Málfrelsi hefur styrkst á Íslandi

Ég gleðst mjög í dag yfir því að kerfið hér hjá okkur á Íslandi virkar. Með því að loka blogsíðum sem breiða út hatur og lygar á netinu, er málfrelsið tryggt. Ef lygi og brenglun sannleikans er látin viðgangast þá erum við að grafa undan því sem er heilagt fyrir okkur.  

Það hefur tiðkast á siðustu árum að ráðast á Islam og Múslima og flokka fólk milli ofgamenn og ekki öfgamenn. Menn sem stunda  trú sína eru kallaðir öfgamenn og réttlætanlegt er að þeir missi sín borgarlegu réttindi. Við múslimar hér á Íslandi, sem og annarstaðar, eru tilbunir að ræða og fræða fólk um trú okkar, meira að segja er það skylda okkar að gera það. Við erum tilbúnir að gera það en við sættum okkur ekki við menn brengl staðreyndir og hvetji til ofbelds gagnvart okkur. Íslam hvetur okkar til að fræðast og spyrja erfiðar spurningar, en ekki að leggja fólk í einelti.

Ég veit að boðskapur Íslams er kærleikur, virðingu og jafnrétti fyrir alla sem Guð hefur skapað og ég get sanna það. En einnig veit ég líka að margir þeir sem aðhyllast Íslam eru ekki góðir menn og fremja ódæði í nafni trúarinnar, sem er í raun er enginn grundvöllur fyrir. Þetta er nákvæmlega eins allstaðar og þarf ekki að fara lengra en Ísland þar sem við höfum Guðmund í byrginu að fremja ódæði í nafni kristin trúar, eða til Texas þar sem stúlkum var haldið nauðugum. Allt í nafni trúarinnar.

Blogsíðan sem var lokuð var full af hatursáróðri og rang túlkun á Íslam.  Ég hef boðist til að setjas með eigandi þessara síður og kenna honum Íslam. Hann hafnaði því boði og hélt áfram að boða út hatur og lygi. Hann varð svo fullur af hatri að hann var farinn að hata skeggið mitt. Hann var að missa sig í sínu eigin lygavef sem hann gat ekki losnað úr. Vonandi fær hann frið núna þegar hann getur komast úr þessi hringavitleysu sem hann kom sér í.

Málfrelsi gefur þér ekki rétt til að segja ósatt.  Við sjáum það nú í dómsmáli sem var hér um daginn þar sem maður var ákærður að kalla annan mann rasista, dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að þetta væri lögbrot. Málfrelsi er trygging fyrir því að sannleikinn komist í ljós en ekki til að  breiða út hatur og lygi. Sannleikurinn er það sem  99% manneskja vill.Það er margt gott á netinu en einnig er þar líka margt vitlaus og hættulegt. Þú þarft engan snilling til að fatta það.Með því að loka svona blogsíðu, hefur Morgunblaðið stígið stórt skref til að tryggja málfrelsi og frelsi einstaklingsins til að fá réttar upplýsingar um málin.

Salam alaikum og megi Allah blessi ykkur öll.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Já þetta kallast frelsi "Íslam" style. Ég bara verð að taka undir með ofangreindum ræðu manni þegar það kemur að þessum málflutningi þínu. 

Orð Voltaire gefa grein fyrir muninum á þér og mér.

"ég er ósammála því sem þú segir, en ég mun verja með lífi mínu rétt þinn til að segja það."

Linda, 18.4.2008 kl. 19:41

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Mér finnast skrif Skúla algjör viðurstyggð...En af hverju kallar þú það "málfrelsi" að loka síðunni?

Heiða B. Heiðars, 18.4.2008 kl. 19:47

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég gleðst mjög í dag yfir því að kerfið hér hjá okkur á Íslandi virkar. Með því að loka blogsíðum sem breiða út hatur og lygar á netinu, er málfrelsið tryggt. Ef lygi og brenglun sannleikans er látin viðgangast þá erum við að grafa undan því sem er heilagt fyrir okkur. 

Þið eruð sem sé yfir gagnrýni hafinn. og ekki má segja eitt einasta styggðaryrði um Íslam án þess að eiga í hættu að vera þaggaður niður og ritskoðaður.

En ég þakka þér samt fyrir að staðfesta í orðum þínum að "frelsi" Íslams er svona víðtækt. Hrafnkell orðar þetta mjög vel hér ofar, og snýst þetta málflutningsrétt sem bæði ég og þú eigum rétt á, bara ekki Skúli sem dirfðist ganga svo langt að gagnrýna ykkur og er um leið þaggaður niður.

Hver er þá næstur?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.4.2008 kl. 19:57

4 Smámynd: Salmann Tamimi

Ég er að segja  að málfrelsi sem byggist á hatri og lygi er ekki málfrelsi. Við getum ekki borið saman tákn og einstakling. Alþingishúsið er ekki venjulegt hús, það er tákn Íslenska lýðveldis og okkur munu sárna ef einhver fer illa með það. Guð, Íslam ,Muhammad ,Jesus ,Abraham og fl. eru okkar heilagt og er takn Múslima og ber að virða eða a.m.k ekki vanvirða.  Það á að gagrýna Múslima og það er margt sem er hægt að gagrýna en ekki að rangtúlka og sverta þeirra trú vegna fáfræði.  Barnaníðingar og morðingar sem eru hér í landi og annar staðar eru ekki dæmigerðir Íslendingar og síður svo Kristinmenn.

Salmann Tamimi, 18.4.2008 kl. 20:04

5 Smámynd: Íris

Mér var svo sem sama um að Skúli skuli setja útá grimmdarverk og þess háttar. En, hann var kominn út í að uppnefna múslima og trúnna. Hann talaði illa um alla múslima og staðhæfði ýmislegt sem ekki á við rök að styðjast.  Hans eina markmið í lífinu virðist hafa verið að setja útá trúnna okkar og finna allt sem neikvætt getur talist.   Mér er sama þótt blogginu hafi verið lokað.  

Auðvitað á málfrelsi að vera en stundum er hægt að ganga aðeins of langt.  Kann einhver útskýringuna á málfrelsi? 

Hrafnkell:  ég er sammála þér með að gifta svona ung börn. Yemenar hafa ekki beint studd nein mannréttindi og lifa í rauninni ekki skv Islam.  Svo má nú alveg nefna að í USA var verið að frelsa börn og konur í kristnum sértrúarsöfnuði þar sem nauðgun og nauðungargiftingur voru daglegt brauð.

Íris , 18.4.2008 kl. 20:12

6 Smámynd: Yousef Ingi Tamimi

Heiða: Ég held að túlkunin á málfrelsi hérna sé að koma hlutum á framfæri sem eru sannir og réttir en ekki einhverskonar lygi og áróður sem eru til þess gerðir að fólk byrji að hata og fyrirlíta. Sannleikurinn getur vissulega verið sár og í nútímasamfélagi efast ég um að Íslam fylgir að öllu leyti því sem við köllum "frelsi" en trúin er enga að síður viðurkennd og næst fjölmennasta trú heimsins.

 Hrafnkell: Ég man ekki hvort það var tekið sérstaklega fram í fréttini með 8 ára stelpunni að það voru múslimar sem gerðu þetta. Það er stórkostlega mikill munur á trú og hefðum landa. Trúin getur verið algjörlega í skön við þær hefðir sem viðgangast í landinu og oft er hefðin tekin uppfyrir þar sem fólk finnur sig meira í því. Þú skalt ekki heldur gleyma að það var einmitt dómstóll í þessu sama landi sem felldi úr gildi þessa giftingu, ætli það hafi ekki verið múslimar líka? Ég veit ekki til þess að Íslam leyfir giftingar sérstaklega á 8 ára gömlum stúlkum eða í raun missnotkun á kvennfólki, þótt það sé alveg á hreinu að kvennfólki er mismunað og misnotað í mörkum ríkjum heims, ekki bara í hinum Íslamiska heimi.

Linda: Salmann hefur aldrei verið á móti því að fólk tjái skoðanir sínar og hugsanir. Aftur á móti hefur hann verið móti því að fólk flambri um á netinu í þeim tilgangi að særa og niðurtína trú annarra. Við verðum að átta okkur á því að undanfarið höfum við gengið hamförum á netinu og fólk segjandi hina ýmsu hluti sem slæmir eru. Margt af þessu ætti ekki að vera á netinu og er fólk að reyna viðra rasisman sinn og halda að tjáningarfrelsi fylgir engin ábyrgð.

Yousef Ingi Tamimi, 18.4.2008 kl. 20:13

7 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Alveg sammála Salmann.
En veistu, það er alveg sama hvað ég reyni að vera víðsýn þá verður alltaf erfiðara og erfiðara að finna staðfestingar á því að boðskapur Islam snúist um kærleik, jafnrétti og virðingu fyrir alla. Alla karlmenn kannski..... en ekki konur

Heiða B. Heiðars, 18.4.2008 kl. 20:15

8 Smámynd: Heiða B. Heiðars

OG mig langar verulega að fá að heyra ykkar hlið á þessu máli...þ.e.a.s ykkar sem aðhyllist Islam.
Ef einhver nennir, þá yrði ég þakklát fyrir að fá tölvupóst á geislabaugur@gmail.com
Ég hef sérstaklega mikinn áhuga á að fá upplýsingar um konur og Islam

Heiða B. Heiðars, 18.4.2008 kl. 20:19

9 identicon

Ég hygg að fæstir Íslendingar trúi því að það sem stendur i Kóraninum sé fullkomlega satt.

Kóraninn má vissulega túlka þannig að þar sé hvatt til ofbeldis gegn fólki sökum þeirra trúarbragða sem það aðhyllist, þ.e gegn öllum þeim sem ekki eru múslímar.

Á þá ekki að banna hann alveg eins og bloggið hans Skúla? Eða er það kannski möguleiki að frelsið eigi að fela í sér fleira en réttinn til að segja "rétta" hluti?

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 20:24

10 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Já en Hans...hvað þá með Biblíuna? Það er nú ekki allt fagurt sem má finna þar

Heiða B. Heiðars, 18.4.2008 kl. 20:26

11 Smámynd: Linda

Salmann, Íris og Yousef, Íslam þarf að lúta sömu grandskoðun og krítík og Kristin trú, Íslam er ekki yfir það hafin, eða hvað?  Hafið þið hugsað út það, hvernig er unnið gegn Kristni trú hér á blogginu sem og annarstaðar, lyftið þið hendi að mótmæla því, nei, það gerið þið ekki, við sem trú á Yashúa Guð almáttugan vitum að að þetta eru bara orð, þau geta verið særandi og þau geta verið oftúlkun og rangtúlkun og við tökum á því, jú vissulega með því að kvarta, en mér dytti aldrei í hug að krefjast þess að þeim síðum yrði lokað, vegna þess að þeir sem rýna inn í mína trú eiga fullan rétt á sinni skoðun, óháð því hvort ég sé sammála því eður ei.

Þið ágæta fólk eru ekki yfir það hafin að fólk sé ykkur óssamála.  Það er ekkert sem réttlætir ritskoðun af hálfu fjölmiðils, ekkert!  Ég segi við ykkur eins og ég sagði annarstaðar, þessi atburðarás og orð Salmanns hafa skaðað málstað Íslams á Íslandi, og staðreyndin er sú að lýðræðislega séð er skoðunnarkæfing brot á stjórnarskrá.

m.k. 

Linda, 18.4.2008 kl. 20:29

12 Smámynd: Yousef Ingi Tamimi

Linda

Þú sem kristinn átt að standa vörð um trú þína. Af hverju ætti múslimi að standa utan um vörð Kristina manna, ekki ert þú að standa vörð um Íslam, er það? Það að fólk skuli tala illa um Kristindóm finnst mér til skammar og í raun ætti ekki að viðgagnast, en einsog þú hefur kannski tekið eftir þá höfum við nóg að gera að verja og standa vörð um okkar trú. Við erum ekkert á móti tjáningarfrelsi og erum ekkert hrædd við gagnrýni, en gagnrýnin verður að vera á málefnalegum nótum en ekki jaðra við rasisma eða hatur gagnvart því sem við trúum á.  Við höfum aldrei sagt eitthvað sem bendir til þess að Íslam sé æðri en Kristni.

Margir hafa bent á að það megi gera grín að Íslam en ekki Kristni. Það er auðvelt að detta í það að trúa því, en hverjir eru það sem eru að gera grín að kristni?  Ekki eru það múslimar hérlendis eða annarstaðar, oftast eru það þið sjálf sem gerið grín og það er ekki í okkar verkahring(múslima) að sjá til þess að þið geri ekki grín að sjálfum ykkur. Við viljum bara ekki að sé gert grín að okkar trú.

Yousef Ingi Tamimi, 18.4.2008 kl. 20:37

13 identicon

Biblíuna þarf líka að banna, auðvitað. Svo þarf að banna bækur Bjorns Lomborgs og svo Tinna í Kongó og svo... þetta verður heilmikið púl!

Lastu ekki það sem Salman skrifaði? Við leyfum bara það sem er algjör og óumdeilanlegur sannleikur. Minnihlutaviðhorf og forneskju verður að þagga niður. Málfrelsið er til þess að segja Sannleikann, ekki einhverja bölvaða vitleysu.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 20:40

14 Smámynd: Heiða B. Heiðars

hehe Tinna í Kongó :)
En gæti það ekki flokkast sem misnotkun á málfrelsi þegar því er ætlað til að ýta undir hatur?

Heiða B. Heiðars, 18.4.2008 kl. 20:44

15 Smámynd: Yousef Ingi Tamimi

Við höfum skýr lög sem afmarka að vissuleyti tjáningarfrelsið okkar. En þau lög leyfa okkur að ganga mjög langt. Að bera út hatur og áróður gagnvart einhverjum og reyna svo að fela sig bakvið tjáningarfrelsislög virkar ekki, margir hafa reynt það og komist oft lengra en við viljum, en þetta er bannað og í raun virkar ekki. Þú getur, (því miður?), ekki sagt hvað sem er um hvern sem er. Þannig eru lögin og við verðum að fylgja þeim.

Yousef Ingi Tamimi, 18.4.2008 kl. 20:51

16 identicon

En hver á að ákveða hvað sé hatursáráróður og hvað sé lögmætur málflutningur.

Á að banna trúarrit sem gæt talist hatursáróður, t.d Kóraninn eða Biblíuna?

Eða á að banna gagnrýni á trúarbrögð þar sem slík gagnrýni sé sjálfkrafa hatursáróður? Hvað ef ég t.d segi að páfinn sé blóðugur upp að öxlum vegna andstöðu við smokkanotkun? Eða að kaþólska kirkjan ali á fáfræði?

Málið er að ef við bönnum "hatursáróður" þá erum við búin að framselja gífurlegt vald í hendur þeirra sem fá að skilgreina hvað sé hatursáróður og hvað ekki.

Sjálfur tel ég að gagnrýni Skúla sé í megindráttum röng og að henni sé hægt að svara með skynsamlegum rökum og að þannig eigi að fara að í siðmenntuðu lýðræðislegu samfélagi. Við bönnum ekki það sem okkur líkar ekki að heyra.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 20:59

17 identicon

Nei, Yousef. Úr því að lögin eru svona þá þurfum við að breyta þeim.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 21:00

18 Smámynd: Yousef Ingi Tamimi

Þegar samfélag þróast þá þróast lögin. Kannski eftir 30 ár muni lögin leyfa það sem Skúli sagði, en í dag er það ekki leyfilegt og þar af leiðandi verðum við að fylgja því.

Ég held að trúarit séu undanskilin þessum lögum að vissuleyti. Að sjálfsögðu ef að maður myndi drepa annan mann í nafni trúarinnar þá yrði það ekki leyft og maðurinn dæmdur í fangelsi - þetta heldur trúarbrögðum í "skefjum".  Í trúaritum er heldur ekki farið hamfaraorði gegn öðrum trúm eða þjóðflokkum svo að þau brjóti hugsanlega ekki lög.

Yousef Ingi Tamimi, 18.4.2008 kl. 21:11

19 Smámynd: Julie

Heiða, ég er múslimi og hhmm já kona líka, þú virðist forvitin hvernig það er mögulegt. Vertu velkomin að senda mér línu.

Julie, 18.4.2008 kl. 21:14

20 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Julie...Takk...en mig vantar netfangið þitt :)

Heiða B. Heiðars, 18.4.2008 kl. 21:16

21 Smámynd: Linda

Sæll Yousef, þú þarft ekki að vernda mína trú, en ég hef hinsvegar gert það margoft varðandi þína og ítrekað aftur og aftur að Íslamistin (öfga Múslími) væri ekki sá sami og hinn almenni Múslími. þetta er það sem ég á við, þegar ég tala um vernd, ég get hinsvegar vel varið mína trú og ritningu, ekki halda annað Ég er ekki ófeimin við það heldur.  En, að einhverjir gagnrýni mína trú séu til háborinnar skammar, tja er það ekki spurning um túlkun hvers og eins, ég hinsvegar fer ekki fram á lokun á þeirra síðum, frekar enn hjá Hauki Sádifara eða öðrum sem skrifa um trú, óháð hvort slík skrif séu á jákvæðum og eða neikvæðum nótum. Þetta er þeirra lýðræðislegi réttur og ég ætla að standa vörð um hann. 

Það er ekkert "En" í málfrelsi.

kv.

Linda, 18.4.2008 kl. 21:22

22 identicon

Trúarrit eru ekki undanskilin í lögunum (hérna, 125 grein). Ef þeim væri fylgt eftir bókstafnum mætti banna Kóraninn. Það er svo spurning hvort að dómstóll myndi dæma þannig eftir þeim.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 21:23

23 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Þú ert í símaskránni eins að flestir aðrir Íslendingar, er það ekki Mr Tamimi? Nafn, staða, heimili og símanúmer? Ég hef nefnilega hug á að heimsækja þig. Það hafa fleiri sem ég þekki. Við eigum svolítið vantalað sem vont er að útkljá á vefsíðu sem ritskoðar hreinskilna Íslendinga sem segja það sem þeir meina og meina það sem þeir segja.

Ég er að vísu búsett á Englandi núna. En á aðkallandi erindi heim núna á næstunni. Ég vona að þú takir jafnvel á móti mér og mínu fólki og þér var tekið þegar þú komst. Við hlökkum til að hitta þig og fjölskyldu þína.

Friður Kóransversa sé og verði þá með þér og þínum.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 18.4.2008 kl. 23:06

24 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ef við fylgdum boði Biblíunnar og Jesú Krists um að elska Guð af öllum mætti, öllum huga, allri sálu og öllum krafti og náungann eins og okkur sjálf, þá myndu svona mál einfaldlega ekki koma upp.

Ég er hlynntur því að tala af virðingu um annað fólk og skoðanir þess, jafnvel þó maður sé ekki sammála þeim og þyki (trúar)skoðanir þeirra ógeðfelldar.

Sjálfum fannst mér skrif Skúla frekar ógeðfelld og fór þess vegna lítið inn á hans síðu. Ég reyni að sneiða hjá mannskemmandi skrifum.

Mig langar að spyrja Tamimi nokkurra spurninga. Aðrir mega svara þeim ef þeir telja sig hafa svör við þeim:

  • Er hvatt til ofbeldis og manndrápa í Kóraninum?
  • Eru það aðeins öfgafullir múslimar, að þínu mati, sem túlka Kóraninn þannig að það megi og jafnvel eigi að sprengja upp borgaraleg mannvirki og drepa óbreytta borgara til að þóknast boði Allah um að stúta hinum vantrúuðu?
  • Ert þú sammála þeirri túlkun?
  • Leyfir Kóraninn, þ.e. trú múslima, fjölkvæni?

Theódór Norðkvist, 18.4.2008 kl. 23:20

25 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Það var alveg kominn tími til að farið væri eftir almennum hegningarlögum á Moggablogginu og í raun merkilegt að það skyldi ekki hafa verið gert fyrr. Menn hafa jú verið dæmdir á Íslandi fyrir miklu vægari ummæli en þau sem birtust reglulega á bloggsíðu Skúla.

Svala Jónsdóttir, 19.4.2008 kl. 01:55

26 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Blessar Allah mig, Salman? Ég vissi ekki betur en að ég væri api og svín samkvæmt boðskap spámannsins Múhameðs, sem líklega hefði aldrei geta orðið Íslendingur samkvæmt þeirri skilgreiningu sem þú gefur sjálfur hér að ofan. 

Hann átti Aishu þegar hún var níu ár og þessi uppáhaldsbrúður hans dó þegar hún var aðeins 18 ára. Hann gerðist gyðingamorðingi þegar ljóst var að gyðingar vildu ekki fylgja honum og breytti bænastefnu frá Jerúsalem til Mekka og gerði föstudaginn helgan, og afneitaði matarreglum gyðinga, nema hvað varðar svínakjötsát. Abraham varð Ibrahim, Salamon að Salman, Shalom að Salam etc. Cut & Paste Religion, sem upphófu hatur á þeim sem lánað var frá.

http://www.jewishvirtuallibrary.org/jsource/biography/Muhammad.html

Margir múslímar eru enn í heilögu stríði við Gyðinga. Má þar nefna til markmið ýmissa Palestínuættbálka sem nota bókstaf Kóransins sér til halds í því stríði.

Sárnar þér þessi rök, Salman, sem ég hef sótt í múslímskar heimildir? Eða ætlar þú líka að siga á mig lögfræðingi og láta loka bloggi mínu vegna þess sem ég skrifa hér?

Þú fórst að mínu mati langt yfir strikið og málfrelsi sem þú ert að tala um á ekkert skylt við frelsi.

Theódór Norðkvist, þú setur fram góðar spurningar, sem ég vona að Salman sé fært að svara. En ég leyfi mér að minna á að Salman er ekki alvöru trúarleiðtogi eða sérmenntaður í trúfræði Íslams. Það má öllum vera ljóst sem lesið hafa blogg hans.

Að lokum, Salman, gefðu okkur dæmi um hvernig Skúli Skúlason hefur lagt fólk í einelti. Þú heldur þessu fram.

Megi Adonai, Herran almáttugur vera með þér.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.4.2008 kl. 01:56

27 Smámynd: Theódór Norðkvist

Takk sömuleiðis Vilhjálmur. Þetta er góður pistill hjá þér líka og beittar spurningar.

Theódór Norðkvist, 19.4.2008 kl. 02:08

28 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Styrkja málfrelsi með ritskoðun? Salmann þú hefur augljósalega engan skilning hvað málfrelsi er.

Alexander Kristófer Gústafsson, 19.4.2008 kl. 06:42

29 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

 sárna ef einhver fer illa með það. Guð, Íslam ,Muhammad ,Jesus ,Abraham og fl. eru okkar heilagt og er takn Múslima og ber að virða eða a.m.k ekki vanvirða.  Það á að gagrýna Múslima og það er margt sem er hægt að gagrýna en ekki að rangtúlka og sverta þeirra trú vegna fáfræði.  Barna

Kjaftæði ég þarf ekki að bera virðingu fyrir hjátrúm, ég trúi ekki á að jesús hafi verið til(skáldskapur)sama með abraham og  múhammeð var rugludallur með geðklofa eins og jim jones. 

Alexander Kristófer Gústafsson, 19.4.2008 kl. 06:44

30 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

SAlmann er mjög duglegur að auka fordóma gagnavart múslimum með því að haga sér eins og sterótýpa og kæra allt og alla.

Alexander Kristófer Gústafsson, 19.4.2008 kl. 06:49

31 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Ég er að segja  að málfrelsi sem byggist á hatri og lygi er ekki málfrelsi.

Kjaftæði líka í þér Salmann það er einmitt málfrelsi godhatesfags.com er gott dæmi  

Alexander Kristófer Gústafsson, 19.4.2008 kl. 06:51

32 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Yousef þú ert hræsnari þú ert að verja ritskoðun á skúla en síðan þín er pökkuð af grófu gyðingahatursmyndum  sjá

http://yousef.blog.is/album/Teiknadarmyndir/  

Alexander Kristófer Gústafsson, 19.4.2008 kl. 06:59

33 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Tími til að fá yosef bannaðan fyrir gyðingahatur kannski?

http://yousef.blog.is/album/Teiknadarmyndir/   

Alexander Kristófer Gústafsson, 19.4.2008 kl. 07:01

34 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Salmann þú veist að múhammeð var barnaníðningur? Ætlarðu að kæra mig fyrir að segja sögulegar staðreyndir?

Þú veist að múhammeð var þrælahaldari?

http://en.wikipedia.org/wiki/Muhammad%27s_slaves#See_also

Hvernig geturðu álitið hann góðan mann miðað við öll voðaverkinn sem hann framdi? 

  1. ^ a b c D. A. Spellberg, Politics, Gender, and the Islamic Past: the Legacy of A'isha bint Abi Bakr, Columbia University Press, 1994, p. 40
  2. ^ Karen Armstrong, Muhammad: A Biography of the Prophet, Harper San Francisco, 1992, page 157.

Alexander Kristófer Gústafsson, 19.4.2008 kl. 07:10

35 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

http://en.wikipedia.org/wiki/Criticism_of_Muhammad

Alexander Kristófer Gústafsson, 19.4.2008 kl. 07:13

36 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

http://skepticsannotatedbible.com/quran/cruelty/long.html

 tamimi ætlarðu að kæra mig líka?

 Violence and CrueltyTotal versesPercent
Bible876311732.81
Quran51362368.23

When expressed as a percentage of cruel or violent verses (at least as marked in the SAB/Q), the Quran has nearly three times that of the Bible. (8.23 vs. 2.81%)* Of course this analysis does not consider the extent of the cruelty in the marked passages. And that is an important consideration. Is Numbers 31:14-18, for example, more cruel than Quran 5:34? That is something that each person must decide.

 http://dwindlinginunbelief.blogspot.com/2006/06/which-is-more-violent-bible-or-quran.html

Alexander Kristófer Gústafsson, 19.4.2008 kl. 07:19

37 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Yousef Tamimi skrifar þú mót betri vitund, þegar þú skrifar þetta?

"Margir hafa bent á að það megi gera grín að Íslam en ekki Kristni. Það er auðvelt að detta í það að trúa því, en hverjir eru það sem eru að gera grín að kristni?  Ekki eru það múslimar hérlendis eða annarstaðar, oftast eru það þið sjálf sem gerið grín og það er ekki í okkar verkahring(múslima) að sjá til þess að þið geri ekki grín að sjálfum ykkur. Við viljum bara ekki að sé gert grín að okkar trú."

Kæri Yousef, veistu hvað skrifað stendur um gyðinga í heilögum bókum Íslam? Hefur þú séð þetta: http://www.adl.org/main_arab_world/arab_media_portrayal_jews.htm

og hefur þú lesið þetta:

http://www.jcpa.org/phas/phas-21.htm (Já þetta er líka fyrir feita Egil með IP-töluna 85.220.85.149)

eða

http://www.acpr.org.il/ENGLISH-NATIV/02-issue/wistrich-2.htm

og hér getur þú lært

http://www.ajc.org/atf/cf/{42D75369-D582-4380-8395-D25925B85EAF}/WistrichAntisemitism.pdf

og hér líka

http://www.aslalyahud.org/

Láttu mig vita þegar þú ert búinn að lesa og þegar þú hættir að kasta með steini úr glerhúsi hræsninnar og fáfræðinnar.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.4.2008 kl. 07:35

38 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

"Margir hafa bent á að það megi gera grín að Íslam en ekki Kristni. Það er auðvelt að detta í það að trúa því, en hverjir eru það sem eru að gera grín að kristni?  Ekki eru það múslimar hérlendis eða annarstaðar, oftast eru það þið sjálf sem gerið grín og það er ekki í okkar verkahring(múslima) að sjá til þess að þið geri ekki grín að sjálfum ykkur. Við viljum bara ekki að sé gert grín að okkar trú."

Kjaftæði það eru mjög oft trúleysingar eins og ég, eigandi jesusmoand.net , framleiðendur south parks, penn og teller og margir fleiri  

Alexander Kristófer Gústafsson, 19.4.2008 kl. 07:46

39 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Við viljum bara ekki að sé gert grín að okkar trú.

Thats a bitch Yousef því tjáningarfrelsi leyfir EINMITT það.  

Alexander Kristófer Gústafsson, 19.4.2008 kl. 07:49

40 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Það réttlættir ekki hegðun Salmanns

Alexander Kristófer Gústafsson, 19.4.2008 kl. 08:04

41 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Vilmar, ein af myndum þeim sem Yousef hefur í albúmi sínu sýnir Gyðinga marsjéra að hætti nasista. Samkvæmt skilgreiningum alþjóðastofnananna og dómstóla í mörgum löndum, ber slík "list" vott um gyðingahatur. Þú getur kannski ekki séð hatrið, en þú er víst hvorki gyðingur né Ísraeli. Þeir verða fyrir hatrinu, en ekki þú.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.4.2008 kl. 08:10

42 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

3jgbdb

Svona myndir eftir yfirlýstan gyðingahatara er Yousef Tamimi einnig með á síðu sinni. Þarna er ekki verið að hæðast að trúarbrögðum. Þarna er verið að misnota þjáningu gyðinga í útrýmingarbúðum nasista. Palestínuklúturinn er kominn um háls fanga í fangabúningi sem gyðingar báru t.d. í Auschwitz. Samkvæmt alþjóðastofnunum, og dómum sem fallið hafa í fjölda landa eru svona samlíkingar gyðingahatur. http://eumc.europa.eu/eumc/material/pub/AS/AS-WorkingDefinition-draft.pdf

Munið að gyðingar voru ekki gráir fyrir vopnum í Auschwitz, Sobibor, Treblinka, Majdanek, Chelmno etc. og kröfðust ekki útrýmingar Ísraelsríkis og gyðinga eins og sumir Palestínumenn gera í dag. Það voru nasistarnir sem notuðu sömu slagorðin og Hamas notar í dag. 

Mundu það Yousef Tamimi!

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.4.2008 kl. 08:26

43 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Vilmar, það er til alls konar trúað fólk. En þú ert sjálfur farinn að alhæfa nokkuð mikið og gera trúleysi þitt að eins konar trúarjátningu, þegar þú talar um heilaþvegið fólk. Ég veit hvað þú meinar og ber virðingu fyrir skoðun þinni. En það að banna fólki og eyða því sem það hugsar og brenna bækur, þar set ég mörkin og þar erum við greinilega alveg sammála.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.4.2008 kl. 08:30

44 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

 233a grening heningalaga eru ólög sem þurfa að fara 

Munið aðgát skal höfð í nærveru sálar!

Nei kjaftæði bandarísk tjáningarfrelsi alla leið  

Alexander Kristófer Gústafsson, 19.4.2008 kl. 08:58

45 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

United Nations eru grín og persónulega hræki ég á bullið sem kemur úr þeim eins og mörg önnur lönd gera.

Alexander Kristófer Gústafsson, 19.4.2008 kl. 08:59

46 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Bryndís er skilgreininginn  á navísita

Alexander Kristófer Gústafsson, 19.4.2008 kl. 09:01

47 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Yousef Tamimi er bara enn annar rasistinn  sem fatar ekki að hann er gyðingahatari

Alexander Kristófer Gústafsson, 19.4.2008 kl. 09:03

48 Smámynd: Bumba

Hægan hægan kemst þó seint fari, sagði einn vitrasti maður Íslandssögunnar Njáll heitinn á Bergþórshvoli. Ég ætla að biðja alla aðila að gæta tungu sinnar í þessu mjög svo viðkvæma máli svo að ástandið á Íslandi verði ekki eins alvarlegt og hérna heima hjá mér í Amsterdam fyrir nokkrum árum. Auðvitað átti ekki að loka síðunni, langt í frá en ræðum þetta í bróðerni mínir kæru landsmenn. Með beztu kveðju.

Bumba, 19.4.2008 kl. 09:08

49 identicon

Snúast ekki öll trúarbrögð um að hata þá sem trúa ekki því sama, ég myndi ætla það.

DoctorE (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 09:56

50 Smámynd: Yousef Ingi Tamimi

Hef voða lítinn tíma til að svara, enn ætla að reyna að gera eitthvað.

Til að koma í veg fyrir allan misskilning þá kærði ég ekki bloggið og ég veit ekki til þess að Salmann hafi gert það. Ef svo er, þ.e. hann kærði bloggið þá virðist hann hafa á réttu að standa þar sem síðunni var lokað.

Alexander, á þinni síðu segist þú aðeins taka út svokölluð "spam" skilaboð. Ég mæli með því að þú róir þig aðeins niður á comment svörum og setjir þetta allt saman í ein skilaboð.. Ég er ekki rasisti, hef aldrei verið það og verð það aldrei. Það að ég sé hlynntur Palestínumönnum í baráttu sinni gerir mig ekki að rasista. Ég hef ekkert á móti gyðingum og mun ekkert hafa neitt á móti þeim.

Ég vissi ekki að myndirnar væru í raun gyðingahatur og tók þar af leiðandi þær myndir sem bentu til þess, útaf síðunni minni. Ég pældi bara voða lítið í því, en eftir að Vilhjálmur benti mér á það, þá tók ég þær út.

Helga og fleiri, endilega komið í heimsókn, það verða kaffi og kleinur og þið getið lært um Íslam í leiðinni...

Yousef Ingi Tamimi, 19.4.2008 kl. 10:22

51 identicon

Andrés: Bænir gera ekkert; ég hata engan þó finnst mér margir ruglaðir
Ég get ekki séð mikla ást á óvininum hjá trúuðum yfirleitt

DoctorE (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 10:58

52 identicon

Sorry Andrés, ég treysti ekki á kærleika trúaðra því þeir eru bara að reyna að skora stig hjá guði sínum, ég þoli ekki yfirborðsmennsku og tel nokkuð víst að ef guðir væru til að þeir þoli dæmið ekki heldur.

Menn gera svo lítið úr guðum sínum, gera þeim upp mannlegar þarfir.

DoctorE (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 11:47

53 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Vá! Slakið aðeins á hérna!

Sýnið smá virðingu fyrir þeim sem nenna að standa í því að svara ykkur þrátt fyrir að þið gerið lítið til að dylja hatur og fordóma!!

Auðvitað átti löngu að vera búið að loka á Skúla og hans viðbjóð!

Heiða B. Heiðars, 19.4.2008 kl. 11:56

54 Smámynd: Julie

Það er sko bara fáranlegt að segja að múslimar hati gyðinga. Þeir eru eins og Kristnir, fólk Ritningarinnar. Hins vegar megum við múslimar vera á móti zíónistunum sem hafa gert Palestínu að stofufangelsi. Það liggur munurinn ok.

 Má ég segja ykkur öllum eina sögu. 

Í fyrra bjó ég í köben, legði herbergi hjá danskri konu. Hún var fyrsta óperustjóri  sem var kona og hún var ekki venjulega kona þessi. Lífsháttur hennar var allt annar en minn, þar sem ég iðka íslam en hún er í öðrum tengslum við Almáttugann, ef má orða þannig. Það breytir engu að við lifðum ekki eins, en á meðan við bjuggum undir sama þaki eyddum við daggóðum tíma í umræður um lífið og tilveruna og hún var ekki lengi að vilja spyrja mig út í allar þessar hliðar sem fólk gagnrýnir í íslam almennt, sumir ykkar hafa nefnt nokkrar. Eftir bestu getu svaraði ég spurningum hennar. En á þessum tíma var mikið enn verið að fjalla um skopmyndirnar á dönskum umræðuþráðum eins og þessi blessaði blog.is 

 Þessi kona þurfti ekki vera að því, en sjáiði, þegar fólk var að skjóta gróft á íslam, koma með allskonar alhæfingar eða staðhæfingar kom hún til mín og spurði mig um hvort það væri satt. Ef ég hafði ekki rökin sjálf spurði ég múslima sem höfðu meira þekkingu. Fólkið á hennar umræðuþræði trúði ekki að hún byggi með múslima og trúði  þar af leiðandi ekki það sem hún var að segja. Benda má að allt sem hún gerði var í þágu réttlætis, ekki trúar. Það geri ég líka þegar hvaða hópur sem er er niðurlægður á svoleiðis röngum forsendum. Og allir hópar ættu að gera það sama, ekki bara múslimar, heldur allir þeir sem er verið að brjóta á. Af hverju láta kristnir röng umæli birtast ? Höfum við múslimar rangt fyrir okkur að vilja segja "nei nú er nóg komið?"

Allavegana, sagan endar þannig að þar sem fólk var orðið svo reitt út í þessi mál og talaði af fáfræði, eins og konan lýsti mér, skipulagði ég smá fund með Ahmad Abu Laban, maðurinn er sagður hafa komið öllu þessu í logandi elda í miðausturlöndum, og þetta fólk á blogginu. ER ÞETTA EKKI FRÁBÆRT TÆKIFÆRI TIL AÐ TALA FACE TO FACE VIÐ AÐALPERSÓNU sögunnar og segja beint hvað manni finnst?

Vitiði hvað? ENGINN SVARAÐI HENNAR BOÐ. Ég talaði sjálf við Abu Laban og hann sagði sjálfur geta fundað með  þeim. Hvað segir þetta um þetta fólk.

Skúli fékk boð frá Salmann um að tala við sig, Salmann gerði þetta í þágu trúarinnar og samfélags í heild. Ekki hefur Salmann verið sjálfur með áróður gagnvart öðrum hópum, hann vill bara geta sagt nú er komið nóg. Skúli vildi ekki hitta Salmann , "hafði ekki áhuga". Skiljiði hvert ég er að fara.

Fólk má gagnrýna en ekki niðurlægja opinberlega skv. 233. gr. a.  

Við í móskunni höfum alltaf opið fyrir fólk til að tala við okkur, senda tölvupóst, til að koma í veg fyrir að fólk úti í bæ sendi rangar ásakanir og gera okkar samfélag heilbrigðara. 

Mér finnst eins og allt bloggafólk telji sig vera fræðimenn í íslam stundum. Er það í lagi?? "Ó lesum þessa and-múslima síðu og þá fáum við allt sem við þurfum að vita um íslam og múslima, ój þetta er ógeðsleg trú já". Er ekki í lagi??

Spyrjið músimana sjálfa um það sem "angrar" ykkur í staðinn fyrir að láta fáfræði éta okkur öll...

Ég er búin að svara á öðru bloggi, guðsteins hauks, hvað mér finnst um ritskoðunina, . Þetta snýst meira um siðferði fyrir mig. Er orðin þreytt á þessu "málfrelsiskort" sem fólk veifar alltaf þegar múslimar vilja láta rödd sína heyrast.  

Julie, 19.4.2008 kl. 12:15

55 Smámynd: Theódór Norðkvist

Því miður hafa ofstopamenn fyllt þennan umræðuþráð með spammi, í stað þess að halda umræðunum á hófsömum nótum og þar með skemmt fyrir málstað tjáningarfrelsisins.

Theódór Norðkvist, 19.4.2008 kl. 12:42

56 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Yousef Ingi Tamimi, ég hef tekið nákvamlega 0 comments af síðuni minni í heildina þegar ég á við spam á ég við vigaria auglýsinar og typpastækkandi pillutal

Alexander Kristófer Gústafsson, 19.4.2008 kl. 12:57

57 Smámynd: AK-72

Ég er ekki trúaður og tel að það megi gagnrýna alveg öfga í trúarbrögðum sem slíkt. og slík gagnrýni er verjanleg í nafni málfrelsis. 

Aftur á móti finnst mér engan hátt réttlætanlegt þegar skipulega er veirð með hatursáróður líkt og Skúli gerði, í garð múslima né annara trúarhópa/kynþátta/þjóðerna/kynhneigðar eða annara þátta. Slíkt er ekki verjanleg og þegar menn æpa og öskra um málfrelsi, þá eru þeir að misnota tjáningarfrelsið í þágu tuddaskaps og eigin fordóma/haturs. Ég veit það allavega að ef ég hefði farið með svipað blogg og Skúli í garð gyðinga, kristinna, svertingja eða Asíubúa þá væri búið að loka á bloggið hjá mér og ég búinn að fá kæru vegna hatursáróðurs.

Svo spyr ég, er það ekki einnig talsverð hræsni að þegar nýnasistar opna blogg hér þá sér enginn athugavert við að loka því og hneykslast á slíkum hatursáróðri, en þegar lokað er á Skúla með svipaðan áróður, þá tryllast sumir og tala um að verja málfrelsi? 

AK-72, 19.4.2008 kl. 12:59

58 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Það er ekki hægt að misnota tjáningafrelsi og mér finnst nýnasistar meiga opna blogg og eiga vefsíður

Alexander Kristófer Gústafsson, 19.4.2008 kl. 13:02

59 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

í bna er það löglegt og er bna fyrirmynd í tjáningarfrelsi

Alexander Kristófer Gústafsson, 19.4.2008 kl. 13:06

60 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Salman, þó ég geri mér fulla grein fyrir því að flestir múslimar séu æðislegt fólk og virðingarvert þá getur þú ekki neitað því að það eru virkilega skemmdir einstaklingar sem játa sömu trú og þú, sem stunda hryðjuverk og hroðalega glæpi gegn öðru fólki, á grundvelli trúarbragða. Það er vegna hatursáróðurs sem kemur frá bókstafstrúarklerkum.

Þegar márar voru reknir frá spáni af Aragon og Kastillíu og rannsóknarrétturinn stofnaður, fengu múslimar að kenna á nákvæmlega sömu meðölum og margir heittrúuðustu múslimar dagsins í dag vilja beita alla sem eru ósammála. Sjáðu hversu margir trúbræður þínir boðuðu ást, skilning og kærleika þegar dönsku skopmyndirnar voru birtar... 

Þó að það sé bannað samkvæmt þinni trú að gera myndir af spámanninum Múhammeð, þá er það ekki samkvæmt minn, sem gengur aðallega útá frelsið. Frelsið til þess að gera hvað sem þú vilt svo lengi sem það skaðar ekki aðra, frelsi til að trúa á hvað sem þú vilt, svo lengi sem það skaðar ekki aðra.

Frelsið er yndislegt og það að banna fólki að tjá sína skoðun er EKKI FRELSI Á NEINN MÁTA. Þegar lokað er á síður eins og Skúla, verða múslimar langsamlega verst útúr því. Hversvegna? Jú. Vegna þess að þið gerið ykkur að börnum. Börnum sem geta ekki varið sig og sína skoðun gegn öðrum á þeim FRJÁLSA MARKAÐI SKOÐANNA sem Íslenskur veruleiki er. Ef einhver segir þér að þú og þínar skoðanir séu of veikar til þess að lifa með frelsi er það þér sjálfum fyrir verstu.

Íslenskt frelsi hefur beðið hnekki í aldanna rás. Hér mega menn samt hafa sínar skoðanir, og eiga að tjá þær, frekar heldur en að fara með þær í pukur. Nú ert þú að berjast gegn þínu eigin frelsi og ég er farinn að hallast að því að það sé nettur fasismi undirliggjandi í þínum skoðunum. Hví?

 Þú trúir á frelsið til þess að vera sammála þér, en ekki meira en það.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 19.4.2008 kl. 13:46

61 Smámynd: Íris

J.Einar:   höfum við ekki einnig frelsi til að mótmæla?  Að þora að mótmæla án þess að fá yfir sig hótanir og slíkt!

Ég var ekki sátt við þetta blogg hjá Skúla...hann hefur jú frelsi til að hafa sínar skoðanir og tala um þær. En, hann var kominn langt yfir markið!  Hann fullyrti að hann fjallaði eingöngu um hryðjuverk en hann var kominn út í að úthúða trúnni og öllum múslimum.  Margir kommentuðu á síðuna hans og kölluðu múslima t.d. músalinga!?!! tilgangurinn??    Hann hæddi spámanninn óspart og guð (sem hann telur ekki vera sama og guð kristinna).   Hann hæddi þá sem mótmæltu þessu og kallaði fólk komma og ýmislegt fleira og nafngreindi Salmann margoft.    Hvað er þetta annað en einelti?  Einelti sem við  mótmælum í skólum en er ekki frelsi þá að stríða öðrum????? mega börn þá ekki stríða öðrum og gera grín að þeim???  Hvað er þetta annað?    Salmann fær hér hótanir og ég veit ekki hvað.... af því hann hefur sínar skoðanir.

Íris , 19.4.2008 kl. 14:00

62 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Við höfum frelsið til þess að mótmæla, gjörsamlega, en það breytir því ekkert að hann hefur rétt á sínum skoðunum og jafnvel þó að þær væru alveg kengbeyglaðar.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 19.4.2008 kl. 14:30

63 Smámynd: Íris

þetta eru meira en skoðanir!!! 

 Einar:  kukluxklan réttlætir lika morð á svörtum með trúarbrögðum.  Er ekki að réttlæta morð, reyndar er ég á móti morðum en hvað eru stjórnvöld að gera um allan heim. Hvað gerðist í Rúanda? og fleiri löndum þar sem morð í milljónatali gerðist án þess að heimurinn gerði nokkuð.  Hvað er að gerast í Palestínu og Israel???  

...... í Kóraninum segir að sá sem drepur drepur allt mannkynið, sá sem bjargar manneskju bjargar öllu mannkyni.  Kóraninn fordæmir allt tilgangslaus morð eins og gerðist 911. 

meirihluti múslima vill lifa í friði eins og þú en það þýðir ekki að við eigum bara að þegja þegar við erum ósammála!  

Salmann lokaði ekki þessu bloggi!!!!!!!  af hverju ráðast á hann?  Hann hefur sínar skoðanir eins og Skúli. 

Íris , 19.4.2008 kl. 14:57

64 Smámynd: Aron Björn Kristinsson

Ég held að það hafi verið mistök að loka þessari síðu. Þessi maður var vissulega uppfullur af hatri og fáfræði en því miður var hann ekki með persónuárásir á neinn á Ísland(??).

Ég tel að það væri best að svara svona mönnum með rökum eða einfaldlega sniðganga skrif hans. Lokun síðunnar er olía á eldinn finnst mér, vegna þess að núna mun fólk eins og hann fara í frekari útrás með skoðanir sínar.

Ég styð málfrelsi og skoðanafrelsi, ef ég er ekki sammála fólki reyni ég að koma með rök á móti eða bara sleppa því að lesa það sem upp úr þeim kemur. Það sem er ólöglegt og er eina skerðing á málfrelsi hér á landi eru ærumeiðingar þ.e. að sverta mannorð eða beinar árásir á einskakling eða einstaklinga.

Maður getur því miður lítið gert ef manni líkar ekki við það sem aðrir segja. Ég skoðaði ekki skrif hans af neinu ráði, en ég gat ekki séð persónuárásir og því neyðist ég til að vera á móti lokun síðunar. 

Þessi skoðun mín tengist á engan hátt trúarbrögðum mínum eða skoðunum mínum á öðrum trúarbrögðum. Ég ber mikla virðingu fyrir öllum trúarbrögðum og öllum er frjálst að trúa á það sem þeim sjálfum finnst rétt. Það er eitthvað rangt í öllum trúarbrögðum og því asnalegt að setja bara út á ein trúarbrögð ef maður ætlar að hefja þann sið að gagnrýna þau.

Peace. 

Aron Björn Kristinsson, 19.4.2008 kl. 15:06

65 Smámynd: Íris

Aron: Gæti ekki verið meira sammála þér.  Það er best að hunsa svona og ég gerði það og þeir múslimar  sem ég hef talað við gerðu slíkt hið sama. 

En...hann nefndi alveg Salmann í sínu bloggi og kommentaði á hann og gerði á óbeinan hátt lítið úr honum!! eitthvað sem hann þarf ekkert að gera.   

Íris , 19.4.2008 kl. 15:14

66 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

mmentuðu á síðuna hans og kölluðu múslima t.d. músalinga!?!! tilgangurinn??    Hann hæddi spámanninn óspart og guð (sem hann telur ekki vera sama og guð kristinna).   Hann hæddi þá sem mótmæltu þessu og kallaði fólk komma og ýmislegt fleira og nafngreindi Salmann margoft.

Ég er 100% trúleysingi og guð kóransins er ekki sama skáldsögupersónan og er guðinn í bíbljuni, tildæmis að Múhammeð splittaði tungluni í hálfmána og nokkur önnur vers benda til þess að allah sé byggður á nanna

Þetta vers úr kóraninum bendir stranlega til þess að múhammeð hafi tilbiðið nanna sem er heðinn guð úr annari trú  

006.077
YUSUFALI: When he saw the moon rising in splendour, he said: "This is my Lord." But when the moon set, He said: "unless my Lord guide me, I shall surely be among those who go astray."
PICKTHAL: And when he saw the moon uprising, he exclaimed: This is my Lord. But when it set, he said: Unless my Lord guide me, I surely shall become one of the folk who are astray.
SHAKIR: Then when he saw the moon rising, he said: Is this my Lord? So when it set, he said: If my Lord had not guided me I should certainly be of the erring people.

http://www.usc.edu/dept/MSA/quran/006.qmt.html#006.077

Alexander Kristófer Gústafsson, 19.4.2008 kl. 15:44

67 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

http://en.wikipedia.org/wiki/Sin_%28mythology%29

Alexander Kristófer Gústafsson, 19.4.2008 kl. 15:45

68 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

íris kukluxklan eru ennþá til og eru lögleg því þau fallla undir tjáningarfrelsi í bna, og síðan segjir fólk að bna hefur ekki tjáningarfrelsi.

Alexander Kristófer Gústafsson, 19.4.2008 kl. 15:46

69 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Já það væri gaman ef einhver gæti rökstutt ofangreint frá Jóni Frímanni. Sé boðaður sannur kærleikur í þessum trúarbrögðum, hlýtur að vera hægt að sýna fram á að þau ritningarvers sem boði ofangreint eigi ekki rétt á sér. Væri gaman ef einhver legði sig fram um að svara því.

Ég sjálf trúi á kærleiksríkan Guð Yahweh Gyðinga, sem kom í þennan heim í syni syni sínum Jesú Kristi til þess að leiðrétta mannasetningar í lögmálinu (Gamla testamentinu),  dó síðan til þess að taka á sig dóminn sem við áttum skilið fyrir  syndir okkar (kærleiksleysið í hjörtum okkar) svo við gætum hlotið eilíft líf. Hann fórnaði sjálfum sér fyrir okkur. Hann kenndi okkur að elska Guð og náungan eins og sjálfan sig. Náungi minn eru ekki bara Kristnir, heldur allir menn sem Guð hefur gefið líf. Hann vill kalla okkur öll til sín, alla týnda sauði úr hjörð sinni vill hann kalla heim. 

Er það rétt að Múslímar líti aðeins á sam-trúbræður sína sem náunga sinn? Eða er um við líka náunginn sem þið eigið að elska og umbera?

Eigið þið þá líka að mæta öllum í náungakærleika og leggja af allt hatur? Er semsé líka bannað að drepa samkvæmt ykkar trú og þá ekki bara Múslima heldur alla aðra líka?

Eru konur og börn líka jafn verðug náungakærleika frá Múslímum og Alla eins og karlmenn?

Mega konur (stúlkur) ekki ráða hverjum þær giftast? Er bannað að giftast stúlkubörnum?

Vil gjarnan fá þetta á hreint.  Ég hef nefnilega líka lesið síðuna hans Skúla og veit að hann var að þýða efni af erlendum síðum. Veit því ekki hvort heimildirnar erlendis frá voru allar 100% eða hvort eitthvað var slitið úr samhengi. Því væri gaman ef hægt væri að fá svör við þessu beint frá ykkur sem sjálf iðkið þessa trú.

Íris sagði:  

En...hann nefndi alveg Salmann í sínu bloggi og kommentaði á hann og gerði á óbeinan hátt lítið úr honum!! eitthvað sem hann þarf ekkert að gera.   

Íris , 19.4.2008 kl. 15:14

Hvernig gerði hann ,,á óbeinan hátt lítið úr honum?" Því sé það rétt að hann hafi farið með bein persónuníð, þá verð ég að segja að rétt hefði þá verið að vara Skúla við og biðja hann um að taka það út. En í staðin var öllu blogginu hans lokað. Hann bað um frest og spurði einnig hvað það var sem þótti gagnrýnivert af ummælum sínum,  en fékk engin svör. Bara lokun. 

Bryndís Böðvarsdóttir, 19.4.2008 kl. 16:54

70 Smámynd: Sema Erla Serdar

Það er naumast hvað fólk er að fara yfir um hérna. Kallandi menn og fjölskyldur þeirra svín og ætlast svo til þess að þeim verði svarað. Aðrir, sem ávallt tyggja sömu tugguna kalla aðra menn gyðingahatara og ég veit ekki hvað. Sumt mun þó koma úr hörðustu átt! 

Ansi hart er vegið að sumum mönnum hérna, þið megið hafa þetta á samviskunni.

Sema Erla Serdar, 19.4.2008 kl. 16:55

71 Smámynd: Sema Erla Serdar

Bryndís, ég skal segja þér það að oftar en ekki var Skúli beðinn um að taka út athugasemdir þar sem fólk hreinlega hraunaði yfir annað. Ég lenti það einu sinni í einni skessu og bað Skúla vinsamlegast að taka þetta út þar sem þarna væri búið að fara vel yfir strikið. Hann svaraði því að hann ætlaði ekki að gera svo. Auk þess fór Skúli óspart yfir strikið í uppnefningum En  ég held að málið snúist nú um aðeins meira en það eitt og sér.

Sema Erla Serdar, 19.4.2008 kl. 16:58

72 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ég er sammála því að síða Skúla hafi verið full af hatri gegn múslimum. Mér finnst allt í lagi að loka þannig síðu, enda bara hatursumræður þar í gangi og alið á ljótum og leiðinlegum hlutum.

Það fyndnasta við síðu Skúla fannst mér hvað sumir öfgakristnir hér á blogginu tóku undir skrif hans.  Það er bara svo skrítið hvað öfgar í trúarbrögðum eru fullir af hatri og heift og það á ekkert síður við kristna en múslima, þótt hatrið og heiftin birtist á misjafnan hátt.

Það er sjálfsagt að gagnrýna trúarbrögð allra.  Því ætti Jesúfólkið að skilja það að þegar einhver vegur hart að Allah, þá svíður múslimum alveg eins og þegar einhver vegur hart að Jesú.

En gott væri nú að vera laus við öll trúarbrögð  

Margrét St Hafsteinsdóttir, 19.4.2008 kl. 17:06

73 Smámynd: Linda

Í öllum skrifum Skúla var hægt að sækja heimildir, hefði fólk nennt að lesa það sem hann skrifaði, og hefði fólk lesið það sem hann skrifaði þá hefði komið í ljós fyrir lesanda að þær greinar sem hann þýddi voru skrifaðar af Múslímum og fyrrum Múslímum, þetta átti líka við bækur sem hann vitnaði í, hann talaði gegn öfgum, eins og Margrét ST telur sig vera að gera þegar hún kallar Krista "þá sem koma á hala djöfulsins"  ætti að loka síðunni hennar Möggu fyrir slík orð, sem hafa verið sögð oftar en einu sinni..hmmmm, vitanlega ekki, hún á rétt á sinni skoðun, það mætti líka túlka orð hennar sem hatur, stundum herptist hjarta mans við orð hennar og særðu djúpt, samt má hún hafa sína skoðun. 

 Málið er afar einfalt, það er málfrelsi og það er ekkert "EN"  í frelsi, sama hver raular og tautar eftir hentisemi.  Hægt er að lesa Qur'an og Hadiths og viti menn, þeir sem hafa lesið hann eftir að Skúli hóf sín skrif til að sannreyna orð hans, hafa gjörsamlega skipt um skoðun ekki´Qur'an í vil.  Medina tímabilið í Qur'an er hinsvegar mun skárra en Mekka tímabilið þar sem Muhamad var orðin stríðs herra.  Já ég er læs, veit það kemur trúarhöturum á óvart að Kristnir og Múslímar geta lesið og hafa eigin hugsun.  Sjáið til, ég hef ekkert á móti þeim sem stunda íslam, ekkert flókið,  ekki frekar en ég hef neitt á móti þeim sem stunda Ásatrú, hver og einn verður að finna hvað hentar sér.

Hinsvegar er ég á móti wahabisma, og þeim sem hóta að sprengja sjálfa sig upp sakir trúar innan Íslam, ég er líka á móti neonasistum eða kluxum  sem telja að Jesú talar gegn lituðum og allt í þeim dúr, þetta er ljótur raunveruleiki í minni trú og Íslam. Ég hinsvegar kýs að stinga ekki hausnum í sandinn og vona að engin taki eftir einu eða öðru.

Lokun á síðu Skúla hefur ekki jákvæðar afleiðingar í för með sér fyrir múslíma á Íslandi og þetta gefur máli þeirra engan styrk, hvað þá orð Salmann um að þetta hafi verið sigur fyrir frelsi, þetta var einmitt þvert á móti sigur, þetta var ósigur fyrir alla sem byggja þetta land, sem eiga rétt á því að tjá sig, hvort sem þeir særa mig eða annan með orðum sínum. 

Það er sagt á ensku "keep your friend close, but keep your enemy closer". Þeir sem fara underground er ekki hægt að fylgja eftir og leiðrétta eða berjast gegn. Salmann hefði t.d. getað tekið greinar Skúla og sett upp á sinni síðu andsvar en hann gerði það ekki, er sökin hans eða Skúla. þeir sem krefjast lokunar á síðum hvort sem um sé að ræða Skúla eða nýnasista eða Kluxa geta ekki barist við það sem það sem ekki sést, því er það ósigur´.  Í frelsi má rýna, í ófrelsi verður ófriður.

kv. 

Linda, 19.4.2008 kl. 17:54

74 Smámynd: Sema Erla Serdar

Jú Hippokrates, sennilega hafa allir eitthvað á samviskunni, en eins og þú segir þá eyðileggja uppnefni allar almennar rökræður. Að fólk skuli ekki geta rætt málin á almennu nótunum með virðingu fyrir öðrum er skömmustulegt. Að koma hér inn á síðuna hjá manni einungis til þess að uppnefna og drulla yfir hann og fleiri.

Annað er þessi bölvaði múgæsingur hjá Alexandri, hoppandi á milli bloggsíðna, talar um að hinir kristnu hægrimenn eigi að leita réttlætis og gefur síðan upp símanúmer hjá fólki. Skiptir engu máli þó númerið sé í símaskrá eður ei, þetta er algjör óþarfi. 

Ég hef aldrei skilið tilganginn með því að koma inn á bloggsíður hjá fólki einungis til þess að hreyta í það einhverjum nöfnum! 

Sema Erla Serdar, 19.4.2008 kl. 18:30

75 Smámynd: halkatla

Julie, þú átt ekki neinn rétt umfram aðra hér og "því miður" er það bara óhagganleg staðreynd. Það var ekki komið nóg, þessi síða hjá Skúla var ekkert ógnandi fyrir ykkur. Kristni og Islam eru báðar sem trúarbrögð að lenda í dáldið erfiðri umfjöllun og það er að mörgu leiti skiljanlegt. Menn hafa í gegnum aldirnar komið á allskyns abrigðilegum hefðum í sambandi við lögboð úr fornum bókum og trúleysingjar og raunar margir aðrir sjá að það hefur haft skelfilegar afleiðingar á svo margan hátt. Islam er rammgölluð trú að mati margra, sem og kristindómurinn einsog hann fékk að þróast, og við sem trúum verðum bara að virða rétt annarra til að gagnrýna alla þá hluti sem okkur finnst heilagir. Eina ábyrgðin sem liggur í okkar höndum er að velja hvort að við gerum eitthvað til baka eða ekki. Það er fínt að fá múslima inní allar umræður um Islam, þar geta þeir reynt að fá aðra til að skilja betur og kennt okkur hinum að skilja betur, en þið fáið ekki þægilegt viðmót ef þið byrjið á því að ráðast á það sem ykkur þóknast ekki og fá það fjarlægt. Það er nefninlega einsog áður sagði óhagganleg staðreynd að þið hafið ekki þann rétt.

Salamu Alaikum

halkatla, 19.4.2008 kl. 18:34

76 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég ítreka spurningar mínar hér að framan til Salmanns og annarra talsmanna múslima:

  • Er hvatt til ofbeldis og manndrápa í Kóraninum?
  • Eru það aðeins öfgafullir múslimar, að þínu mati, sem túlka Kóraninn þannig að það megi og jafnvel eigi að sprengja upp borgaraleg mannvirki og drepa óbreytta borgara til að þóknast boði Allah um að stúta hinum vantrúuðu?
  • Ert þú sammála þeirri túlkun?
  • Leyfir Kóraninn, þ.e. trú múslima, fjölkvæni?

Theódór Norðkvist, 19.4.2008 kl. 18:55

77 Smámynd: Óli Jón

Þessi athugasemdaþráður er skýrt dæmi þess að heimurinn væri betri ef allir héldu sinni trú fyrir sig. Skipulögð trúarbrögð eru, að mínu mati, það versta sem hent hefur mannkyn og er ekkert í sjónmáli sem bendir til þess að þessi illu áhrif fari minnkandi.

Engu máli skiptir hvort um er að ræða kristni eða íslam; eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að gefa neitt eftir á báðum víglínum enda láta deiluaðilar stjórnast af ævafornum og óhagganlegum forskriftum sem ekki eiga neitt erindi í þjóðfélag nútímans. Þessi umræða breytist iðulega í migukeppni, en þátttakendur átta sig ekki á því að þeir snúa upp í vindinn! Kristnir þreytast lítt á því að benda á greinar í Kóraninum er varða konur, en gleyma því hentuglega að í kristni var konan flokkuð með búpeningi allt fram á síðustu öld vegna Biblíunnar.

Ég hvet alla sem hafa komið hér fram sem málsvarar sinnar einu og sönnu trúar að íhuga eftirfarandi. Ef þið hefðuð fæðst í landi þar sem 'óvinatrúin' er iðkuð, eru yfirgnæfandi líkur á því að þið færuð þar fremst í flokki sem málsvarar þeirrar trúar. Trúarbragð ykkar er, í yfirgnæfandi fjölda tilfella, þannig aðeins einföld afleiðing landafræði. Hvernig getur það trúarbragð þá verið hið eina sanna fyrst hending réði hvoru megin hryggjar þið lentuð?

Óli Jón, 19.4.2008 kl. 19:02

78 Smámynd: Aron Björn Kristinsson

Hvað er málið með fólk hérna sem er með leiðindar persónuleg skot á hvert annað. Og hvað er málið með fólk sem hrópar háum rómi um að aðrir séu hatarar og fordómafullir gyðingahatar og ég veit ekki hvað.

Ég sé ekki betur en allir þeir sem eru hvað verstir í að kalla aðra gyðingahatara eða kristnihatara séu bara bullandi arabahatarar og íslamhatara, eins og það sé eitthvað betra að hata araba og íslam en gyðinga og kristna menn. Þið talið um hræsni en eruð sjálf hræsnarar, þið talið um steinakast í glerhúsi en standið sjálf á fjalli af ykkar eigin glerbrotum.

Aron Björn Kristinsson, 19.4.2008 kl. 19:09

79 Smámynd: Björn Heiðdal

Kæra Sema,

Þú uppnefnir fólk í gríð og erg og kvartar síðan undan því þegar þú sjálf ert uppnefnd eða "vinir" þínir.  Hér á Íslandi kallast þetta að skíta upp á bak og nenna ekki að fara í bað á eftir.  Á Íslandi er nóg af heitu vatni og líka handa þér.  

Auðvitað ræður fólk hverjir skrifa á blogsíðum þess og hefur fullt leyfi til að ritskoða það sem þangað kemur.  Á sama hátt hefur mbl.is rétt á að loka og ritskoða heimasíður sem hýstar eru á blog.is. 

En þegar Skúli Fúli, eins og Sema kallar hann, og Vilhjálmur Örn gyðingahatari kvarta undan ritskoðun mbl.is er skrattinn byrjaður að míga upp í sinn eigin munn.  Þeir hafa ekki efni á væla neitt um ritskoðun enda sjálfir duglegir að ritskoða sínar síður líkt og mbl.is gerir nú.  

Björn Heiðdal, 19.4.2008 kl. 19:18

80 Smámynd: Sema Erla Serdar

Uppnefni ég fólk í gríð og erg?

Ég skal klárlega viðurkenna það að ég kallaði Skúla Skúlason, Fúla Fúlason (sem er meira grín heldur en uppnefni að mínu mati). Það kom í kjölfar hrunu af athugasemdum og slæmum ummælum hans í minn garð á síðunni hjá mér undanfarið, en þar sem hann er svo "heppinn" fóru allar þær athugasemdir út og þú sérð þær því ekki lengur.

Ég tel vera töluverðan mun á því og þegar fólk er að kalla annað fólk svín, apa eða annað slíkt, með nánast ekkert á bakvið sig. 

Sema Erla Serdar, 19.4.2008 kl. 19:25

81 Smámynd: Sema Erla Serdar

Eða svo ég taki hérna dæmi fyrir þig Björn:



Yousef Tamimi er bara enn annar rasistinn  sem fatar ekki að hann er gyðingahatari

Alexander Kristófer Gústafsson, 19.4.2008 kl. 09:03

Dæmi svo hver fyrir sig hvenær er stigið yfir línuna! 

Sema Erla Serdar, 19.4.2008 kl. 19:27

82 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

fairy See you soon

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 19.4.2008 kl. 19:29

83 Smámynd: Björn Heiðdal

Nei Sema, þetta er bara það sama og þú ert að gera.  Að kalla mig aula og Skúla Fúla Fúlason er bara það sama og kalla þig svin eða apa.  Skiptir ekki máli hvort hægt sé að rökstýðja það með mynd af þér eða ekki.

Björn Heiðdal, 19.4.2008 kl. 19:31

84 Smámynd: Sema Erla Serdar

Hafðu það eins og þú vilt.

Það var samt enginn að kalla mig svín eða apa, ekki nema þú sért að því núna. 

Sema Erla Serdar, 19.4.2008 kl. 19:45

85 Smámynd: Íris

Theodor:  ég leyfi mér að svara þér.

  1. Er hvatt til ofbeldis og manndrápa í Kóraninum?
  2. Eru það aðeins öfgafullir múslimar, að þínu mati, sem túlka Kóraninn þannig að það megi og jafnvel eigi að sprengja upp borgaraleg mannvirki og drepa óbreytta borgara til að þóknast boði Allah um að stúta hinum vantrúuðu?
  3. Ert þú sammála þeirri túlkun?
  4. Leyfir Kóraninn, þ.e. trú múslima, fjölkvæni?

1. Nei.  Aftur á móti er talið skylda að verja sig og sína.  Sá eini sem dæmir er Guð. Reyndar er þeim sem er refsað í þessu lífi laus við sínar skuldir þegar hann fer yfir.

2. Það stendur í Kóraninum að sá sem drepur drepur allt mannkyn, sá sem bjargar einstaklingi bjargar öllu mannkyni.  Þannig er gert mikið úr öllum, að allir séu jafn mikilvægir.  Þannig réttlætist ALDREI að drepa óbreytta borgara eða þá sem ekki hafa boðið stríð á hendur þér.  Þeir múslimar sem nota trúnna til að drepa eru að blekkja sjálfa sig og heiminn!!!    Kóraninn segir að það eigi að bjóða fram hina kinnina, það á að reyna frið umfram allt.  Sumir vilja stríð, sumir vilja drepa!!???!!  það gera ekki allir.  Múslimar sem stunda sína trú alvarlega hrista hausinn yfir slíku fólki.

 3. Þessu var beint að Salmann en útskýringu mína sérðu í nr 2.

4. Já, fjölkvæni er leyfilegt.  En...það er háð reglum og gert erfiðara. Þetta er í undanhaldi í flestum löndum sem aðhyllast Islam og jafnvel bannað.  KK getur ekki gifst annarri konu (konu II) nema kona I samþykki osfrv.  Þær verða að eiga hver sín hýbíli.  Þær eiga að fá sinn heimamund og mega ekki skorta neitt. Ráðlagt er að eiga bara eina konu.  Þannig var þetta á færi hinna ríku.  Maður sem ég þekki ólst upp þar sem pabbi hans átti 3 konur....hann segir það hafa verið yndislegt?!!  Hann hins vegar vill bara eina

Annars ertu velkominn í Moskuna til að fá betri svör. 

Íris , 19.4.2008 kl. 20:10

86 Smámynd: Íris

Enn og aftur........

af hverju skemmir þetta málstað múslima hér á landi?????????????   við gengum ekki inn til ritsjóra mbl til að biðja um að loka þessu bloggi?   Glætan að slíkt hefði verið gert nema ástæða hafi þótt til. 

Íris , 19.4.2008 kl. 20:11

87 Smámynd: Íris

Hippókrates .......... útskýrðu af hverju þetta er vitlaust?  

Af hverju eru þá ekki milljónir múslima að berjast og drepa náungann?  Miðað við Rúanda þá geta bestu menn og vinir drepið!  Ekki endilega trúin sem boðar það þrátt fyrir að fólki noti hana óspart. 

Íris , 19.4.2008 kl. 20:21

88 Smámynd: Björn Heiðdal

Það er ekkert betra fyrir Semu að uppnefna fólk þó hún hafi eitthvern eða eitthvað á bak við sig.  Skúli fúli og Sema sæta vilja uppnefna aðra en ekki vera uppnefnd sjálf.

Björn Heiðdal, 19.4.2008 kl. 20:31

89 Smámynd: Íris

en gaman að koma með eitthvað og segja það staðreyndir!!!!  

hvernig væri að tala við konur í Islam áður farið er að fullyrða.

Hvernig væri að kanna hvort ofbeldi sé algengari en annarstaðar

hvaða vandræðum valda múslimar?

og annað...................Skúli notaði ekki alltaf staðreyndir!!!!!!! og skrifaði þal ekki sannleikann.  

Íris , 19.4.2008 kl. 20:33

90 Smámynd: Íris

og....Jónas er ekki ritstjóri mbl....... hann hefur ekkert fyrir sér að þeim hafi verið hótað málsókn.  Þeir hafa ekki lokað blogginu nema þeim hafi þótt ástæða til.  Þetta byrjaði svona, þ.e að kenna múslimum um, um leið og kom í ljós að blogginu var lokað.   Einnig hafa þeir ekki gefið annað til kynna en að undan blogginu var kvartað, af fleirum en múslimum (ef þeir hafa kvartað en ég hef ekki heyrt neitt um slíkt) og ástæða þótti að loka því.

Málsókn  ha!!!!!!!!!!!  ætli þeir hjá mbl séu hræddir við það! 

Íris , 19.4.2008 kl. 20:39

91 Smámynd: Sema Erla Serdar

Æji hættu nú alveg Björn...
 

Sema Erla Serdar, 19.4.2008 kl. 20:39

92 Smámynd: Julie

Alexander, þú veist greinilega ekki hvað þú ert að tala um,

Vers 6:77 lýsir hvernig Abraham fór að því að finna Guð. Hann sá líka sólina og hélt að það væri Guð, þessi maður var alltaf leitandi þess vegna valdi Guð hann. Lestu bara aðeins  

Lo! Abraham said to his father Azar: "Takest thou idols for gods? for I see thee and thy people in manifest error." (74)

So also did We show Abraham the kingdom of the heavens and the earth that he might have certitude. (75)

When the night covered him over, he saw a star: he said: "This is my Lord." But when it set, he said: "I love not those that set." (76)

When he saw the moon rising in splendour, He said: "This is my Lord." but when the moon set he said: "Unless my Lord guide me I shall surely be among those who go astray." (77)

When he saw the sun rising in (splendour) he said: "This is my Lord; this is the greatest (of all)." But when the sun set he said: "O my people! I am free from your (guilt) of giving partners to Allah. (78)

"For me, I have set my face, firmly and truly, toward Him Who created the heavens and the earth, and never shall I give partners to Allah." (79)

His people disputed with him. He said: "(come) ye to dispute with me, about Allah when He (Himself) hath guided me? I fear not (the beings) ye associate with Allah: unless my Lord willeth, (nothing can happen). My Lord comprehendeth in His knowledge all things: will ye not (yourselves) be admonished? (80)

"How should I fear (the beings) ye associate with Allah, when ye fear not to give partners to Allah without any warrant having been given to you? Which of (us) two parties hath more right to security? (Tell me) if ye know. (81)

"It is those who believe and mix not their beliefs with wrong― that are (truly) in security, for they are on (right) guidance." (82)

That was the reasoning about Us, which We gave to Abraham (to use) against his people: We raise whom We will, degree after degree: for thy Lord is full of wisdom and knowledge. (83)

En ég spyr, skiptir það ykkur einhverju máli ef ég er að reyna hérna ? Skiptir það þig Alexander einhverju ef ég er að leiðrétta þig?  

Julie, 19.4.2008 kl. 21:13

93 Smámynd: Auðun Gíslason

Það virðist hafa farið framhjá ýmsum hér, að mbl.is lokaði þessari bloggsíðu vegna þess að lögfræðingar töldu, að færslur á henni gætu hugsanlega talist brot á lögum.  Þannig er nefnilega, að hatursáróður er ekki leyfilegur skv. lögum, sem sagt bannaður.  Undirritaður er þeirrar skoðunar, að slíkur áróður hafi verið viðhafður á síðunni.  Ég styð þessvegna þessa ákvörðun! 

Auðun Gíslason, 19.4.2008 kl. 21:45

94 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Mér gæti dottið í hug að taka með mér myndir sem ég átta mig ekki alveg á, sérstaklega ef ásakanirnar á hendur ykkur múslimum eru úr lausu lofti gripnar.

-Hvernig myndirðu til dæmis þýða þessa á íslensku?

islam

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 19.4.2008 kl. 21:50

95 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Mikið er merkilegt að sjá hatrið í sjálfskipuðum "kristnum" bloggurum hér, sem voru reyndar sumir áberandi í kommentum á bloggi Skúla.

Ekki eru þeir að gefa góða mynd af sínum trúarbrögðum. Það er einfaldlega svo að hatursáróður er bannaður með landslögum og vonum seinna að Mogginn brygðist við grófum skrifum Skúla þessa með einhverjum hætti.

Svala Jónsdóttir, 19.4.2008 kl. 21:52

96 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Vil líka benda á það að konur eru skv. bókstafnum í kristinni trú lægra settar en karlar. Kannski að Jónas og félagar vilji skrifa um það?

Svala Jónsdóttir, 19.4.2008 kl. 21:54

97 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

En ég spyr, skiptir það ykkur einhverju máli ef ég er að reyna hérna ? Skiptir það þig Alexander einhverju ef ég er að leiðrétta þig? 

veit ekki hvernig kóraninn er uppbyggður með versin svo þetta getur verið vitlaust en þetta var tekið úr þýðingum kóranins eða hadithna  

Alexander Kristófer Gústafsson, 19.4.2008 kl. 21:57

98 identicon

Ef Múhameð væri uppi á okkar tímum þá þyrfti þjóðfélagið að spyrja sig að því hvort 12 ára stúlkur væru ekki of ungar fyrir það sem hann gerði við "konu" sína ásamt því hvað ætti að gera við mann sem skæri hausinn af óvinum sínum.

M.ö.o. Múhameð yrði sennilega settur inn á réttargeðgeild fyrir geðsjúaka fbrotamenn. 

Fransman (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 22:15

99 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Ég skrifaði á móti dóminum þar sem  þessi einstkalingur vann meinyrðamál þegar hann var kallaður rasisti sjá http://lexkg.blog.is/blog/lexkg/entry/456926/#comments

Þetta eru westboro baptist church sem reka godhatesfags.com og ætti þessi hópur að vera löglegur hér á landi eins og hann er í bna  

Alexander Kristófer Gústafsson, 19.4.2008 kl. 22:17

100 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Ég vil lögleiða mikið jú tildæmis flest öll fíkniefni ef ekki öll,ég styð tjáningarfrelsi jafn langt og hópurinn aclu í bandaríkjunum sem hefur verið godhatesfags í rétti (sem gerðu þetta myndband) fyrir réttindum þeirra að mótmæla á jarðarjörfum(já ég styð það þann rétt, ég vil lögleiða vopnaburð og minnka lagahömlur á vopnum. 

The ACLU fought for the Westboro Baptist Church and Shirley Phelps-Roper after legislation prevented the group from picketing outside of veteran's funerals.[60] The Westboro Baptist Church is infamous for their picket signs that contain messages such as, "God Hates Fags," "Thank God for Dead Soldiers" and "Thank God for 9/11." The ACLU issued a statement calling the legislation a "law that infringes on Shirley Phelps-Roper's rights to religious liberty and free speech."[61] The suit was successful. [62]

http://en.wikipedia.org/wiki/Aclu#Controversial_stances 

Alexander Kristófer Gústafsson, 19.4.2008 kl. 22:31

101 identicon

Svo ég leggi hér orð í belg. Ég er vígður þjónn íslensku þjóðkirkjunnar þrátt fyrir að vera ekki starfandi um þessar mundir.

Ég er einn þeirra einstaklinga sem sá mig tilneyddan til þess að benda umsjónarmönnum blog.is á hatursáróður Skúla Skúlasonar og fara fram á að henni væri lokað. Enda væri á henni efni sem samræmdist að öllu líkindum ekki íslenskum lögum og væri meiðandi fyrir minnihlutahóp í samfélaginu sem ætti ekki auðvelt að halda uppi vörnum.  Í bréfi mínu benti ég einnig á að eigendur blog.is væru ábyrgir fyrir efni síðunnar en ekki einvörðungu höfundur, þar sem þeim hefði formlega verið bent á að þeir dreifðu hatursáróðri.

Þessi ákvörðun mín um að senda bréf til umsjónarmanna blog.is snerist ekki um vernd fyrir múslima sem slíka heldur einfaldlega þá staðreynd að ég skammast mín fyrir að tilheyra hópi fólks (hvítur giftur kristin karlmaður) sem getur ekki komið fram af virðingu við meðbræður sína. Þannig eru hatursskrif Skúla ekki einvörðungu meiðandi fyrir múslíma heldur niðurlægjandi fyrir okkur sem þykjumst tilheyra menntuðu frjálsu vestrænu samfélagi.

Samfélag sem telur leyfilegt og sjálfsagt að misbjóða minnihlutahópum með hatri í nafni málfrelsis hefur engan skilning á mikilvægi þess frelsis.

Halldór Elías Guðmundsson (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 22:37

102 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Ég er aftur á móti innflytjendastefnu aclu, ég tel að það nauðsyn að viti nákvamlega hverjir koma inn í landið (tildæmis hafa nýnasista-hryðjuverkasamtökin combat 18 náð rótfestu hér og er þetta aðalega austureverópsk sambönd) og hvaða hópar eru líklegri til að fremja glæpi en aðrir

Ég væri vel til í að spjalla við þig um mínar stefnur og þínar  ef þú hefur áhuga. Gerði nýjan mail sem þú getur  haft samband við mig á (gef ekki alvöru email addressur á bloggsíðum, fékk um 100-150 spam pósta  á dag gömlu addresuna mína )

lexkg@visir.is  núna er spurning hvað er langt í fyrsta typpastækkunapóstin

Alexander Kristófer Gústafsson, 19.4.2008 kl. 22:39

103 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Bryndís, gerðu sjálfri þér greiða og kynntu þér málin áður en þú tekur af allann vafa með fákænsku þína. Mbk

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 19.4.2008 kl. 22:40

104 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Hafðu endilega samband við þennan mail þá

Alexander Kristófer Gústafsson, 19.4.2008 kl. 22:56

105 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

lexkg@visir.is

Alexander Kristófer Gústafsson, 19.4.2008 kl. 22:56

106 identicon

Ágæti Þrymur, ég hef tekið til máls um málefni samkynhneigðra í ræðu og riti utan kirkju og innan. Hins vegar hef ég ekki séð viðlíka hatursáróður í garð samkynhneigðra á blog.is og birtist í skrifum Skúla í garð múslíma. Vel má vera að slíkt sé að finna á blog.is og ef svo er, þá er ég meira en tilbúin að taka þátt í að bregðast við því.

Halldór Elías Guðmundsson (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 23:23

107 Smámynd: Julie

Alexander: Þú veist ekki hvernig Kóraninn er byggður sérstaklega þegar þú segir að þýðingin er fengin úr Kóran EÐA hadith. En ég veit það. Versin sem ég gaf þér eru í röð og þú sérð alveg skýrt samhengi núna. Þú lærðir eitthvað nýtt: Við múslimar tilbiðjum ekki tungl guð eða nanna. Mín var ánægjan að upplýsa þig um það.

Og takk Halldór fyrir innlegg þitt, og eins og þú segir, ekki gerðiru þetta því vildir sérstakleg verja múslima, heldur siðferðiskennd í fólki almennt og það er það sem mér finnst skipta máli líka.

Julie, 19.4.2008 kl. 23:43

108 identicon

Hippókrates, land sem leyfir hatursáróður í garð minnihlutahópa er ekki land þar sem frelsi blómstrar. Þetta er ekki spurning um trúarskoðanir, heldur einfaldlega hvernig við verjum rétt og stöðu þeirra sem tilheyra ekki meirihlutanum.

Samfélag getur ekki verið frjálst ef meirihlutinn hefur heimild til að niðurlægja og kúga minnihlutann.

Halldór Elías Guðmundsson (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 00:02

109 identicon

Það verður aldrei friður fyrr en menn koma sér samann um eina trú í landinu . FACT

conwoy (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 00:22

110 identicon

Það er rétt hjá Hippókratesi að ég hef ekki alltaf tekið til máls gegn óréttlæti og kúgun þar sem ég hef séð það í ræðu og riti. Það að ég geri það stundum en ekki alltaf gerir mig samt ekki nauðsynlega ósamkvæman sjálfan mér, heldur einfaldlega mannlegan. 

Halldór Elías Guðmundsson (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 01:12

111 Smámynd: Theódór Norðkvist

Mig langar að byrja á að vísa á grein eftir Halldór Elías, þar sem hann skýrir betur hvers vegna hann klagaði Skúla til blog.is.

Ég vil gera nokkrar athugasemdir við málflutning Halldórs og biðja hann um að skýra nánar fyrir mér nokkur atriði:

Halldór segir í kvörtun sinni til blog.is:

Á síðunni má sjá fullyrðingar um að allir múslímar séu ofbeldismenn og hvatningu um að íslenskum ríkisborgurum sé vísað úr landi vegna trúar sinnar.

má öllum vera ljóst að í skrifum N.N. felst alvarlegt áreiti í garð íslenskra ríkisborgara sem játa Allah og Múhammeð sem sendiboða hans, undirliggjandi í skrifunum eru hótanir, auk þess sem skrifin eru særandi og villandi í umfjöllun sinni um næst fjölmennasta trúarhóp heimsins.

Í umræðunni sem ég vísa til hér að ofan spyr Hjalti Rúnar Ómarsson, bloggari, hvort Halldór geti nefnt dæmi um alvarlegt áreiti í garð íslenskra ríkisborgara sem játa Allah og Múhammeð sem sendiboða hans og undirliggjandi hótanir. Halldór getur ekkert dæmi nefnt um þetta tvennt, en ítrekar orð sín um að á viðkomandi vefsíðu er birt grein þar sem lagt er til að öllum múslímum sé vísað úr landi vegna trúar sinnar.

Eftir því sem ég kemst næst segir Skúli að allir múslímar séu mögulegir hryðjuverkamenn, ekki að þeir séu allir ofbeldismenn. Halldór, telur þú að það sé brottrekstarsök fyrir bloggara að leggja til að öllum múslimum verði vísað úr landi? Persónulega finnst mér þetta heimskuleg ummæli hjá Skúla og sennilega brot á mannréttindum, en mér finnst hæpið að leggja til að bloggi verði lokað vegna svona ummæla. Það er líka mannréttindabrot.

Síðan segir Halldór eftirfarandi á vefsíðu sinni hjá blog.is, er hann reynir að skýra út ákvörðun sína að biðja um lokun á bloggi Skúla:

Frelsi í lýðræðissamfélagi hlýtur fyrst og fremst að vera frelsi minnihlutans til að hafa rödd. Þegar meirihlutinn notar málfrelsið til að mistúlka, leggja orð í munn minnihlutans og misbjóða minnihlutanum, þá er rödd þeirra kæfð og þögguð niður. Þannig get ég ekki setið hjá aðgerðalaus,…

Mig langar að minna Halldór á að hann tilheyrir kristnum söfnuði sem nýtur þeirra sérréttinda að geta blóðmjólkað ríkissjóð til að fjármagna sína starfsemi, meðan aðrir kristnir söfnuðir og önnur trúfélög njóta ekki slíkra forréttinda. Ef Halldór er samkvæmur sjálfum sér hlýtur hann að mótmæla því að minnihlutanum sé misboðið á þennan hátt.

Theódór Norðkvist, 20.4.2008 kl. 01:22

112 Smámynd: Jens Guð

  Þetta er nú meira fjörið.

Jens Guð, 20.4.2008 kl. 01:52

113 Smámynd: Óli Jón

Hvílíkt sameiningarafl sem trúin er! Hér eru kristnir gegn múslimum, múslimar gegn kristnum og kristnir gegn kristnum. Svo erum við trúleysingjarnir á móti öllum :) Þetta er að verða eins og besta sveitaball sem er um það bil að fara út um þúfur.

Mikið værum við öll í slæmum málum ef ekki væri fyrir skipulögð trúarbrögð! Eða hvað?

Óli Jón, 20.4.2008 kl. 02:35

114 identicon

Ég tel að illa rökstuddar árásir á einstaklinga og krafa um að þeim sé vísað úr landi sé mjög alvarleg og varða við lög. Ég tel að það sé ekki Árvakri eða hverjum sem er eigandi blog.is samboðið að birta og halda á lofti slíkum málflutningi. Það að fjölmiðill neiti að birta texta sem er líkast til brot á lögum, er ekki brot á mannréttindum. 

Samband ríkis og Ev. Lúthersku kirkjunnar á Íslandi er mér mjög hugleikið og ég tel að fullur aðskilnaður ríkis og kirkju sé nauðsynlegur og mikilvægt fyrir kirkjuna að slíkt gerist hið fyrsta. Ein ástæða þess er að forréttindastaða kirkjunnar gagnvart ríkinu skaðar trúverðugleika kirkjunnar. Þessi skoðun mín fer ekki leynt innan kirkjunnar og ég hef m.a. fjallað um hana í prédikun á þessu ári.

Halldór Elías Guðmundsson (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 02:55

115 identicon

Ég biðst forláts að hafa leitt umræðuna frá upphaflegri færslu með svörum mínum við fyrirspurnum Theódórs Norðkvist.

Halldór Elías Guðmundsson (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 03:35

116 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson


Alexander það sem þú ert búin að segja hérna að þú viljir hafa löglegt hérna á landi eins og tildæmis: kynþáttahaturssamtökin k.k.k. þú værir fljótur að skipta um skoðun ef einhver nákomin þér ætti dökkan maka og börn ekki satt ?

Nei

Ef einhver nákomin þér væri samkynhneigður værir þú fljótur að skipta um skoðun ekki satt ?

Um að setja lög gegn tjáningarfrelsi? Nei 

ef einhver nákomin þér tæki upp múslima trú myndir þú telja hann/hana terorista eða vonda manneskju ?

Mér semur mjög illa við trúað fólk yfir höfuð

Alexander Kristófer Gústafsson, 20.4.2008 kl. 06:05

117 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Alexander það sem þú ert búin að segja hérna að þú viljir hafa löglegt hérna á landi eins og tildæmis: kynþáttahaturssamtökin k.k.k. þú værir fljótur að skipta um skoðun ef einhver nákomin þér ætti dökkan maka og börn ekki satt ?

Ég átti við já þau ættu að vera lögleg eins og í Bna, og það mundi engu breyta hvort ég ættti dökkan maka eða ættinga eða eitthvað.

Alexander Kristófer Gústafsson, 20.4.2008 kl. 06:06

118 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Ef einhver nákomin þér væri samkynhneigður værir þú fljótur að skipta um skoðun ekki satt ?

Mér er sama um kynhneigð fólks og styð réttindi samkynhneigðra til giftinga(úps sorry kristnir) en ekki nein lög sem bana hatursáróður gegn þeim, jafnvel godhatesfags.com áróður 

Alexander Kristófer Gústafsson, 20.4.2008 kl. 06:08

119 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

Ég held að það sé bara gott ef Mbl. lokar á  bloggara eins og Skúla.   Skúli var að mínu mati fyrir löngu kominn langt yfir velsæmismörk.

Eyjólfur

Eyjólfur Sturlaugsson, 20.4.2008 kl. 13:18

120 Smámynd: AK-72

Annars staðar á Moggablogginu hjá einum í Landsambandi Ungra Frjálslyndra, þá var ég að kommentera á bloggið hans Skúla Skúlasonar og sagði það hatursáróður.

Skúli sjálfur svaraði mér(komment nr. 160) og taldi mig taka stórt upp í mig að kalla þetta hatursáróður hjá honum. Gott og vel, ég hef þá sýn á blogginu hans en hann hefur aðra. Aftur á móti var nokkuð sem hann skrifaði þar sem mér blöskraði en má þó leggja til sem sönnun á að Skúli stendur hatursáróður:

" Það varðar líka við lög að þegja yfir vitneskju um samsæri og stefnu hóps fólks til að drepa Íslendinga, sbr. Kóran 009:005  og 008:039 svo aðeins tvær málsgreinar séu nefndar.  Það geturðu séð  í hinum almennu íslensku Hegningarlögum.  Og meir að segja bent á það hér í færslum að ofan.  Það getur einnig varðað við sömu lög að þagga niður í þeim sem varar alþjóð við slíkum fyrirætlunum."

AK-72, 20.4.2008 kl. 13:36

121 Smámynd: Aron Björn Kristinsson

Hippíkrates þessi mynd var gerð í gríni, en ef þér bloskrar hún þá get ég tekið hana út fyrir þig. Já og þar sem hún virðist brjóta lög líkt og bloggið hana Skúla.

233 gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1944 segir að:

Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum.

Aron Björn Kristinsson, 20.4.2008 kl. 13:55

122 Smámynd: Aron Björn Kristinsson

Ég viðurkenni þó ef ég geri eitthvað rangt (umtöluð mynd) og sýni sóma minn í að fjarlægja hana án þess að verja hana.

Aron Björn Kristinsson, 20.4.2008 kl. 14:02

123 Smámynd: Neddi

Aftur og aftur gera menn sig seka um að túlka gagnrýni á ríkisstjórn og her Ísraels sem árás gegn gyðingum og ísraelsku þjóðinni (fólkinu).

Seint ætla menn að skilja muninn þarna á milli. 

Neddi, 20.4.2008 kl. 14:11

124 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég get ekki tekið undir að það réttlæti sviptingu málfrelsis að stinga upp á að öllum af ákveðnum trúarhóp verði vísað úr landi. Það er brot á samviskufrelsi, sem öll helstu mannréttindasamtök fordæma og kalla slíka menn samviskufanga.

Það er mjög heimskulegt að leggja svona lagað til. Ef ég myndi stinga upp á því að öllum sem eru í bláum nærbuxum yrði vísað úr landi, ætti þá að banna mér að tjá mig opinberlega?

Ég veit að ég yrði talinn skrýtinn, en væri rétt að svipta mig málfrelsi? 

Theódór Norðkvist, 20.4.2008 kl. 14:21

125 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Segji það nú? Eru allir sjallar jafn hægri sinnaðir?

Alexander Kristófer Gústafsson, 20.4.2008 kl. 14:31

126 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

TJáningarfrelsi skiptir meiri máli en tilfinningar fólks

Alexander Kristófer Gústafsson, 20.4.2008 kl. 14:37

127 Smámynd: Aron Björn Kristinsson

Hippókrates það má vera að síða mín sé einslit enda gef ég hana út sem slíka. Ég fjalla um málefni Palestínu. En ekki voga þér að líkja minni síðu við Skúla síðu sem er uppfull af hatri og viðbjóði, þó skrif mín séu kannski stundum hlutdræg þá er ég ekki að níða trú neins eða skoðanir ég er að skrifa á móti Ísraelsku ríkisstjórninni og gjörðum þeirra. Það er ekkert líkt með skrifum mínu og skúla.

Myndinni var ég búinn að pæla í að eyða enda ekki beint mynd sem ég stæri mig af. Hún var gerð án mikillar hugsunar. 

Aron Björn Kristinsson, 20.4.2008 kl. 14:46

128 Smámynd: Aron Björn Kristinsson

Já endilega Hippókrates, elskum friðinn og strjúkum kviðinn. Ég ætla þó að benda þér á nýjust færslu mína sem ég var að ljúka rétt í þessu.

Aron Björn Kristinsson, 20.4.2008 kl. 15:05

129 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Ég vil bara ítreka ofangreindar spurningar mínar, þar sem að ég hef enn ekki fengið svör við þeim:

  • Er það rétt að Múslímar líti aðeins á sam-trúbræður sína sem náunga sinn? Eða er um við hin líka náunginn sem þið eigið að elska og umbera?
  • Eigið þið þá líka að mæta öllum í náungakærleika og leggja af allt hatur? Er semsé líka bannað að drepa samkvæmt ykkar trú og þá ekki bara Múslima heldur alla aðra líka?
  • Eru konur og börn líka jafn verðug náungakærleika frá Múslímum og Alla eins og karlmenn?
  • Mega konur (stúlkur) ekki ráða hverjum þær giftast? Er bannað að giftast stúlkubörnum?

Nú hefur mér verið sagt að sumt af þessu sé í reynd ekki svona, að konur séu jafn mikil metnar og karlmenn og að það eigi ekki að drepa heldur bjóða hina kinnina.

Það mun hinsvegar engin fullyrðing eða alhæfing sannfæra mig um að þetta sé ekki svo, þar sem að það voru tilvitnanir í Kóraninn sjálfa sem sögðu ofangreint. Ég þarf að sjá tilvitnun í trúarbækur Kóransins sem leiðrétti þetta ofangreint, eða rökrænar skýringar á því afhverju ekki er farið eftir þeim.

Sé Kóraninn virkilega ykkar trúarrit og Íslamstrú ykkar trú, hljótið þið að fylgja þeirri bók. Þess vegna hlýtur það líka að vera mikilvægt að þið getið rökstutt að ekkert í þeirri bók heimili að brotið sé á almennum borgaralegum og lýðræðislegum réttindum okkar vestræna heims.

Ef hún því boðar ekki ofangreint eða þið getið komið með skýringar á því sem mistúlkun eða rökstutt að þessi ummæli eigi ekki við út frá einhverju sögulegu samhengi, þá verð ég að fá að sjá það svart á hvítu. Ef ég t.d. vildi gerast Íslamstrúar, yrði ég að vita hver siðaboðskapur þeirrar trúar er beint frá ritningunni sjálfri. Annars væri trú mín innantóm blekking eða algerlega í blindni.

Við sjálf getum nefnilega sagt ýmislegt og er því mikilægt að vísa í heimildir vilji maður sanna mál sitt.

Með vinsemd og virðingu,

Bryndís B.

Bryndís Böðvarsdóttir, 20.4.2008 kl. 16:27

130 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Mér hefur nefnilega sagt að allt tal um náungakærleika í Kóraninn eigi bara við um trúbræður sem eru líka íslamstrúar. Það megi semsé hata, drepa og ljúga að öllum öðrum, samkvæmt ritningu ykkar. Vildi bara með ofangreindu kanna hvort ég fengi einhverjar tilvitnanir frá ykkur úr bókinni sem leiðréttu það.

Bryndís Böðvarsdóttir, 20.4.2008 kl. 16:30

131 Smámynd: Aron Björn Kristinsson

Ég held að það geti enginn sagt með 100% vissu hvað öll versin í Kóraninum merkja eða tákna. Persónulegar skoðanir koma oft inn í og annað slíkt.

Aron Björn Kristinsson, 20.4.2008 kl. 17:00

132 Smámynd: Ísleifur Egill Hjaltason

Skrif Skúla voru ekkert annað en bitur hatursáróður sem kemur málfrelsi jafn mikið við og naggrísir koma línulegri algebru við. Hans innlegg í umræðuna voru engum til sóma og það er bara ágætt mál að loka svona vitleysinga útúr henni.

Ísleifur Egill Hjaltason, 20.4.2008 kl. 18:32

133 Smámynd: AK-72

Sæll, Hippókrates, ég var ekki að fatta fyrst hvað þú meintir með mannvonskunni en svo fattaði ég hvað þú áttir við. Það var nú ekki meininginn:)

Og já, við erum báðir á sömu skoðun með öfgamennina og fasistana nema að ég tel að ekki eigi að líðast að gera það sem Skúli gerir(hann er nú öfgamaður einnig), að kynda undir hatur og fordóma í garð saklaus fólks vegna gjörða fárra.

AK-72, 20.4.2008 kl. 18:57

134 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Rangt Ísleifur, tjáningarfrelsi er ekki meint fyrir kaffibolla umræður heldur er tjáningarfrelsi einmitt það að leyfa "hatursáróður" eins og nukeisrael.com

Alexander Kristófer Gústafsson, 20.4.2008 kl. 20:55

135 Smámynd: Óskar Arnórsson

 Salmann Tamimi!

Tilvitnun í þig sjálfan: "Ég er að segja  að málfrelsi sem byggist á hatri og lygi er ekki málfrelsi."

Hvað ertu eiginlega að meina og hver eru lagalög rök fyrir svona málflutningi? Ég trúi á  að fólk meigi  bölva og ragna  ef það er reitt.  Konan mín  hellti svívirðingum yfir lækni þegar hún var að fæða barn í vitna viðurvist. Ástæðan var sársauki.

Átti að banna henni að koma aftur á fæðingardeildina fyrir að hafa látið þessi orð út úr sér? Nei, henni var leyft að seigja hvað sem var, fólkið skildi ástæðunna. Og síðan urðu ferðirnar fleiri og alltaf var tekið vel á móti henni.  

Viltu vera svo vænn að gefa nánari skýringu á þessum orðum þínum! Ert þú komin hingað til að kenna Íslendingum hvernig á að túlka málfrelsi. Enn af mínum bestu vinum er sannur múslimi og aðhyllist kristnar kenningar líka, hann er heiðarlegur, vinnusamur og elskar sína fjölskyldu. það eina sem hann er hræddur við ert þú! Og ég trúi honum.

Ég er ekki neinn sérstakur trúmálamaður eða stjórnmálamaður, enda bara 2 nöfn á sama fyrirbærinu. Það yrði hroðaleg útreið sem þetta land fengi ef því yrði aftur stjórnað af prestum kirkjunnar.

Ekki koma með trúarlegar kenningar um hvað er málfrelsi og hvað ekki. Fyrir utan það, er það rétt sem skíthræddir útlendingar segja, aldir upp í löndum og kunna Kóraninn út og inn, kalla sig múslima vegna hræðslu við að yfirvöld í landi þeirri hefni sín á fjölskyldum þeirra.

Þeir segja ískalt að þú sért ekki sannur múslimi með þann kærleik sem líka á að vera í biblíunni þinni. Ég var sjálfur pyntaður með sálmum úr Biblíunni þegar ég var barn. Gættu tungu þinnar, þú ert búin að brjóta lög á Íslandi með því að segja hvað sé rétt og hvað sé rangt.

Ertu alvörumúslimi eða ekki? Mér líkar nefnilega ágætlega við alvörumúslima, enn ekki þá sem þykjast vera það eins og þær sögur sem ganga múslima á milli og sumir hverjir eru mjög nálægt þér.

Á sama hátt hef ég andstyggð á fólki sem þykist vera kristið og segir það hverjum sem er, og svo einn góðan veðurdag kemst upp hverslags kristindóm viðkomandi hafði að geyma.

Þú hljópst illilega á þig með þínum fyrstu orðum í pistlinum. Enn ef þú ert verður þjónn þess Æðri máttar sem þú aðhyllist Allah, (vona að ég hafi skrifað þetta rétt) vona ég að hann fyrirgefi þér þessi mistök og ég geri það líka, þó trúmál hafi ekkert með þá fyrirgefningu að gera. Hún kemur frá mér persónulega.

Öll trúarbrögð hafa framið illvirki í nafni sinnar trúar sem ég veit um, nema Búddistar. Samt gæti ég haft rangt fyrir mér.

Enn aftur: AF HVERJU ERU SUMIR MÚSLÍMAR Á ÍSLANDI HRÆDDIR VIÐ ÞIG!

Ég vil bera virðingu fyrir öllum trúarbrögðum heims. Hvaða nafni svo sem þau nefnast. Ég vil minna þig á að það þurfti margir að deyja áður en 'íslendingar komust undan valdi kirkjunnar sem stjórnaði þessu landi í nafni Biblíunnar. Þeir unnu stríðið sem voru réttlátir. Nú höfum við svolítið sem kallast Stjórnarskrá og er skynsamari enn öll trúarbrögð heims. 

Er að fara í ferðalag, og þegar ég kem aftur, þykk ég gjarna fund með þér og þú getur sagt mér hvað Íslam snýst í alvörunni um. Ef mér hlotnast þá sá heiður. Er forvitin að vita hvað er svona hræðilegt við þig. Kannski ég gæti hjálpað að leiðrétta þá múslima sem eru hræddir við þig. e-mailið mitt, sími og allar upplýsingar eru að finna á blogginu mínu.

Megi allar góðar vættir fylgja þér og ég vona að þú hættir þessu með ritskoðun þinni.

PS. 

Það eru til jafn hringlandi vitlausir kristnir menn eins og margir múslímar eru. Trúðu mér í því. Búin að hitta þá í fangelsum sem starfsmaður. Síðasti músliminn sem ég hitti í fangelsi, hafði skotið dóttur sína fyrir það eitt að hafa orðið ástfangin án samþykkis föður sín í strák sem var ekki múslimi. Síðasti kristni maðurinn sem ég talaði við í fangelsi, var Íslendingur sem hafði drepið vin sinn. Hann var mjög kirkjurækinn. Báðir þessir menn brutu löginn og sitja enn þann dag í dag í fangelsi. Ég vorkenni hvorugum þeirra.

Bjóddu mér í kaffi, sendu mér e-mail, ef þú vilt. Er 54 gamall, nýlega búin að fá Biblíu gefins á tungumáli sem ég skil betur enn íslensku, og kannski ætti ég að lesa Kóraninn jafnhliða.

Hef mikinn áhuga á að lesa allt milli himins og jarðar. Þar sem ég hef hvoruga bókina lesið, get ég að sjálfsögu ekki myndað mér neinar skoðanir á þessum bókum, fyrr en ég hef lesið þær.

Ef þú átt eintak af Kóraninum á sænsku eða íslensku, máttu hjálpa mér að útvega hana.

Svo les ég báðar bækurnar, Biblíuna og Kóraninn því þetta eru frægar og umtalaðar bækur.  

Óskar Arnórsson, 20.4.2008 kl. 21:40

136 identicon

Höfundur þessa bloggs gerir ekki mikið að því að svara neinum hér . Með því sýnir hann óbeint, að það er næstum ómögulegt að verja þessa trú, islam . ( Nema með því banna öðrum að fjalla um hana  )

conwoy (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 21:42

137 Smámynd: Ólína Klara Jóhannsdóttir

Skelfileg mistök að taka Skúla af blogginu! Fór hann einhvertíma með staðlausa stafi? Sagði hann ekki sannleikann? Ef það er eitthvað sem múslimar óttast þá er það sannleikurinn enda er Kóraninn fullur af mótsögn. Eitt er svo staðreynd að þar sem Islam er þar er ekki friður þar er JIHAD eða heilagt stríð. Sennilega er ritstjórn Morgunblaðsins hrætt við að lenda í heilögu stríði múslima. Hver væri það ekki. En í öllum bænum berjist fyrir málfrelsinu. Hvar værum við stödd án þess?

Ólína Klara Jóhannsdóttir, 20.4.2008 kl. 22:10

138 Smámynd: Aron Björn Kristinsson

conwoy Salman er utan bæjar þessa stundina og því ekki getað svarað.

Aron Björn Kristinsson, 20.4.2008 kl. 22:25

139 Smámynd: Óskar Arnórsson

Halldór Elías Guðmundsson

Herra prestur Íslensku Þjóðkirkjunnar! Varst þú að væla yfir Skúla? Kirkjunnar þjónn með öllu því umburðarlyndi sem því fylgir. Sorry. Þó þú sért með próf upp á það að vera prestur, vígður með heilögu vatni, vil ég bara segja eitt við þig séra þykjast kristni maður. 

Bæði Guð og Jesú bíða eftir að þú biðjir fyrirgefningar á þessi bréfi þínu. Ef þú biður ekki fyrirgefningar á illdáði þessu sem eru búnir að fara illa nú þegar með marga múslima og valda misskilningi, og þá ertu þjónn fjandans í prestslíki!

Ég hef hitt vígða presta svo illa innrætta að allir hryðjuverkamenn hins múslímska heims geta ekki einu sinni fantaserað um hverslags djöfladýrkendur þeir eru raunverulega. Gott að ég fann þig illfyglið þitt!

Og það á heimasíðu múslima. Leitaðu þér hjálpar því annar kemur hinn raunverulegi yfirboðari þinn sem greinilega stjórnar þínum gjörðum. Satan! Mjög umtalaður svikari Guðs og þú ert komin í þjónustu hans.

Megi allir s.k. þykjast kristnir prestar eins og þú, fara til andskotans þar sem þeir eiga heima!

Vonandi ertu bara heimskur eða vangefin. það er eina skýringin sem ég tek gilda til að fyrirgefa þér og öllu prestapakki sem læðist um í presthempu og þykist vera kristið!

Klagaðu mig fyrir þessi orð herra prestur og ég skal lesa upp nöfn á Íslenskum prestum ENN í starfi sem hafa gert eitt og annað sem Jésú yrði ekki hrifin af. J

esú Kristur hefði aldrei skrifað svona bréf! 

Tilvitnun í þig asninn þinn! 

"Svo ég leggi hér orð í belg. Ég er vígður þjónn íslensku þjóðkirkjunnar þrátt fyrir að vera ekki starfandi um þessar mundir."

Ertu að fara að starta eigin söfnuð? Er það þess vegna sem þú ert ekki að vinna?

Þessi linkur sem ég nota oft sem dæmi um orsök og afleiðingu, er tileinkaður þér sérstaklega Halldór! Reyndu að fatta samlíkinguna hvernig þú áttir þátt í að ræna prent og ritfrelsi á Íslandi! Og kærðu mig svo fyrir meiðyrði eða hver Fjandann sem þér dettur í hug! Þú dýrkar hann líklegast hvort sem er! Ég tala nú ekki um það illverk sem þú ert búin að gera múslímum á Íslandi! 

 file:///C:/Documents%20and%20Settings/Administrator/Desktop/%C3%93heppnir%20%C3%BEj%C3%B3far.doc

Óskar Arnórsson, 20.4.2008 kl. 22:49

140 Smámynd: Ísleifur Egill Hjaltason

Alexander, ég virði alveg málfrelsi annars fólks. Ég virði líka rétt Morgunblaðsins til að fjarlæga þennan hatursáróður og ógeðfelldu síðu. Ég er ekkert að segja að Skúli megi ekki stofna sína eigin síðu og halda vitleysisganginum áfram þar, hann má alveg gera það mín vegna.

Ísleifur Egill Hjaltason, 21.4.2008 kl. 02:00

141 identicon

Ástæða þess að ég ákvað að blanda mér í þessar umræður og benda á að ég var einn þeirra sem kvartaði vegna umræddrar vefsíðu, er sú sem Óskar og Einar benda á hér að ofan. Þ.e. að lokun umræddrar vefsíðu gæti ýtt undir frekari fordóma í garð múslíma og gefið í skyn að múslimar stunduðu ritskoðun.

Ég hef skilning á því að einhverjir telja að frelsi verði að vera óheft annars sé það ekki frelsi. Ég tel að óheft frelsi fyrir alla sé ekki til. Frelsi okkar takmarkast alltaf við náunga okkar. Á því byggði ég m.a. kvörtun mína.

Mér þykir leitt að einhverjir telji mig dapurlegan, asna, heimskan og/eða vangefin, vegna þessarar afstöðu minnar. En ég skil að mismunandi hugmyndir um frelsi geta kallað fram sterk viðbrögð.

Halldór Elías Guðmundsson (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 03:33

142 Smámynd: AK-72

Ég verð nú að segja að Halldór er meir maður en margir fyrir að hafa kvartað undan þessum hatursáróðri sem Skúli ástundaði á síðu sinni. og er frekar kristnum sambræðrum sínum til sóma en hitt með því að verja þá sem ekki eru af hans trú.

Og Einar,ég held nú frekar að þeir sem tjá sig á Omega séu þeir sem valdi því slæma orðspori sem fer af kristnum, þvíl´kur ófögnuður heyrist þar stundum sem á ekkert heim við kærleiksboðskap né mannúð, heldur hatur, lygar og græðgi. Er það eitthvað kristilegt?

AK-72, 21.4.2008 kl. 09:37

143 Smámynd: Óskar Arnórsson

Tek undir AK-72 Ekkert fyrirbæri en sjónvarpsstöð hefur fengið jafnmarga til að verða afhuga öllu því sem kristni heitir. Amerískir öskurapar talandi um Guð og Jesú krist er ekki það sem ég mæli með að sé gert við börn. Þetta er einmitt kristnifræðslan sem gerði mig myrkfælin sem barn og þar sem hver og einn fer hvor eð er að öplast sjálfstæða skoðun með aldrinum, er þetta mesti hryllingur sem til er,  að  hafa sem grunn í kristni. Maður segir ekki 7 ára barni að það fari til helvítis og verði þar endalaust ef það hlýði ekki fullorðnu fólki!

Halldór verður mikill maður í mínum augum ef hann bæði MBL í Guðs nafni að oppna síðuna aftur, og ég ætla strax og ég kem heim að reyna að komast á fund hjá salmann ef ég fæ. Ég er engin trúmað í neina átt. Ég frelsaðist gjörsamlega frá öllu svona vegna presta.

Mín orð og er höfundarlýsingin á blogginu: "Allir þeir sem fara og klaga yfir því að loka bloggi, eru táttakendur dauðadóms yfir manni sem skrifaði bók sem var miklu svæsnari en þessu ádeila hans Skúla."  Þessi heimsfrægi rithöfundur er búin að vera landflótta því 'Iranstrórn afléttir ekki dauðadómnum. AK-47! Hversu mikið gull og að þarf til að kaupa sér þann rétt að segja það sem manni sýnist. Ef einhver kvartar á að prófa málið fyrir domstóli. Sjálfur einræðisherra Íslands, Daví Oddson, kallaði þjóðþekkta persónu fyrir glæpamann og var sjálfur forsætisráðherra. Var kjaftinum á honum lokað með lögfræðingi? Mér sýnist hann blaðra það sem honum sýnist og hann má það. Ef einhver vill kæra hann fyrir svik við þjóðina, þá má viðkomandi það. Látum ekki þetta land í hendur presta og siðferðispostula. Þá burja galdraberuntímabilið upp á nýtt.

Halldór skuldar mörgum hræddum múslimafjölskyldum afsökun á mistökum sínum.

Páfin er nýbúin að lýsa því yfir í beinni útsendingu að engin geti orðið hólpin nema vera kaðólikki. Ekki einu sinni hinir kristnu mennirnir. Halldór bætir fyrir brot sitt gagnvart kristum og múslimum. Það á hann að gera í nafni friðar og náungakærleika. 'eg þarf að muna eftir að skrá mig ú þjóðkirkjunni. Gleymi því alltaf. Nú mun það ekki gleymast. 

Óskar Arnórsson, 21.4.2008 kl. 12:56

144 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Tjáningarfrelsi er frelsi með ábyrgð. Því virðast margir gleyma.

Hérlendis hafa lengi verið í lögum ýmsar takmarkanir á tjáningarfrelsinu sem Alexander og fleiri virðast ekki kannast við. Til dæmis eru ærumeiðingar ólöglegar, einnig óþarfa uppljóstrun á einkamálum annarra og hótanir um ólöglegt athæfi, svo að nokkur dæmi séu tekin.

Loks eru persónuárásir gagnvart Halldóri barnalegar og óþarfar, svo ekki sé minnst á ómálefnalegar. Halldór er alls ekki sá eini sem kvartaði undan bloggi Skúla, enda misbauð mörgum það sem þar var að finna.

Svala Jónsdóttir, 21.4.2008 kl. 15:04

145 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Mér er óglatt að lesa hvaða nornarveiðar eiga sér stað hér. Ég myndi ekki hlusta mikið á Alexander, sá maður er fullur af hatri, styður dauðarefsingar og tekur það sérstaklega fram í sínu bloggi. Það segir allt sem þarf að segja um þann mann og svo er hann háværastur að gagnrína aðra.

Ég veit ekki til þess að múslimar hafi verið með einhver vandræði hér. Skil ekki þennan áróður gegn þeim. Það eru til öfgar í þeirri trú eins og annarri og þó að til séu lönd sem mistúlka trúarrit til að stjórna fólki skulum við vera aðeins meiri menn hérna á íslandi og sýna að við gerum ekki slík og hið sama.

Ef tjáningarfrelsi á að snúast um það að fá fólk upp á móti hvort öðru og ýta undir einelti og öfga hatur finnst mér alveg mega endurskoða hvort tjáningarfrelsi eigi rétt á sér. Ef tjáningarfrelsi er orðið kúgunartæki þá erum við í slæmum málum. Auðvita þarf að stopa fólk þegar það gengur of langt, það hefur verið gert áður. Ef fólk sér ekki að sér og kann ekki að haga sér finnst mér sjálfsagt að loka bloggi þess einstaklings.

Það fáranlegast í þessu öllu eru að aðrir trúarhópar skuli vera fordæma trúnna jafnvel meir en aðrir og verjast samt með kjafti og klóm þegar sömu athugasemdir eru gerðar við þeirra trúarbrögð.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 21.4.2008 kl. 17:38

146 Smámynd: Bara Steini

Það er nú meira hvað trú gerir fólk yndislegt, ástríkt og fordómalaust.... 'uúúúúúúffffff.

Bara Steini, 22.4.2008 kl. 01:46

147 identicon

Jæja,þá er komið að mér,ég gleymdi nú að heilsa fólkinu og geri það hér með.

Í allri þessari umræðu um Skúla frægasta Bloggara landsins í augnablikinu,sem ég held að hann hafi nú alls ekki óskað eftir,er eitt sem eftir stendur,og það er fyrir mína persónulegu forvitni að ég spyr á ég að trúa því að óreyndu að hans SKÚLA þýddu greinar úr virtum og sennilega óvirtum Erlendum fréttablöðum séu allt staðlausir stafir,eða eintóm lygi.  það gengur ekki upp hjá mér,því að líkindafræðin kemur með allt aðrar niðurstöður.  Og nú spyr ég ykkur þar sem ég veit mesta lítið en er að fræðast.

Getur það verið að í Íslensku Stjórnarskránni séu ákvæði sem í raun og veru  banna ykkur að vera á Íslandi vegna ákveðinna boðunnar í KÓRANINUM sem þið eigið að fylgja að fyrirsögn þess er skóp Kóraninn.

Takið vel eftir, já ég sagði takið vel eftir    ,þetta er ekki fullyrðing.

þetta sem ég er að spyrja um er vegna þess að ég sá þessu haldið fram annar staðar á Blogginu,mig minnir hjá Óskari Arnórssyni (Huldumenn) er ekki alveg viss um að rétt sé farið með það hjá mér,en endilega upplýsið mig um þessi mál samviskusamlega.Ég er alltaf að leita að því sem satt er og það getur oft tekið á að komast að hinu sanna. Sjálfur notaði ég lygi en hef lagt hana af.

Nú leggst ég undir feld og bíð eftir GREINAGÓÐUM SVÖRUM.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 06:02

148 identicon

Smáviðbót til þeirra sem eru að sleppa sér út af öllu þessu fári.

Ég er ekki á NORNAVEIÐUM,ég vil komast að hinu sanna.

Hver LAUG og Hver lýgur ekki. Þess vegna blogga ég um þetta.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 06:09

149 identicon

Og það síðasta í bili.

Ef ég færi sem sannkristinn maður til SAUDI ARABIU og vildi fá að byggja KIRKJU yfir söfnuð minn   .Fengi ég að byggja strax?   eða yrði ég að biða eitthvað með það?Þessu á nú að vera auðvelt að svara--og þó!

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 06:18

150 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Og Þórarinn ertu að leggja til að við eigum að haga okkur eins og Saudi Arabía. Skil ekki rök sem byggjast á því að aðrir hagi sér ill, þá megum við það líka. Ef við fórdæmum stjórn þar, er líka gott að vera ekki eins.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 22.4.2008 kl. 08:21

151 Smámynd: Jonni

Þetta er auðvitað mjög rökrétt og sanngjörn tillaga sem liggur á milli línanna hjá Þórarni;

Auðvitað eigum við að höggva hendurnar af Saudi-aröbum sem koma hingað til lands og ekki síst að grýta til dauða hvern þann írana sem heldur að hér sé hann óhultur. Ennfremur mætti skipa arabískum konum að vera léttklæddar og arabískum mönnum að vera dauðadrukknir kneifandi svínakjöt úr hnefa á meðan dvöl þeirra hér á landi stendur. Því Þórarinn er jú að vísa til hvort ætti nokkuð að leyfa þessum múslimum að byggja mosku hér á landi.

Þetta er athyglisvert prinsipp; áður en nokkrum úlendingi er leyft nokkuð hér á landi ætti að meta gaumgæfilega hvort íslendingur myndi fá leyfi til samsvarandi hluta í heimalandi þessa útlendings. og þó.

Jonni, 22.4.2008 kl. 10:10

152 Smámynd: halkatla

Nanna Katrín, hvenær hafa kristnir varist með kjafti og klóm þegar sambærilegar athugasemdir eru gerðar við þeirra trúarbrögð einsog gerðar hafa verið um Islam í þeirra Meccu, Saudi Arabíu t.d?

það eru ógeðslegir fordómar farnir að fljóta hér um, fólk er að sýna inní sitt rétta eðli margt hvert, það hatar sjálft og sakar því aðra um að hata, felur sig síðan í því að vera að sýna virðingu og umburðarlyndi. Ég tek það fram að þessu síðasta beini ég alls ekki til Nönnu sem er gull af manni, ég held að hún hafi bara lesið of mörg blogg þarsem fólk heldur því fram að kristnir hafi verið að ofsækja það.  En við vitum alveg að trúleysingjarnir hanga yfirleitt hjá hinum trúuðu og láta ekki kommentakerfin þeirra í friði, en ekki öfugt.

halkatla, 22.4.2008 kl. 11:03

153 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Ef tjáningarfrelsi á að snúast um það að fá fólk upp á móti hvort öðru og ýta undir einelti og öfga hatur finnst mér alveg mega endurskoða hvort tjáningarfrelsi eigi rétt á sér.

Núna spyr ég er í gríni, er ekki tími til kominn að flytja til Kína eða Írans fyrst þú ert svona lítið  hrifinn af tjáningarfrelsi .

Alexander Kristófer Gústafsson, 22.4.2008 kl. 14:40

154 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Anna ég hef ekkert á móti kristnum. Er að vissu leiti kristin sjálf, hef allavega barnatrúnna. Kristnar umræður hafa oft farið út í öfgar og þeir hafa þurft að verja sína trú. Stór hópur sem stendur sterkur saman.

Með að ég skuli vera á móti blogginu hans skúla hefur ekkert með að gera hvað aðrir segja, mér bara ofbauð og það fyrir löngu þegar ég leit yfir bloggið hans. Að til sé fólk sem helgar líf sitt í að finna það ljótasta sem fyrir finnst um ákveðin hóp og til hvers?

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 22.4.2008 kl. 15:52

155 Smámynd: Himmalingur

þessar umræður sanna fyrir mér enn og aftur að á meðan trúarbrögð eru ástunduð hverju nafni sem þau kunna nú að nefnast verður enginn friður.Verum bara góð hvort við annað.MUNIÐ:Börnin okkar fæðast fordómalaus!!

Himmalingur, 22.4.2008 kl. 19:02

156 Smámynd: Halla Rut

Hér svarar síðueigandi engum spurningum enda hvernig er hægt að svara þeim þegar hann veit hversu illa svörin hans mundu fara í landann. Hann forðast alltaf að svara. Það er hans taktík.

Halla Rut , 22.4.2008 kl. 20:19

157 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Eitt af því sem mér fannst ógeðfelldast við síðuna hans Skúla voru kommentin frá kristna liðinu sem var í klappliði hatursins. Þar kom þeirra sanna eðli í ljós.

Síðan hans Skúla var hatursfull og vond og satt að segja kíkti ég ekki nema einstöku sinnum á hana. Mér fannst merkilegt að sjá í raun það sem maður veit að gerist í öðrum löndum þegar verið er að æsa fólk upp í stríð. Hatursáróður á borð við það sem Skúli bauð fram hefur eflaust verið notaður af þeim Karadjik og Mílosevik, af þjóðarmorðingjunum í Rúanda og víðar og víðar. Sem samfélagslegt fyrirbæri var þetta mjög merkilegt.

Samt er ég ekki sammála því að loka hefði átt á bloggið hans Skúla. Málfrelsi er mjög mikilvægt og þó hann hafi verið á grensunni þá gildir það alltaf um þá sem gagnrýna ríkjandi viðhorf eða ganga gegn hefðum og gildum samfélagsins.

Mogginn hefur lagalegan rétt til að loka á hvaða blogg sem er en þeir eiga ekki að fá að gera það eftir þeirra eigin geðþótta, án þess að því sé mótmælt. Því miður er þessi lokun skerðing á málfrelsi, jafnvel þótt Skúli hafi hugsanlega brotið lög. En þar sem enginn dómur hefur gengið í því máli þá getum við ekkert fullyrt um það. Ef moggamenn hefðu kært hann, farið fyrir dómstóla og fengið úrskurð, þá hefði þessi lokun ekki verið skerðing á málfrelsi - umfram það sem hugsanlega felst í lögunum sjálfum.

Málfrelsi er algilt frelsi og það ætti ekki að vera hægt að takmarka það með algildum hætti. Takmarkanir verða að vera sértækar og hafa lagastoð. Siðan er spurning hversu langt lögin eigi að ganga hverju sinni. Barnaklám er ágætis dæmi um skerðingu á málfrelsi sem mikill meirihluti er sammála - bann við myndbirtingum er nefnilega líka skerðing á málfrelsi. Það sem Salmann segir í upphaflegu færslunni virðist vera stuðningur við einhvers konar algilda skerðingu á málfrelsi. Slíkt get ég ekki tekið undir.

Nú má vera að allt það sem Skúli sagði um íslam hafi verið satt. Sjálfur er ég ekki hrifinn af þeim trúarbrögðum, enn síður er ég hrifinn af kristni. Einhver antí-Skúli hefði getað leikið kristnina nákvæmlega eins, þar eru á ferðinni hatursfull trúarbrögð, ásamt trúarriti sem dásamar og hvetur til ofbeldisverka. Enda hefur æðsti leiðtogi kristinna á Íslandi leikið Skúla-leikinn ítrekað, beint hatursáróðri að minnihlutahóp hér á landi.

Brynjólfur Þorvarðsson, 22.4.2008 kl. 21:10

158 Smámynd: Aage Petersen

Mér finnst skrítið afhverju þessir andskotans múslimar vilja útrýma tjáningarfrelsinu.. Þeir væla og væla ef að enhver vogar sér að teikna mynd af Allah en síðan meiga þeir teikna hatursfullar myndir gegn gyðingum?  Mér finnst þetta mjög skrítið og mér finnst alveg í lagi svo lengi sem að þeir eru að teikna myndir af jésu og fleirum að við teiknum myndir af Allah.  Þeir eru búnir að kúga okkur alveg svakalega með þessu og þeir eru farnir að ritskoða hvað við setjum í fjölmiðla, Mér finnst bara vegna þess að við erum að gefa þeim hæli hérna í vesturlöndunum útaf bágs ástands í heimalöndum sínum en samt vilja þeir ráða öllu hérna hvað fer í fjölmiðla og hvað ekki! Ég er bara kominn með algjörlega uppí kok á því hvað múslimar vilja ráða gjörsamlega öllu og ef að þeir geta ekki lifað eftir okkar lifnaðarháttum hérna á vesturlöndunum þá mega þeir bara fara aftur til miðausturlandanna og vera þar!  Einnig að múslimsk trú kemur svakalega niður á konum þar sem þær eru beittar ofbeldi og fá ekki einu sinni að sína andlit sitt! Mér finnst þetta bara algjörlega óásættandi og að þeir eigi bara að hætta að væla.

Mér finndist mjög gaman að fá að heyra þína hlið Salmann Tamimi.

Takk. 

Aage Petersen, 22.4.2008 kl. 21:42

159 Smámynd: AK-72

Voðaleg finnst mér þetta hálf lame hjá þér Halla Rut. Salmann svarar slatta af spurningum í næsta innleggi á eftir, sem þú annað hvort hefur ekki tekið eftir eða vilt ekki lesa.

Annars hefði ég áhuga á að heyra þitt álit á orðum Skúla SKúlasonar sem hann skrifaði á bloggsíðu flokksbróður þíns en þau koma hér:

"Það varðar líka við lög að þegja yfir vitneskju um samsæri og stefnu hóps fólks til að drepa Íslendinga, sbr. Kóran 009:005  og 008:039 svo aðeins tvær málsgreinar séu nefndar.  Það geturðu séð  í hinum almennu íslensku Hegningarlögum.  Og meir að segja bent á það hér í færslum að ofan.  Það getur einnig varðað við sömu lög að þagga niður í þeim sem varar alþjóð við slíkum fyrirætlunum."

Þarna segir Skúli að múslimar ætli sér og hafi það á stefnu að myrða 'Islendinga. Ert þú á sama máli? Telur þú þetta allt í algi að láta svona út úr sér? Telur þú þetta níð í garð trúarhópa ? 

AK-72, 22.4.2008 kl. 22:17

160 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Aage Petersen, efast um þú fáir svar eftir að kalla hann andskotans. Varðandi að múslimar vilja útrýma tjáningarfresli veit ég ekki betur en kristnir hafi reynt ítrekað að loka nokkrum bloggum hérna.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 22.4.2008 kl. 22:54

161 Smámynd: AK-72

Bíddu, og hvað kallarðu þessa túlkun hans þá? Þú hefur sjálfur veirð að hjakka á þessum sömu versum hér og þar. Hvað lest þú Einar út úr þessum orðum nákvæmlega?

"Það varðar líka við lög að þegja yfir vitneskju um samsæri og stefnu hóps fólks til að drepa Íslendinga, sbr. Kóran 009:005  og 008:039 svo aðeins tvær málsgreinar séu nefndar."

Eru þessi orð Skúla ekki augljós? Ef hann er að túlka Kóraninn á þennan hátt, hvað þá með allt sem hann lét frá sér?  

AK-72, 22.4.2008 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband