvaða tilvikum er konum bannað að fara frá heimili sínu hér á Íslandi?
Theódór Norðkvist, 26.10.2010 kl. 00:50
@Nanna.
Þrátt fyrir það að í mörgum tilvikum hefur búrkan verið neydd á fólk þá er til fjöldi allur af konum sem ganga sjálfviljugar í þeim. Við getum farið djúpt í pælinguna hvað er sjálfviljugt en ef að manneskja er alin upp frá grunni með það hugafar að Búrkan er hið rétta og henni finnst það þá tel ég það vera sjálfviljug ákvörðun, þrátt fyrir það að hún hafir jafnvel ekki lært annað. Ameríkaninn sá þetta sérstaklega vel í Afganistan þar sem þeir komu hlaupandi inn stoltir á svip bíðandi þess að allar konur myndi rífa af sér búrkuna og fagna komu þeirra. Raunin er svo að það gerðist ekki og aðeins ákveðinn hluti kvenna vildi losna við búrkuna og gerði það á meðan stór hluti þeirra viðheldur henni. Í Islam er búrkan ekki til og er þetta einhverskonar menningararfleið svipað einsog að borða svið á Íslandi.
Ef við lítum aðeins á klæðaburður (margra) kvenna á vestrænum slóðum þá er svoldið athugavert að halda því fram að klæðaburður kvenna í vestrænum löndum er svo frjáls. Hérna er það markaðslögmálið og klámvæðingin sem ræður gríðarlega miklu. Börn eru lögð í einelti fyrir klæðaburð og markmið margar ungra stúlkna virðist að klæða sig eins lítið og mögulegt er. Ég er ekki viss um að þetta frelsi er svo mikið frelsi þar sem ég held að við erum fangar ímyndar sem á sér stað hverju sinni.
Vandamálið í öllum heiminum er sú að karlar eru að ráða of miklu. Einsog pabbi benti réttilega á þá eru það einhverjir karlar í Ítalíu sem ætla að taka ákvörðun um það að konur mega ekki ganga í minipilis. Mér finnst það rangt og óþarfa afskiptaleysi og ef að gamli graðir karlar geta ekki haldið augum sínum af þessum stúlkum þá eru það þeir sem þurfa að leita sér hjálpar.. ekki stúlkunar. Sama má segja um búrkuna. Við eigum ekki að skipta okkur af því hvort manneskja gengur í búrku eða ekki. Ef okkur grunar að það sé verið að beita henni ofbeldi þá eigum við að ráðast á þann vettvang en ekki banna henni að ganga í einhverju sem hún hefur hugsanlega alist upp við í 30 ár.
Hræsni vesturlandana er mikill þegar kemur að þessu. Við virðumst oftast samþykkja þá staðreynd að rétturinn til að klæða sig úr er æðri en rétturinn til að klæða sig í. Þetta þarf að laga og við þurfum öll að vinna saman í því að koma í veg fyrir óþarfa ríkisafskipti af litlum hlutum einsog þessum.
Yousef Ingi Tamimi, 27.10.2010 kl. 17:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.